Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Langt síðan síðast...

... bæði út af því að það hefur verið mikið að gera og líka út af því að ég vildi minka tölvuveru mína!

Mamma og Pabbi eru í heimsókn, og það er yndislegt að hafa þau. Bæði fyrir okkur fullorðnu og strákana. Við erum ekki búin að gera neitt með þeim, bara drekka kaffi og spjalla og svo eru þau búin að fara hingað og þangað að hitta gamla vini og ættingja. Þau verða til 15. mars ... sem betur fer er ég að fara til Íslands þann 31. mars, til að fara í ferminguna hennar Áróru. Annars held ég að það væri erfiðara að sjá af m+p ..

Daníel er allur að koma til í hnénu. Hann er að fara í endurhæfingu á eftir og ég vona að það gangi vel svo hann hafi möguleika á að spila fótbolta aftur.. Hann er annars mjög brattur í félagslífinu hér á Fjellhaug, er varla heima hjá sér. Það er gott, nema að hann er ekki að hugsa mikið um lærdóminn :-((

Markús er ágætlega hress. Hann er rosalega stífur í öxlunum, sem veldur mér áhyggjum. Hann hefur líka verið að tala um að honum sé svo illt í höfðinu. Hann er að fara til læknis út af þessu, en þið megið alveg biðja fyrir honum.

Salómon er frekar hress. Gengur vel í skólanum held ég (er að fara í viðtal á morgun og fæ þá að vita nákvæmlega) Hann leikur aðeins við stelpurnar hér á svæðinu, en líka við Davíð Pálma. Þeir eru voða sætir saman.

Síðastur en ekki sístur er Davíð Pálmi. ..Hvað get ég sagt um hann?? Hann er ákveðinn (eiginlega bara frekjustampur), fyndinn, lítill :-( krúttíbolla... Hann er svakalega ánægður í skólanum. Er að fara heim með Erle á morgun. Þau eru eins og lítil hjón er mér sagt. Leika, rífast og sættast oft á dag :-)

Við Fjölnir erum á kafi í skólanum. það er svo mikið að lesa að ég kemst varla yfir það. Ég er komin með svo mikla vöðvabólgu að ég þarf að passa mig (þess vegna tölvuveru minnkun) Við erum mjög ánægð með námsefnið: Predikun og Sálgæslu. Það sístefnda er alveg okkar fag. Gott að læra faglega um það sem við höfum svona mikinn áhuga á. Predikunin er líka áhugaverð. Fjölnir er búinn að flytja sína ræðu. Gerði það sl. miðvikudag í bænahúsi á Ski. Honum gekk mjög vel. Talaði útfrá 1. Mós. 12:1-3

Jæja gott fólk.Hvað er annars að frétta af ykkur?? 

Skil ykkur eftir með vers úr Biblíunni sem ég dró úr mannakorninu... Job 2:10

Fannsapannsa og co.


Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband