Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Vikan að verða búin...

Þá er þessi vika að verða búin. Salómon er búinn að vera heima síðan á þriðjudag og hann hefur staðið sig eins og hetja í hlaupabólumálum. Hann klórar sér ekkert - segist elska bólurnar - og þess vegna klappar hann þeim bara...

Námið okkar Fjölla er alltaf jafn áhugavert.. ég gæti BARA gert þetta allann daginn. Verið í tímum það er að segja. Pínu meira mál að finna tíma til að lesa allt sem á að lesa, en það tekst vonandi að lokum. Þessi lota er búin 18. des og þá er 6 tíma próf og svo jólahátíð hér í skólanum. Gaman gaman. Í tilefni aðventunnar sem hefst á sunnudaginn var aðventu hádegisverður hér í skólanum og það verður alla föstudaga til jóla. Rosalega flott með laxi og eggjahræru, paté með baconi salöt og margt margt fleira...

Nú í kvöld fór ég í heimsókn til Ho-Hsing vinkonu. Hún er inni á sjúkrahúsi því litli strákurinn sem hún ber þarf að fá lungnaþroskandi meðöl. Þetta er lítill gutti sem heldur fast í lífið, það er ekki hægt að segja annað. 4 vikur síðan vatnið fór og núna er um 3,5 cm fósturvatn þar sem venjulega er um 15 cm.

Hafið það gott vinir mínir og vandamenn. Ég sakna ykkar og þykir MJÖG MJÖG vænt um ykkur. Guð blessi ykkur og varðveiti!


Enn einn hlaupabóludrengur...

Þá er Salómon kominn með hlaupabóluna... akkúrat 14 dögum eftir að Davíð Pálmi byrjaði.... Glæsilegt!

Rosalega leið þessi helgi hratt...

Á föstudagskvöldið komu Steinar, Inger Lise og yngsta dóttir þeirra í pizzu. Á laugardeginum komu Friðrik Zimsen Hilmarsson og Svenni sonur hans í kaffi og svo Ho-Hsing, Fredrik og Lars sonur þeirra í pizzu og svo fórum við í sund með Østmarka skole - Markús - Salómon - Davíð Pálmi og við Fjölli skemmtum okkur konunglega í inni sundhöll. Markús hoppaði af 5 metra palli án þess að hika og við hin bara dáðumst af hugrekki hans...

Svo komu Sigrún og Viggi-Palli og náðu í litlu guttana og við hin fórum í matarboð til Pål og Åshild. Það var rosalega gaman... fengum norskan jólamat. Ribbe og tilheyrandi.

Svo í morgun fórum við í heimakirkju heim til Pål og Åshild. Þar fórum við í gegnum sálm 23 "Drottinn er minn hirðir" Rosalega erum við íslendingar blessuð að eiga lag við þennan sálm. Þetta er þjóðar fjársjóður!

Eftir heimakirkjuna fórum við til Sigrúnar og Vigga-Palla í kjötbollur og svol. Og svo fengum við ofnbökuð epli með möndlum, kanelsykri og ís... nammi namm..

Strákarnir sofnuðu svo á leiðinni heim og sem betur fer vöknuðu þeir ekki og við hin gátum í rólegheitunum gert það sem við vildum.... Lesið skólabækur, málað litla karla, bloggað osfr...

Hafið það gott og þið sem ekki kunnið sálm 23 utanað, ættuð að læra hann og syngja sem oftast...

"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.  Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.  Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.”

Hvað segið þið?

Daníel sagði að ég ætti ekki að skrifa svöna löng bréf / blogg... því þá nennir enginn að lesa þetta þetta ? Er það rétt ?

Yndislegur dagur....

Vá.. dagurinn í gær var alveg frábær. Húllumhæið byrjaði kl 05:20 þegar Markús, sem hafði bakað köku handa mömmu sinni í leyni daginn áður, fór að undirbúa afmælissöng og svoleiðis sem mamman átti að fá í rúmið. Ég fór fram og benti honum á að það væri nótt.... hann greyjið hafði þá gleymt að stilla vetrartímann í símanum sínum og fór aftur inn að sofa. Ætlaði sem sagt ekkert að byrja fyrr en 06:30... hjúkket..

Svo komu þeir bræður, Markús og Salómon syngjandi með kerti og bros á vör um sex leitið. Yndislegt! Svo var borðað hafragraut og súkkulaðikaka "ala" Markús. Strákarnir sendir í skólann og við hjónin settumst í leshornið okkar og reyndum að lesa. Það var mikið spjall og svo fórum við á Mexicanskann stað og fengum okkur léttann hádegisverð. Æði! Fórum svo heim að undirbúa smá veislu... Salómon var búinn að panta búðinga og hlaup lest skreytta með hlaupmönnum... mikil spenna í marga daga.... Fjölli demdi sér í það og ég bjó til ávaxta rjóma rétt.. eplaköku, heitt kakó og íste.. Svo fóru gestir að koma, bæði boðnir og óvæntir gestir. Það var rosalega gaman. Það er svo gaman að eiga afmæli!! Ég er ennþá eins og krakki með þetta.. Tounge 

Svo var talað, borðað, hlegið og allt sem fólk gerir þegar það er í afmæli... Teindó kom svo og passaði gormana... Við Fjölli fórum á Friday's og svo í Bíó... á alveg rosalega mynd sem heitir "De uskyldige".. norsk mynd sem ég held að sé bara besta mynd sem ég hef séð lengi. Hún hafði djúp áhrif á mig og ég held að ég mæli barasta með henni sterklega. Hún er um strák sem drap lítinn strák. Hann fær vinnu sem organisti í krikju þegar hann er búinn að sitja af sér dóminn. Myndin er um hans líf rétt eftir að hann kemur út.. erfitt að segja frá, án þess að gefa upp myndina, en hún er gerð af djúpu innsæi og persónuleikarnir eru mjög raunverulegir. Vel leikin og frábær söguþráður... Besta einkun sem sagt!

Takk fyrir kveðjur á síðuna mína og á facebook... sms og símhringingar. Rosalega eruð þið góð við mig!! TAKK!

Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Svo segir Drottinn allsherjar: Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar." Sak.: 1:3

Hér eru nokkrar myndir frá afmælinu.

Súkkulaðikakan sem Markús bjó til...
Þetta á ekki að vera svooooona ... arrrggg..
Lestin flotta... sem Salómon var ekki ánægður með....
Ellen, Britt-Jorun og ég....
Jörn og Torjus..
Afinn, Amman, Svenni og Davíð Pálmi...
Torstein og Svenni.. makindalegir..
Niu og ég + +
Salómon, Åsne og Elise....
Daníel íþróttaálfur...
Åsne og Jørn...
Grete og Torjus
Makrús og Davíð að spila á gítar...

 

 

 

Bestu kveðjur og Guð blessi ykkur!

 

 


Þegar piparkökur bakast....

Í dag var ráðist í að baka piparkökur. Markús, Salómon og Davíð voru rosalega duglegir og gerðu engla, jólatré, hesta, hreyndýr, dreka, golíat, stjörnur, kalla og kerlingar... Hér eru nokkrar myndir af kökugerðarmönnunum:

 

Salómon og Markús að störfum...
Davíð Pálmi gafst upp og fór að horfa á Dýrin í Hálsaskógi..
Þessi hætti og fór að horfa á Mikka Ref...
Daníel að hjálpa mömmu sinni að skera ávexti í súrmjólkursúpu...
Daníel, í gær... hann fór út að hlaupa í staðinn fyrir að baka...
Jæja... þá er bara að fara að þrífa eftir drengina.....
Bless og hafið það gott í dag!!

Vel sjónvörpuð....

Þetta er alveg makalaust... Í kvöld "datt" 3. sjónvarpið inn um dyrnar hjá okkur... og við sem ætluðum eiginlega ekkert að hafa sjónvarp!! Ekki það að það er afskaplega þægilegt að hafa TV, sérstaklega þegar við þurfum að læra mikið, og ekki að tala um núna þegar Davíð Pálmi er með hlaupabóluna... Mikki Refur er fastur á skjánum, a.m.k. 5 sinnum á dag rúllar hann í gegn.... Ekki að ræða það að skipta um mynd Crying Crying Crying Crying Crying einn fyrir hvert skipti held ég..

Annars höfum við það gott. Erum að læra svo mikið um kristniboð. þetta er svo áhugavert allt saman. Vildi að ég gæti gefið meira ef mér til ykkar um þetta... verð að finna leið til þess!

Endilega munið eftir að biðja fyrir Ho-Hsing og litla ófædda drengnum hennar sem berst fyrir lífi sínu! Guð blessi ykkur og styrki trúna ykkar!

Kærar kveðjur frá Fanney og Co.

 Ps. ef þið vitið um einhvern sem vantar sjónvarp hér í Osló, þá er bara að láta okkur vita!

Ég meina það!!


Hlaupabóla....

Þá er það Davíð Pálmi sem er þakinn bólum... greyjið kallinn!! Hann er frekar slappur og situr heima og horfir á Mikka Ref. Mikið er ég glöð að Dýrin í Hálsaskógi séu á DVD!!

Hér eru myndir sem ég tók af kappanum:

Hlaupabólustrálur
Hlaupabólustrálur..
Maður er nú ekkert rosalega brattur...
Jæja... við ætlum að reyna lesa einhverjar skólabækur... minni ykkur á að mér finnst alveg rosalega gaman að fá athugasemdir og smá fréttir af ykkur, annaðhvort hér eða á fanney@ts.is Takk þið sem hafið sent mér fréttir og athugasemdir.
„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Jóh 14,6 
Bless í bili og Guð blessi ykkur!!

Ný lota...

Jæja þá er önnur lota að hefjast. Það verður mikill lestur og þess vegna eru 2 lestrardagar og bara 2 tímar á þriðjudögum og föstudögum. Þessi lota einkennist af kristniboði.... Siðferðislegar spurningar sem geta komið upp þegar maður mætir annari menningu. Kristniboðssboðskapurinn í Biblíunni. Vandamál sem geta komið upp þegar maður maður hittir fólk úr öðrum menningum. Og svo norska kristniboðssagan. Mér hlakkar mjög svo til að læra þetta allt saman...Happy 

Í kvöld erum við að fara í skólann og hitta norska kristniboða sem eru að starfa út um allann heim. Okkur hlakkar mjög svo til.

Davíp Pálmi er kominn með hlaupabóluna.

Endilega haldið áfram að biðja fyrir Ho-Hsing og litla drengnum sem hún ber. Hann berst fyrir lífi sínu og við vonum að þetta gangi vel.

Hvað er svo að frétta af ykkur, það væri gaman að fá smá fréttir af ykkur ef þið hafið tíma.

Vonandi hafið þið það gott. Guð blessi ykkur og styrki í trúnni og baráttunni við syndina!!


Heimapróf í 5 daga...

Já þessi vika verður annasöm.... Saló er búinn að vera veikur síðan á miðvikudag og er enn slappur en var látinn fara í skólann í dag. Crying Davíð var með ömmu sinni og afa alla helgina. Fór með þeim í lest á laugardaginn og fór svo í dýragarðinn þar. Lék við frænku sína Idun Andreu og frænda sinn Jón Stefán...

þegar ég loksins birti þessa færslu erum við búin með heimaprófið og sest uppí sófa. Teindó voru að fara heim, þau voru hér í mat. Fahitas, taco og ís með heimalagaðari súkkulaðisósu.... nammi namm. Verkefnið sem ég skrifaði um Lögmálið, Fagnaðarerindið og hvernig maður verur kristinn. Mjög skemmtilegt að skrifa þetta og lærdómsríkt. Aldrei að vita nema ég stytti það "aðeins" og setji hér inn. Fjölnir skrifaði um Lúterskan skilning á því að vera frelsaður vegna trúar án verka og hvers vegna trúuð manneskja gerir góð verk. Líka mjög áhugavert.

...jæja nú er að koma sér í háttinn, ég vona að þið hafið það gott og ég bið þess að Guð hjálpi ykkur sem eruð áhyggjufull vegna ástandsins á Íslandi.

Orð Guðs segir: "Allt megna ég vegna hjálp hans sem mig styrkan gjörir"

Þetta eru orð sem gefa okkur styrk til að takast á við það sem okkur þykir erfitt. Ég hvet ykkur til að gera þetta að bæn sem þið biðjið þegar á reynir.

Kærar kveðjur frá Fanney og Fjölla

 

 


Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband