Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Nýtt blogg

Kæru vinir.

Þar sem við eigum vini sem vilja fylgjast með okkur höfum við ákveðið að blogga á ensku svo fleiri skilji. Ef þú átt erfitt með að skilja ensku getur þú sent okkur tölvupóst á fanney@ts.is og þá skal ég senda þér fréttir á íslensku.

Nýja bloggið er: http://pokot.wordpress.com/

 

kærar kveðjur

Fanney og Fjölnir


Nairobi

Og þá er fjölskyldan á leið til Nairobi. Bæði erum við að fara í svokallaðan "Fellesperiode", sem er skólavikur Salómons í Nairobi. En aðallega erum við að fara til að ná í Daníel Smára sem er að koma á þriðjudaginn og foreldra mína sem eru að koma á miðvikudaginn! Jiiii hvað okkur hlakkar til. InLove

Við höfum verið með 10 norska unglinga hér á lóðinni síðastliðinn mánuð. Það hefur verið mjög gaman og vonandi hafa þau lært mikið.

Hafið það sem allra best kæru vinir og njótið aðventunnar!

Whistling

 

Fanney 


Nýjustu myndirnar

Þar sem ég er í pásu frá Facebook, getið þið séð myndir inn á Google+

https://plus.google.com/u/0/photos/113071454284373247828/albums


Hvað er að frétta?

Jú bara allt gott!

Daníel er í Norge, er að velta því fyrir sér hvort hann komi til okkar um jólin... við vonum að hann komi. Strákarnir hlakka svo til að fá hann. Hann er að standa sig vel og líður vel í Balestrand, segir hann.

Markús er á síðustu vikunni sinni fyrir jólin í RVA. Hann er keppast til að halda góðu einkunnunum sínum. Hann getur varla beðið eftir að komast í frí. Og ég hlakka svo til að fá hann, þá hefst smákökubaksturinn.

Salómon er rosalega duglegur í skólanum, en finnst fúlt að fá ekki svona langt frí eins og Markús.

Davíð leikur sér allan daginn og nýtur lífsins. Hann og Salómon leika sér í LEGoO eða PLAYMO alla daga. Með smá pásum inn á milli samt.

Fjölnir er með nóg að gera. Nú er innra eftirliti í bókhaldi kirkjunnar lokið og þá getum við vonandi snúið okkur aftur að boðunarstarfi kirkjunnar. Það er svo miklu skemmtilegra að fara út í héruðuðin og heimsækja fólkið, enn að vera á skrifstofu!

Ég hef haft alveg nóg að gera líka. TeFT er hér (Norskur Biblíuskóli) og ég hef verið að kenna þeim. Annars eru heimsóknir í kvennahópa og núna síðast fór ég í fangelsið hér í Kapenguria. Já lífið er fjölbreytilegt og ríkt!

Þetta voru smá fréttir frá okkur. Guð blessi ykkur ríkulega!

Fanney


Uppskera

Sæl og blessuð gott fólk. Í gær fórum við fjölskyldan ásamt Frank Halldórssyni og 10 ungmennum frá Biblíuskólanum TeFT að uppskera á akrinum hennar Susan (Húshjálpin okkar)

Við vorum mætt kl 8 í chai og mandasi (nokkurskonar kleinur) og svo var stappað í bílana og haldið af stað. Þetta var 1 ekra sem átti að uppskera og þess vegna var unnið af kappi.

Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt. Ég vann í ca 3 tíma og þá voru strákarnir mínir og Frank orðnir þreittir, svo ég fór heim með þá. Svo fór ég fram og tilbaka með uppskeru en TeFT'ararnir héldu áfram með Fjölla og Susan.

Þau kláruðu um 4 leitið og voru frekar slitin!

Um kvöldið var pizzuveisla, þar sem frúin átti afmæli og var mikið fjör!

Í dag er ferðinni heitið til Rorok. Frank ætlar að predika í kirkjunni þar. Það verður gaman að koma þangað aftur. Við vorum þar í fyrra og sýndum myndina um Jesú.

Hafið það sem allra best allir og Guð blessi ykkur!

Fanney


Kleinur og dúllerí

Í dag gerðum við kleinur og jiminn voru þær ljúfengar!

Fjölnir er í Rorok með einhverjum ameríkönum. Hann hefur ferðast síðan á fimmtudaginn í síðustu viku. Hann er að verða þreyttur kallinn.. og brúnn!

Strákarnir hressir og frúin er að reyna að þíða texta frá íslensku yfir á swahili.. já já ég verð að þessu í einhverjar vikur.

Guð blessi ykkur og okkur öll í dag!

Knús
Fanney


Fréttir frá Kapenguria

Já nú er sko langt síðan ég var hérna síðan. Var næstum búin að gleyma notandanafninu...

Já hvað er að frétta? Ég sit hér ein í húsinu okkar og bíð eftir að maturinn verði tilbúinn. Strákarnir eru úti í myrkrinu með vasaljós að leika sér með flugtermíta. Þeir voru í þúsundatali hérna í gærmorgun og þeir eru búnir að leika sér með þetta síðan þá. Yndislegt!

Fjölnir er i Ombelion, sléttur rétthjá Turkana. Hann fór á fimmtudaginn og kemur aftur á sunnudaginn. Mig langaði svooo að fara með honum, en það er svo heitt og erfiðar aðstæður að ég gat það ekki, strákanna vegna.

Betsy og bróðir hennar Frank eru komin hingað til okkar. Þau verða hér fram í miðjan desember. Betsy er að koma í annað sinn. Hún kom með Kristínu Bjarnadóttur, kristniboða, um páskana í fyrra til að kenna Salómoni. Hún mun kenna honum út nóvember. Mikið er ég henni þakklát! Við vonum að dvöl þeirra verði sem yndislegust.

Skúli og Kjellrun hafa verið hérna í Kenýu síðan um miðjan september. Það er alveg frábært að hafa þau hérna. Reynsluboltar sem við lærum mikið af. Skúli er nú búinn að kenna á predikaranámskeiðinu og fer nú um héruðin og kennir. Alveg dásamlegt! Kjellrun fer eitthvað með og eitthvað kennir hún konunum hérna að prjóna og annað nytsamlegt. Svo á hún svo margar vinkonur hérna frá árum áður sem koma og heimsækja hana hérna.

Daníel er í Noregi og er tiltölulega sáttur held ég. Hann kemur um jólin og okkur hlakkar mikið til.

Markús er nýfarinn aftur til RVA. Hann kom heim um síðustu helgi og það var frábært. Hann átti afmælið sitt hérna heima ogþá var gott að geta dúllað við hann.

Salómon er sáttur í Pokot. Hann er semsagt kominn með nýjann kennara. Við erum afskaplega sátt við það!

Davíð Pálmi er líka sáttur. Hann er kominn með nýjann kettling. Kristín nr. 2 reyndist verað Kristinn, svo nú er komin Kristín nr. 3 :-) Já já.. en hann er duglegur að leika sér bæði einn og með strákunum hennar Susan, sem er húshjálpin okkar.

Ég er mjög sátt. Finnst gott að geta notað tímann minn í að virka í samfélaginu. Tala við konurnar, eiga stundir með húshjálpunum, vera mamma - ekki bara á hlaupum.. finnast ég vera að gefa af mér.

Hafið það sem best kæru lesendur, ef einhverjir eru, það er að segja.. ég er nú ekki búin að blogga hér í marga mánuði..

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Fanney


Orðskviðirnir 14:1-5

Viska kvennanna reisir húsið

en fíflska þeirra rífur það niður með berum höndum.

Sá sem breytir rétt óttast Drottin

en sá sem fyrirlítur hann fer villur vegar.

Í munni heimskingjans býr vöndur gegn hroka hans

en varir hinna vitru varðveita þá.

Þar sem engin naut eru, er jatan tóm

en af krafti uxans fæst mikill ágóði.

Sannorður vottur lýgur ekki

en falsvottur fer með lygar.


Næsta síða »

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband