Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

...og hvað gerði ég um helgina??

Ég gleymdi alveg að segja ykkur hvað ég var að sýsla á meðan bóndinn og frumburðurinn voru í Pokot.  Á laugardaginn var svona fjáröflun á vegum norrænu þjóðanna hér í Nairobi. Á okkar "stand" var auðvitað risastór íslenskur fáni sem Kristín Inga hefur hangadi uppi vegg heima hjá sér. Við seldum jólagraut, vöfflur, jólakökur, kerti og alls konar fallega muni og svo var lotteri - allt til styrktar krakka í fátækrahverfi hér í Nairobi.

Á sunnudaginn var svo aðventu Guðsþjónusta og þar var ég stjórnandi og í kórnum.. það var rosalega gaman fannst mér.. Torvald, ef þú ert að lesa þetta þá sársá ég eftir að hafa ekki tekið boði þínu um að koma í kór Egilsstaðakirkju. Þetta er bara rosalega gaman! Sem betur fer eigum við að syngja líka í aðfangadagsmessunni hér á lóðinni.Hlakka til! Eftir messuna var svo kaffi og kökur sem bæði við og einhverjir af þeim sem komu höfðu með. Það komu fullt af okkar norrænu "vinum" hér í Nairobi.

Seinna um daginn fórum við Salómon og Davíð í heimsókn til Mo fjölskyldunnar sem er hér á vegum norsku friðarsveitarinnar. Yndisleg hjón með 3 stráka. Þar vorum við í góðu yfirlæti þar til það var kominn tími til að fara í gönguferðina sem er alltaf á miðviku- og sunnudögum. Við vorum 7 konur sem gengum, mishratt, írúmann klukkutíma. Mjög hressandi.

Þá eruð þið líka komin með mína helgi.

Sálmarnir 103:8
Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. 


Langt síðan síðast...

Það líður eitthvað svo langt á milli bloggsins hjá mér núna... veit ekki hvort það sé skriftfælni eða bara að það sé mikið að gera eða að mér finnist ekki vera neitt fréttnæmt. Það síðasta væri nú lygi þar sem við erum í alveg nýju landi, nýrri heimsálfu meira að segja og allt er fréttnæmt eiginlega.

Okkur gengur vel með okkar fyrstu skref hér... Daníel er ennþá að skoða sín skólamál. Hann langar að fara í heimavistarskóla í Noregi og okkur líkar það ágætlega. Honum gengur vel í skólanum sem hann er í og er nýkominn heim frá Pokot. Þar var hann með TeFT krökkunum í Chesta og kom heim hlaðinn munum frá Pokot. Það sem okkur þótti merkilegast var kannski umskurnarhnífur....

Markús er bara mjög hress. Hann er búinn að kynnast nágrannastráknum hér og þeir leika sér saman alla frítíma. Hann er að hugsa um að verða eftir hér á lóðinni eftir áramót. Halda áfram í West Nairobi School og eiga heima hjá konu hér á lóðinni sem á tvo stráka. Hún dvelur hér afþví að hennar strákar eru í skólum hér og þar sem það er ekki boðið uppá heimavist valdi hún að flytja frá Mombasa þar sem hún og maðurinn hennar búa og dvelja hér á meðan skólinn er. Þetta er fallega boðið af henni finnst okkur og við erum að hugsa um að þiggja það.

Salómon verður áfram á NCS sem er norski skólinn hér á lóðinni. Hann kemur auðvitað með okkur til Pokot og svo fer ég til Nairobi með hann í 14 vikur á ári. Svo frá og með haustinu kemur kennari til okkar hluta af árinu.

Davíð Pálmi er rosalega ánægður hér á lóðinni. Hann sést varla án kameljóns og allir eru farnir að spyrja hann hvort hann sé ekki með kameljón með sér... annað hvort það eða froskar. Hann er að verða eins og Dagfinnur dýralæknir.

Fjölli kom frá Pokot í gær og var hann þá afmyndaður hægra meginn í andlitinu. Væntanlega hefur hann verið bitinn af einhverskonar skordýri. Hann er með sár undir eyranu og er mjöööög bólginn. Það er ekki oft sem hann tekur verkjatöflur, en hann gerði það eftir að hann kom heim. Bæði þreyttur eftir ferðina og alveg stífur og með verki í hálsi og hliðinni...

 

Kæru vinir. Guð blessi ykkur og varðveiti!

 

 


Afmælisdagurinn..

Ég get ekki sagt annað en að það hafi verið yndislegt að vera hér í faðmi fjölskyldunnar og vina á afmælinu mínu. Dagurinn byrjaði á því að Daníel og Markús gerðu morgunmat fyrir mig og vöktu mig svo kl 07:30 með söng. Við borðuðum saman öll fjölskyldan og svo fóru allir í skólann.

Í Hekima, tungumálaskólanum okkar, var svo súkkulaðikaka, nammi og chai. Eftir skólann bauð Fjölnir mér svo út að borða á Marco Polo. Þegar við komum heim fengum við okkur köku og ís með Salómoni og Davíð Pálma. Svo kl 16 komu nágrannar okkar og þeir sem voru heima á lóðinni í kaffi og kökur.

Kl 20 var svo bænafundur og áframhaldandi blessun fyrir mig og aðra sem þangað komu. 

Svo þegar ég kom heim settist ég við tölvuna og sá að ég hafði fengið glás af kveðjum frá ættingjum og vinum nær og fjær. Mikið gladdi það hjarta mitt að fá allar þessar kveðjur frá þeim sem mér þykir svo vænt um.

Takk kærlega fyrir allir saman!!!


Kallet

Var i bønnemøte her på tomta på torsdag og da sang vi denne sangen. Ville bare sette den inn her fordi den rørte ved emg på en spesiell måte. Kanskje gjør den det i deg også. For dere som vil spille på piano med og synge ut så er dette sang nr 25 i Syng for Herren (Sanger 05)

 

Det er navnet ditt jeg roper, vil du følge meg? 

Vil du trå i mine fotspor på en ukjent vei?

Vil du kjennes ved mitt navn, vil du møte sorg og savn?

Vil du hvile i min favn og la meg bli hos deg?

 

Vil du ta det første skrittet, vil du følge meg?

Vil du gå til mine minste på en ukjent vei?

Vil du tåle onde blikk, stå igjen når noen gikk?

Du skal gi dem alt du fikk, for jeg vil bli hos deg.

 

Vil du åpne blindes øyne, vil du følge meg?

Se at fanger får sin frihet på en ukjent vei?

Vil du stelle andres sår, i det skjulte år for år?

Da er lønnen som du får at jeg vil bli hos deg.

 

Vil du trosse angst og uro, vil du følge meg?

Ta i mot deg selv med nåde på en ukjent vei?

La de ord som jeg har sagt,folde ut sin skapermakt,

tross din tvil og selvforakt, for jeg vil bli hos deg.

 

Når du kaller, må jeg lytte, jeg vil følge deg,

jeg vil vende om og vandre på en ukjent vei…    

Dit du går vil jeg gå med, Herre, la din vilje skje,

for jeg vet at jeg skal se mitt liv fullendt i deg.

 

Gud velsigne deg og dine!

Klem fra Fanney


Lífið í Nairobi...

Af okkur er bara gott að frétta. Við erum frekar hraust og fáum að upplifa vernd Guðs og handleiðslu hér í Kenýu. Við erum enn í Nairobi að læra swahili, en förum svo til Pokot (norð/vestur Kenýa, rétt hjá Uganda) öðruhvoru megin við jólin og störfum þar vonandi allavega í 3 og 1/2 ár.

Hér er lífið allt annað en á Íslandi, en samt svo líkt. Það er hægt að lifa í lúxus, mun meiri enn á Íslandi og svo er fátæktin mun meiri og sýnilegri líka. Ég skrifaði um heimsókn okkar til ABC barnaheimilisins hér í Mathare á FB fyrir nokkru, þú getur lesið um það ef þú vilt. Mikil lífsreynsla!

Fjölnir er eftirlitsaðili í neyðaraðstoð í Pokot. Það eru miklir þurkar þar og lítið sem engin rigning hefur komið á lálendinu í 1-3 ár. Fólk og skepnur degja úr hungri.

Við búum í "litla Noregi" hér í Nairobi. Lóð með fullt af húsum og flest allir norskir sem búa hér og kenýanskt skrifstofu og vinnufólk. Yndislegt, sérstaklega fyrir litlu strákana en pínu innilokað fyrir þá stóru. Markús er ágætlega sáttur. Hann og Daníel eru í bandarískum skóla hér rétt hjá og þeim gengur mjög vel í skólanum. Daníel er pínu óviss um hvað hann vill gera. Honum hefur langað heim alveg frá því við komum hingað og það hafa vissulega verið erfiðar vikur og mánuðir. En núna eru norskir krakkar hér í einskonar Biblíuskóla og þá klaffar hann alveg með þeim og langar jafnvel að joina þeim eftir áramót... Endilega biddu fyrir honum ef Guð leggur það á hjarta þitt.


Þetta voru smá fréttir af okkur. Guð blessi þig og þína. Það væri gaman að fá smá línu um hvað Guð er að gera í þínu lífi! :-)

Knús frá Fanney

Mathare...

Í dag fórum við í heimsókn til Mathare. Við byrjuðum á að fara í heimsókn til Þórunnar Helgadóttir, Samúels, mannsins hennar og Daníel Heiðars litla drengsins þeirra. Þau reka ABC barnaheimili og skóla í Mathare. Mathare er fátækrahverfi í Nairobi. Eitt tveggja stærstu fátækrahverfa í Afríku.

Það var mikil lífsreynsla að fara á barnaheimilið, kynnast börnunum aðeins og fá að heyra frásagnir þeirra af lífi nokkurra einstaklinga. Þetta eru börn úr misjöfnum aðstæðum, en mörg koma úr mjög svo erfiðum aðstæðum. Götubörn, foreldralaus, fátæk, misnotuð, fíklar osfr. Það var yndislegt að heyra um umbreytinguna eftir að þau hefðu komið til Þórunnar og hennar starfsfólks í ABC og fengið kærleika, mat, bað, svefnpláss og skjól frá hörkunni á götunni.

Nokkur börn sungu, fóru með ljóð eða sögðu frá sínu lífi. Það var magnað að sjá og heyra. Þau hafa upplifað svo margt ljótt og erfiðleika, en gátu samt lýst sýnu þakklæti til Guðs yfir að vera þar sem þau eru. Þökkuðu fyrir að vera þarna og sögðu frá hvað Guð væri góður faðir þeirra, nú þegar þeirra blóðforeldrar væru annaðhvort dáin eða hugsuðu ekki um þau.

Svo fórum við inn í svefnherbergin þeirra, þau sofa 2 og 2 saman í einu rúmi (4 í einni koju) og báðu okkur endilega um að koma og gista hjá sér... þau mundu fara úr rúmi fyrir okkur..

Eftir að hafa heimsótt krakkana fórum við í göngutúr í fátækrahverfinu aðeins frá. Við byrjuðum á að heimsækja eina konu, ekkju, móðir 7 barna. Ekkert af þeim hefur vinnu, en hún reynir að sjá fyrir sér og börnum sínum með því að þvo þvott fyrir aðra. Hún á einn strák sem er í skólanum hjá ABC og það er erfitt að skilja hvernig hann getur lært við smá ljós af olíulampa og samt fengið bestu einkunn.. 

Svo gengum við aðeins lengra og horfðum yfir hverfið. Skrítin tilfinning að vera þarna.... Allt fólkið, dýrin, kofarnir þétt upp við hvorn annan, ruslið, skíturinn...

Við gengum þröngar götur þar sem lítil skólaus börn ganga á mannaskít meðal annars og rafmagn á einum stað virtist leka í vatn. Við fórum að ruslahaugnum og þar var líka klóset aðstaða, í einu horninu, og hænur voru að gæða sér á kræsingunum... Þar er líka bruggað, þar sem það er ólöglegt og lögreglan kemur ekki oft þangað skildist mér.

Svo heimsóttum við aðra konu, ekkju, sem bjó líka svona þröngt. Heldur ekki hennar börn hafa vinnu og hún er komin með eitt af barnabörnunum á hennar framfærslu þar sem foreldrarnir stungu af í sitt hvora áttina. Yndislega sæt brosmild stelpa sem bara vildi heilsa Davíð Pálma, en hann vildi alls ekki heilsa henni. ohhhh.

Þegar við komum út í bíl horfði Markús á mig og byrjaði að þakka okkur fyrir hvað hann hefði það gott.  Já það er gott að sjá aðstæður annarra, þeirra sem hafa ekkert á milli handanna, en það er svo skrítið að þau hafa gleðina... vantar okkur ekki gleðina yfir lífinu. Værum við glöð án allra veraldlegu gæðanna sem við búum við??

 

 


Ferð til Kanyao

Síðustu þrjú árin erfið.

Föstudaginn 23 október fórum við Daníel, elsti sonur okkar, í eftirlitsferð með matvæladreyfingu til Kanyao, sem er í kringum tveggja tíma fjarlægð frá Kapenguria. Kanyao er á sléttunni og nálægt landamærum UgÞau kreista vökvann úr Alóveraanda. Við lögðum af stað um hádegið og komum til Kanyao um þrjú leytið. Við komum  á undan flutningabílnum sem flutti kornið og baunirnar sem átti að dreifa. Við notuðum tækifærið og ræddum aðeins við þorpsnefndina sem sér um úthlutun á matnum. Við ræddum einnig við öldungana á svæðinu.  Núna lifa flestir á því að safna Alóavera vökva og selja hann.Celine sýndi ávextina sem þau sjóða Það notar um það bil viku til að safna 5 lítrum. Jörðin er svo þurr að það er lítill vökvi í plöntunum. Fyrir 5 lítra fá þau um 50 shillinga (80 kr.).  Á þessu svæði fara mennirnir með nautgripina burt í miklum þurrkum og skipta sér ekki af konum og börnum. Þess vegna eru eldri konur verst staddar á þessu svæði. Við ræddum við tvær konur. Sú fyrri var Celine, 25 ára sem á 6 börn. Fjölskyldan á þrjár kýr sem maðurinn fór með til Uganda. Hún safnar Alóavera vökva og kaupir 2 kg.Teresa af maís fyrir 80 shillinga. Það endist í 4 daga fyrir fjölskylduna með því að búa til súpa úr mjölinu. Hún tínir líka ávexti sem eru mjög slæmir fyrir magann, en með því að sjóða þá í 6 - 8 tíma þá er í lagi að borða þá. Hún veit um einn eldri mann sem dó vegna hungurs.  Við töluðum einnig við Teresu. Hún átti 10 börn en 5 dóu úr malaríu. Hún sagði að síðustu þrjú árin hafa verið mjög erfið. Hún hefði byrjað á því að selja dýrin sín fyrir mat. En núna væru þau öll seld eða dáin úr sjúkdómum eða hungri.  Síðasta árið hefur hún lifað af því að tína rætur. Hún leitar þar til hún finnur eina, þá selur hún hana. Hún fær 20 shillinga (36 kr.) fyrir hana og fyrir það getur hún keypt 0,5 kg. af maísmjöli. Það endist henni í tvo daga. Hún tínir um það bil þrjár rætur á  viku. Þrjár konur, sem hún þekkti á hennar aldri, hafa dáið vegna hungurs.

Líf og dauði.

Sunnudaginn 25. október var hringt í  mig og ég beðinn um að koma á skrifstofuna hjá kirkjunni í Kapenguria. Þar hitti ég Philip Njeris, einn af tveimur yfirumsjónar-aðilum yfir matvæladreifingunni. Alfred bílstjórinn úr ferðinni til Sekerr var þarna líka. Alfred lét mig hafa miða með nafni á. Hann sagði að þetta væri nafnið á stráknum hennar Yohana.  Strákurinn heitir Naomi Chepatei.  Siðan sagði Philip við mig að þeir hefðu stoppað á sjúkrahúsinu í Ortum til að athuga um ungu k Yohana og Naomi Chepateionuna sem við fórum með þangað. Hann sagði að fæðingin hefði gengið illa og það þurfti að taka barnið með keisaraskurði. Philip rétti mér annan miða og sagði að konan héti Milka og að barnið héti Pehumba, það væri stúlka. Hann sagði að Milka hefði dáið eftir aðgerðina. Mamma hennar hefði ekki getað borgað sjúkrahúsreikninginn og þess vegna tekið barnið og lagt gangandi af stað til Sekerr fjallanna. Philip ætlar að reyna að hafa upp á henni og koma barninu aftur á sjúkrahúsið. Hann spurði mig hvort hann gæti gert það með þeirri vissu að ég myndi borga sjúkrahúskostnaðinn. Ég svaraði að ég vildi það og myndi reyna það en yrði að vita hvað reikningurinn væri hár áður en ég gæfi endanlegt svar. Ég kvaddi Philip og Alfred og þakkaði þeim kærlega fyrir upplýsingarnar. Eftir að ég kom heim varð mér hugsað til ferðarinnar frá Sekerr til Ortum sjúkrahússins. Á leiðinni keypti ég kók  handa Milku sem hún drakk úr af áfergju þegar bíllinn stöðvaðist. Ég notaði þá tækifærið og leit aftur í, til að sjá hvernig færi um hana. Hún horfði óöruMilka í gulu og móðir hennar, á pallbílnumgg uppávið til að athuga hvað væri að gerast. Eitt skiptið stóð ég í dyragættinni á bílnum og tók mynd niður í pallinn. Hún horfði undrandi á mig. Ég fór að hugleiða að trúlega eru þetta síðustu myndirnar af henni lifandi. Pehumba, ef hún lifir mun ekki þekkja mömmu sína. Þetta er átakanlega sorglegt. Ég hugsa til þess hve ung Milka var, hve augnaráðið var fullt af lífi en samt óöryggi. Þegar ég kvaddi hana var hún komin í hjólastól og var á leið inn í sjúkrahúsið. Ég tók í hönd hennar og lét hana hafa 1000 shillinga, þetta vonaði ég að myndi hjálpa henni aðeins. Þegar við fórum frá sjúkrahúsinu bað ég Guð um að gæta hennar og að fæðingin gengi vel. Ég man að ég hugsaði að kannski myndi barnið deyja í fæðingunni, en aldrei hugsaði ég út í að móðirin gæti dáið. En við mennirnir erum svo vanmáttug í mörgu og nú er lífi Milku hér á jörðinni lokið. Bæn mín beinist að barninu, ég bið og vona að það lifi. Kannski fæ ég tækifæri seinna til að gefa því myndirnar af móður sinni sem ég tók.


Matvæladreyfing í Sekerr hæðunum

Nú er maginn ekki lengur tómur!

Vegna mikilla þurrka hér í Kenýu á ákveðnum svæðum hefur skapast mikil hungursneyð. Á þessum svæðum hefur fólk ekki fengið neina uppskeru og jafnvel misst allan búfénaðinn. Búfénaður og maískorn er uppistaðan í fæðu og fjármögnun heimilanna. Vegna þessa hafa Norska Lúterska Kristniboðssambandið, Hjálparstarf Norsku Kirkjunnar, Sekerr fjöllinSambandi Íslenskra Kristniboðsfélaga og vonandi Íslenska Utanríkisráðuneytið ákveðið að fjármagna matvæla gjöf sem Lúterska kirkjan hérna í Pokot framkvæmir. Mér hefur verið falið að hafa eftirlit með verkefninu. Vegna þessa fór ég fimmtudaginn 15. október í eftirlitsferð til Sigors svæðisins, nánar tiltekið Sekerr fjallanna. Ég slóst í för með heimamanninum Alfreð sem keyrir út matargjöfunum. Við fórum á pallbíll og tókum með okkur 14 sekki af maís. Í hverjum sekk eru 90 kg af ómöluðum maískornum, þannig að við vorum með 1260 kg með okkur til dreifingar. Eftir 4 klst. ferð frá Kapenguria niður á slétturnar og þaðan upp snarbratta fjallshlíð, ca. 1000 metra háa, komum við til kristniboðsstöðvarinnar í Sekerr. Það var strax hafist handa við að skipulegga matvæladreifinguna. Nefnd á vegum þorpsins hafði fyrirfram fundið út hverjir voru verst staddir og voru nöfn þeirra allra skráð. Þau sögðu að á þessu svæði væri það aðallega eldra fólk sem þyrfti aðstoð. Ljóst var að það var fleira fólk komið sem vildi fá aðstoð en þeir sem fyrirfram voru skráðir. Tómas, sá sem er ábyrgur fyrir dreifingunni á þessu svæði, ákvað að minnka skammtinn sem hver átti að fá um 2 kg. Hann minnkaði skammtinn úr 10,5 kg í 8,5 kg, og ákvað að dreifa afgangnum til 25 annarra aðila sem nefndin var sammála um að þyrfti aðstoð. Nefndin taldi að þeir sem fengu mat myndu hvort sem er deila því með hinum. Því væri betra að nefndin gæfi þeim mat. Tómas útskýrði fyrir mér að í þeirra menningu myndu þeir deila með nágrannanum ef hann hefði ekkert. Þetta gekk allt saman vel fyrir sig og tók um 2 klst. Þá var dreifingunni lokið. Þá sagði Tómas að konurnar vildu þakka mér fyrir með söng. Þær sungu fyrir mig og luku söngnum með því að gefa mér armband með litum heimamanna. Ég tók á móti því með þökkum, þó svo að ég væri ekki sá sem ætti þakkir skilið. Þakkir eiga þeir skilið sem gefa peningana í verkefnið, en ég leit á mig sem þeirra fulltrúa á staðnum.

Daginn eftir.

Daginn eftir fór ég með Tómasi í gönguferð um svæðið. Tilgangurinn var að heimsækja nokkra af þeim sem höfðu fengið maís. Við byrjuðum á að heimsækja gamlan mann að nafni Loshari. Loshari fyrir utan kofann sinnHann og konan hans, Komorï búa í trjákofa með stráþaki. Þetta er hefðbundið húsnæði á þessu svæði. Annaðhvort trjákofi eða leirkofi.  Tómas vakti Loshari með því að kalla í átt að kofanum. Ég heyrði hann hósta og stynja. Eftir smástund sá ég spýtur og járnhring vera fjarlægðar frá hurðaropinu. Út kom gamall maður, hann heilsaði okkur og fékk sér síðan sæti á steini nálægt okkur. Ég sá að hann var stirður og óöruggur þegar hann settist. Tómas talaði við hann á pokotmáli og þýddi síðan yfir á ensku. Loshari var mjög þakklátur fyrir matarstuðninginn og vonaði að þau hjónin hefðu nógan mat fram að næstu uppskeru, hún er í október 2010. Komorï kona LoshariVonandi lifðu þau svo lengi. Hann sagði að hann teldi að matargjöfin myndi endast í 2 - 3 vikur ef þau færu sparlega með hana. Hann og konan áttu nokkrar hænur, það var allt og sumt. Hann sagði að börnin hjálpuðu þeim með mat. En nú er ástandið svo slæmt að börnin hafa ekkert aukalega. Við kvöddum Loshari og gengum áfram eftir fjallshlíðinni. Í gili ekki langt frá hittum við Komorï, hún var að safna eldivið. Við heilsuðum henni og hún byrjaði á að lýsa þakklæti sýnu fyrir matargjöfina. Hún benti á magann og sagði að nú væri hann ekki lengur tómur. Hún hló og þakkaði aftur fyrir sig og bað Guð um að blessa okkur. Við kvöddum hana og gengum áfram meðfram fjallstoppnum. Þar var glæsilegt útsýni yfir slétturnar og yfir í fjöllinn í Turkana, sem er næsta hérað. Tómas sagði að sem barn hefði hann búið þarna nálægt. Hann hafði oft sest á brúnina og horft á slétturnar og fylgst með umferðinni á veginum sem liggur til Súdan. Við snérum við og héldum nú heim á leið og lá leiðin  niður fjallshlíðina.  Þar komum við að leirkofa en sáum engan. Við héldum áfram niður brekkuna og sáum þá gamla konu sitja þar og sýsla við trjágreinar. Við heilsuðum henni og í ljós kom að systir hennar hafði farið í gær og sótt maís fyrir hana. Hún átti von á að sonur systur hennar kæmi með maísinn í dag. Tómas sagði að konan héti Maria Lokïtu og byggi ein í kofanum. Ég hafði tekið eftir grjóthrúgu fyrir utan kofan og spurði hvað þaðMaria Lokïtu var að safna eldivið í fjallshlíðinni væri. Hún svaraði að hún hyggi niður steina til að selja og kaupa mat fyrir. Hún var mjög þakklát fyrir matargjöfina en bað mig um að koma næst með 50 ksh (80 kr.) fyrir mölun á maísnum. Við kvöddum hana og héldum göngunni áfram. Næst komum við að kofa þar sem tveir menn sátu fyrir utan. Annar var eitthvað að eiga við blikkskál. Við heilsuðum þeim og settumst niður. Kofaeigandinn heitir Lolima Pupu, það var sá sem var að gera við blikkskálina. Hann á 7 börn, 4 eru farin að heiman en 3 búa ennþá hjá honum. Til vinstri er Lolima að gera við skálina.Tómas er lengst til hægri Hann átti 25 nautgripi og 30 geitur en núna eru þau öll dauð vegna þurrka. Ég spurði hvort hann hefði borðað gripina og það sagðist hann hafa gert. Hann á líka 3 ekrur (eina ekra er 63,6 metrar x 63,6 metrar) , en það er enginn uppskera. Hann sagði að eina leiðin til þess að fá pening fyrir mat er að leita að gulli. Hann sagðist þurfa að klára að laga blikkskálina og þá myndi hann fara niður í á að leita að gulli. Við kvöddum hann og fórum á kristniboðsstöðina í Sekerr. Við Alfred héldum síðan af stað heim til Kapenguria um tvö leytið. Alfred tók nokkra farþega  með, þar á meðal eina ólétta unga konu sem átti í erfiðleikum með að fæða. Þetta var hennar fyrsta fæðing. Mamma hennar sat á pallinum og ólétta konan hálf lá í kjöltu hennar. Ég heyrði ekki eina stunu frá henni alla leiðina. Ég held að þetta sé þó einn sá versti slóði sem ég hef keyrt á ævinni. Við skildum við hana á sjúkrahúsinu í Ortum eftir þriggja klukkustunda akstur á hræðilegum vegi. Ég dáðist að þessari konu og vona að fæðingin hafi gengið vel og báðum heilsist vel. Við komum svo um sex leytið heim til Kapenguria, bíllinn var þá orðinn alveg bremsulaus.

Ég skrifa þetta og vona að það gefi smá innsýn í ástandið hérna í Pokot núna. Það er mikil neyð og mun fleiri þurfa hjálp. Þetta verkefni mun aðstoða 3.300 einstaklinga í 6 mánuði. Hver einstaklingur fær mat að andvirði 750 kr. á mánuði. Rauði krossinn áætlar að um 100.000 í viðbót þurfa hjálp.


Farin til Pokot og komin aftur eftir tveggja vikna dvöl þar..

Við fórum til Pokot þann 11. október. Markús átti afmæli þann 10. og vildi bara halda upp á afmælið sitt hér í Nairobi. Það var svaka veisla. ég byrjaði á því að gera amerískar pönnukökur að hætti Keith vinar okkar og heitt kakó með rjóma og svo fór Fjölnir með "karlana" (12 ára og uppúr) og Kristínu í Painball hér í Nairobi og það var svakalega gaman. Þau komu öll blá og marin tilbaka en mjög sæl. Svo kom Þórunn Helgadóttir úr ABC í heimsókn. Það var mjög gaman að kynnast henni og okkur hlakkar til að kynnast henni og manni hennar enn betur. Svo var kökur og kaffi fyrir alla á lóðinni og þetta var bara eins og á Íslandi. Ingveldaræði, súkkulaðikökur, snúðar, gulrótarkökur + +

Daginn eftir vaknaði ég eld eld snemma og fór að taka okkur til, ekki seinna vænna þar sem við vorum að fara til að dvelja í Pokot í 2 vikur. Megin ástæða ferðarinnar var að tala swahili. Við stoppuðum á leiðinni í Greensdead international school i Nakuru til að athuga með heimavistarskóla fyrir Daníel og Markús. Okkur leist bara velá skólann en mínus að skólinn er ekki kristilegur...

Ferðin uppeftir gékk vel, krakkarnir eins og venjulega alveg frábær í bíl. Það er ótrúlegt hvað þeir nenna að sitja í bíl án vandræða. Við erum mjög þakklát fyrir það þar sem bæði í fortíðinni og í framtíðinni eigum við eftir að keyra og keyra og keyra á mjög misjöfnum vegum í orðsins fyllstu merkingu.

Gott að vera komin aftur heim....

 

 


Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband