Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Snjókaffihús...

Í dag settum við upp snjókaffihús til að safna fyrir kristniboðsstarfi í Japan. Markús, Salómon, Davíð og Fjölli gerðu snjóhúsið klárt og Markús og ég sáum um veitingar. Heitt kakó, skólabrauð, snúðar og hveitibollur gerðu lukku og við söfnuðum um 12.800 ISK sem er nokkuð gott fyrir 1 1/2 tíma sölu. Hér eru nokkrar myndir:

22_02_2009_004.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

22_02_2009_002.jpg


Er ekki lífið yndislegt ??

....jú það er það, og oftast uppgötvar maður það þegar maður gerir einfalda hluti, eða einfaldlega bara er með manneskjum sem manni þykir vænt um.

Dagurinn í dag:

Vaknaði kl 07:50 við Davíð Pálma sem var svangur og vildi súrmjólk með púðursykri.. Ég varð við þeirri beiðni og fór svo að lesa í Biblíunni. lenti á 1. og 2. Pétursbréfi. Gaf mér mikið!

Salómon kom fram um 8:40 og fór beint að horfa á barnaefnið... stoppaði ekki einu sinni til að borða...

Fjölnir vaknaði um 09:00 og eftir smá spjall fórum við að reyna að lesa til að undirbúa okkur fyrir verkefnið sem við eigum að skila á föstudaginn.

Um 10:00 setti ég í snúða og skólabrauð til að taka með til Tsega, bekkjasystir okkar Fjölla, þar sem við vorum boðin í mat til hennar kl 15:00.

Um 11:00 vaknaði Markús. Hann fór í sturtu og bauðst svo til að fara með Salómon og Davíð í Rema 1000 til að kaupa laugardagsnammi... það endaði með því að Fjölli og Saló fóru að gera snjóhús fyrir utan blokkina okkar í snjóskafli og við Markús fórum með Davíð Pálma út í búð að kaupa laugardagsnammi fyrir alla famelíuna.

Ég bakaði snúðana og skólabrauðin, Inger Lise hringdi í mig og bauð okkur að koma og fá okkur kaffi og með því í nýja gallerí/kaffihúsinu þeirra Steinars.

Kl 14:00 vorum við farin og áttum yndislega stund hjá Steinar og Inger Lise. Þangað komu systir hans og maður og Inger Lise diskaði upp vöfflum, snúðum, skólabrauði og gulrótarköku. Góðu kaffi og heitu kakói.

Rúmlega þrjú fórum við til Tsega og hennar drengja Enok og Joel. Þangað komu svo vinur hennar, vinkona og svo var "nokkra daga leigjandi" líka frá Eritríu. Við áttum frábæra stund, spjölluðum og borðuðum á okkur gat. Strákarnir léku sér úti og inni og svo héldum við heim um 19:30.

Þegar heim kom var Daníel að búa sig til að fara í heimsókn til Torstein, Daníel var heima í allan dag aleinn greyið, þar sem hann nennti ekki að koma með... :-((

Davíð var svæfður, Fjölli og strákarnir héldu áfram með sjóhúsið og ég bjó til heitt kakó og fór með það og snúða út í húsið... Læt fylgja myndir af "herligheten"

Þetta er uppskrift af góðum degi!!  og til að kóróna allt saman þá á Aðalbjörg afmæli í dag!!! Til hamingju með daginn góða vinkona!

Knús frá Fanney og strákunum...

Snjóhúsasmiðirnir

 

 


Prófið búið...

Jæja þá erum við búin með prófið og gott er það. Þetta var strembinn undirbúningur og próf. Næsta önn byrjar á mánudaginn og þá er það predikun og sálgæsla. Það verður gaman!

Strákarnir eru í vetrarfríi... Markús fór á bretti í dag með skólafélaga sínum og annars hefur liðið verið heima að hafa það náðugt. Daníel fer ekki mikið í öllum þessum snjó á hækjum, en hann er allur að braggast. Aðallega bara leiðinlegt að geta ekki gert neitt skemmtilegt..

Semsagt allt gott af okkur að frétta. Nú koma mamma og pabbi í heimsókn þann 27. og verða til 15. mars. þau ætla að reyna að finna ódýra ferð til sólarlanda ef það hentar innan tímarammans sem þau eru með... það er stundum hægt að fá alveg ótrúlega ódýrar ferðir héðan.. pínu dýrara heim aftur.. en hvað um það Cool

Hafið það gott í kvöld og þangað til næst! Guð blessi ykkur. Ef þið viljið pæla aðeins í próftextanum okkar þá getið þið gert það hér fyrir neðan. Rómverjabréfið 3:21-31   

Frábær texti sem við áttum að túlka í ræmur! Ég skrifaði 13 síður á prófinu.. greyið prófdómarinn Gasp

"Réttlátur af trú"

En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls.
Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sé sjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú. Hvar er þá hrósunin? Hún er úti lokuð. Með hvaða lögmáli? Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar. Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka. "Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? Ekki líka heiðingja? Jú, líka heiðingja;" svo sannarlega sem Guð er einn, sem mun réttlæta umskorna menn af trú og óumskorna fyrir trúna. Gjörum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því. Vér staðfestum lögmálið.

 


Fyrirbæn..

Nú ert þú klædd(ur) og kominn á ról
Kristur Jesús veri þitt skjól
Í Guðs óttanum gangi þú
Að ganga í dag svo líkist þú...
....JESÚ

Ekkert smá almennilegt

Í gær var okkur boðið í mat af ungum herramanni sem er í skólanum með okkur. Hann heitir Torstein og hann hefur verið talsvert með okkur síðan í haust. Hann er 24 ára og alveg yndislegur strákur. Á ekki stóra fjölskyldu, eiginlega bara mömmu og 2 móðursystkin ásamt 2 frændsystkinum... Hann kom og eldaði fyrir okkur Tailendskan mat og bauð okkur svo heimabakaða kanilköku í desert... nammi namm. Læt hér fylgja mynd af honum:

Torstein

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Myndar drengur... eins og þið sjáið.

Í dag og út vikuna verðum við Fjölnir á svokölluðu CHED námskeiði. Þetta er einskonar djákna námskeið og ég hlakka rosalega til að taka þátt í því.

Í morgun þegar ég var að lesa fékk ég þessi orð úr sálmi 119 (sem er lengsti sálmur Biblíunnar) Þetta eru vers 129-136 en þið getið slegið upp í Biblíunni og lesið lengra ef þið viljið ... frábær lestur!

"Reglur þínar eru dásamlegar, þess vegna heldur sál mín þær.
Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra.
Ég opna munninn af ílöngun, því ég þrái boð þín.
Snú þér til mín og ver mér náðugur, eins og ákveðið er þeim er elska nafn þitt.
Gjör skref mín örugg með fyrirheiti þínu og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér.
Leys mig undan kúgun manna, að ég megi varðveita fyrirmæli þín.
Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn og kenn mér lög þín.
Augu mín fljóta í tárum, af því að menn varðveita eigi lögmál þitt.
"

 Ég vona að þið eigið yndislegan dag. Lítið upp til Guðs og andvarpið ef þið þarfnist hjálpar!!


...jæja...

Þá er komin ný vika.. reyndar byrjaði hún í gær.. en ný skólavika allavega!

Við byrjum með látum, eins og fyrri daginn, allir út úr húsi, nema frúin, fyrir kl 07:45. Klukkan 12 á Daníel að mæta í skoðun vegna hnésins. Klukkan 15:20 kemur Salómon heim með leigubílnum. Þá er að reyna að ná honum til að læra og klukkan 16 er ég með 12-sporin. Klukkan 18:30 er Fjölli með 12-sporin og eftir það er bara að búa til mat, svæfa Davíð og Salómon.... Aðeins að knúsa Markús og fara svo upp til Kínó í kaffiboð.

Ég er búin að setja inn nýjar myndir... Njótið!

Guð blessi ykkur í dag. Læt hér fylgja nokkur orð Páls Postula sem hann skrifaði til söfnuðanna í Róm. Þetta á alveg eins við fyrir okkur í dag!

Rómverjabréfið - kafli 7, vers 14-25

"Vitað er að lögmálið er andlegt en ég er jarðneskt hold, í greipum syndarinnar. Ég skil ekki hvað ég aðhefst. Það sem ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata, það geri ég. Fyrst ég geri það sem ég vil ekki er ég samþykkur lögmálinu, að það sé gott. En þá er það ekki framar ég sjálfur sem geri þetta heldur syndin sem í mér býr.Ég veit að ekki býr neitt gott í mér, það er í spilltu eðli mínu. Að vilja veitist mér auðvelt en mig skortir alla getu til góðs. Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég. En ef ég geri það sem ég vil ekki, þá er það ekki lengur ég sjálfur sem framkvæmi það heldur syndin sem í mér býr.
Þannig reynist mér það sem regla að þótt ég vilji gera hið góða er hið illa mér tamast. Í hjarta mínu hef ég mætur á lögmáli Guðs en ég sé annað lögmál í limum mínum og það stríðir gegn lögmáli hugar míns, hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.
Ég aumur maður! Hver frelsar mig frá þessum dauðans líkama? Guði sé lof að Jesús Kristur, Drottinn vor, frelsar. En sem sagt: Sjálfur þjóna ég lögmáli Guðs með huga mínum en lögmáli syndarinnar með ytri gjörðum."


Sálmur 61

Datt í hug að þegar ég ég er að glíma við sjálfa mig í samskiptum við aðra.... ekki síst unglinginn minn. Þá er gott að biðja þessa bæn Davíðs. Þetta eru kannski svolítið stærri orð sem Davíð notar til að lýsa hugarástandi sínu, en þau allavega dekka alveg erfiðleika mína í samskiptum við aðra.
 
"Heyr, ó Guð, hróp mitt, gef gaum bæn minni.
Frá endimörkum jarðar hrópa ég til þín, meðan hjarta mitt örmagnast. Hef mig upp á bjarg það, sem mér er of hátt.
Leið mig, því að þú ert orðinn mér hæli, öruggt vígi gegn óvinum.
Lát mig gista í tjaldi þínu um eilífð, leita hælis í skjóli vængja þinna. Sela
Því að þú, ó Guð, hefir heyrt heit mín, þú hefir uppfyllt óskir þeirra er óttast nafn þitt.
Þú munt lengja lífdaga konungs, láta ár hans vara frá kyni til kyns.
Hann skal sitja um eilífð frammi fyrir Guði, lát miskunn og trúfesti varðveita hann.
Þá vil ég lofsyngja nafni þínu um aldur, og efna heit mín dag frá degi".
 
 

Það sem skiptir mestu máli...

6Í gær átti ég að sjá um "ti på ni" hér í skólanum. Það er hugleiðing í tíu mínútur og byrjar kl tíu mínútur í níu um kvöldið. Mjög gott fyrir mann svona fyrir háttinn.

Við vorum með matargesti fyrr um kvöldið þannig að tímunn til að undirbúa var ekki sérstaklega mikill... Ég ákvað að lesa uppúr bókinni "Máttarorð" og það var um Orðið og bænina. Hve mikilvægt það er að biðja og lesa Biblíuna saman. Biðja fyrir frelsi fólks, biðja fyrir samkomum/Guðsþjónustum, biðja fyrir valdamönnum osfr. Mjög gott.

Og svo þegar ég var að byrja að læra, ég ætlaði að nota tímann áður en ég færi í "Ti på ni", byrjaði ég að reyna að túlka Rómv. 1:16-17 og las upp úr bók sem Øyvind Andersen gaf út um Rómverjabréfið. Þá opinberaðist fyrir mér þetta með Fagnaðarerindið. Ég hef einblítt á afleiðingar þess að verða kristinn. Afleiðingar þess að öðlast Heilagann Anda í stað þess að fókusera á hver það var sem gaf mér þetta nýja líf. Í bókinni skrifar hann nefnilega að það er eingöngu þar sem Jesús Kristur er boðaður, sem Guðs sonur, hvað hann gerði til að við gætum fengið fyrirgefningu synda okkar og eilíft líf. Eingöngu þar sem Jesús Kristur og hans gjörðir eru boðaðar er Fagnaðarerindið boðað. Það er boðskapurinn um hann og hans gjörðir sem er Guðs kraftur til frelsis fyrir hvern þann sem trúir. Ég ákvað að tala um þetta líka, sem og ég gerði, og ég er viss um að þetta var bæði mér og öðrum til uppbyggingar.

Mér finnst þetta alveg frábært. Ég sé að ég hef fókuserað allt of mikið á helgunina, sem er afleiðing þess að Heilagur Andi er að starfa í mér. Hjálpa mér að vinna bug á slæmri hegðun, skapgerðarbrestum og svoleiðis. Það er mjög góð vinna og hefur skipt miklu máli fyrir mig, og ekki að tala um fyrir mína nánustu.. :-) En það hjálpar ekki endilega öðrum til að komast til trúar. Við þurfum að halda fókusnum á Jesú Kristi. Hver hann er. Hvað hann gerði og hvað það þíðir fyrir okkur í dag.

Kæru vinir! Guð blessi ykkur í dag.

 

 

 


Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband