Leita í fréttum mbl.is

Gestagangur

Já það hefur sannarlega verið mikið að gera hér í Kapenguria síðan við fluttum hingað. Við komum hingað á miðvikudegi, strax daginn eftir vorum við á okkar fyrsta bænafundi. Hann var hjá Lundebye og var það mjög góður fundur. Bæði norsarar, íslendingar og kenýumenn.

Frsta laugardaginn var ég beðin um að koma á konufund. Þar átti ég að ávarpa konurnar. Mér fannst þetta vera mikið verkefni og lá við að ég lægi andvaka. En um miðja nótt kom Orðið til mín:

 ”Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.” Filippíbréfið 4:13.

Þetta setti ég svo saman við Andans gjafir í:

Galatabréfinu 6:16-24: “Lifið í andanum og þá fullnægið þið alls ekki girnd holdsins. Holdið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu. Þau standa hvort gegn öðru til þess að þið gerið ekki það sem þið viljið. En ef þið leiðist af andanum þá eruð þið ekki undir lögmáli.
Holdsins verk eru augljós: frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég ykkur fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir sem slíkt gera munu ekki erfa Guðs ríki.
En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi. Gegn slíku er lögmálið ekki. En þeir sem trúa á Krist hafa krossfest holdið með ástríðum þess og girndum.”

Þetta var bara ágætt og talaði til okkar allra. Eftir andlegu uppbygginguna var matur: hrísgrjón og baunir og svo var haldið áfram með hannyrðir. Þetta var bara mjög gaman.

Þennan sunnudag fórum við í kirkju til Propoi sem er við Chepareria. Strákarnir fóru náttúrulega með okkur og Kristín Inga líka. Þetta var mjög gaman og eftir kirkjuna var öllum heilsað með handabandi og í lokin fengum við Chai með nokkrum útvöldum.

Á miðvikudeginum komu svo fyrstu gestirnir og Sr. Jakob Hjálmarsson sem er hingað komin til að kenna á námskeiði og fleiri verkefni sem ég kann ekki skil á. Mjølhus fjölskyldan keyrði honum uppeftir og fengu þau að gista í hans húsi þessa daga sem þau voru hér. Jakob gisti í Kristínar húsi og hún hjá okkur. Rune og Janne Mjølhus komu með sín börn; Seline, Ruben, Silas og Valentin. Rune var að fara að vinna og komu þau með okkur til skemmtunar. Seline og Ruben voru svo í litla skólanum okkar með Salómoni og Markúsi. Það gekk mjög vel og var bara gaman.

Hér á lóðinni eru líka Erling og Kirsten Lundebye sem eru garfaðir kristniboðar frá Noregi. Við konurnar höfum verið mikið saman, fengið okkur kaffi og með því hjá hvorannari og eins farið á markaðinn í Makutano sem er smákjarni ca 5 km frá.

Rune og Janne fóru á laugardagsmorgun og þá um miðjan dag komu næstu gestirnir. Hellestrae fjölskyldan. Bjørn Ketil og Turid með strákana; Kristian, David og Simon. Þar sem þeir voru ekki með skólaplan var ákveðið að Salómon og Markús fengju frí frá skólanum mánudag og þriðjudag og svo rði unnið hörðum höndum restina af vikunni. Á laugardagskvöldinu komu svo þriðju gestirnir. Randi og Arngeir Mo. Foreldrar Ola Mo sem er í Nairobi á vegum Fredskorpset... Við skelltum okkur út að borða þetta kvöld og var það gert á nýjasta hóteli bæjarins. Það var mjög fínt bara.

Sunnudagsmorguninn kl 06:30 held ég lögðum við af stað til Sekerr, sem er langt uppí fjöllunum hér í Pokot. Þetta var langt og strangt ferðalag, klifur upp snarbratt fjallið á satt best að segja skelfilegum vegi. Við vorum ca 2,5 tíma að kera, en við komumst á leiðarenda og þar var farið í kirkju. Fjölnir fékk einhverja magapest og missti af mest allri kirkjunni en þetta var mjög skemmtilegt að taka þátt í fyrir okkur fullorðnu, kannski svolítið leiðindagjarnt fyrir krakkana, en ....

Eftir 3 tíma langa kirkju fengum við mat og svo var ferðinni haldið heim aftur. Á leiðinni heim sáum við fólk vera að grafa eftir gulli. Það er erfið vinna og gefur ekki mikið. Allt frá 50 – 500 shillinga á dag. Heimleiðin gekk ágætlega, nema að Fjölnir var svo illt í maganaum að hann gaf allt í botn og það var ekki akkúrat þægilegt á þessum vegum, ef hægt er að kalla vegi. Davíð Pálmi masaði alla leiðina um að hann langaði svo í hund. Ég sagði að það væri nú ekki næst á dagskrá, en hann vildi ekki gefa sig. Svo sagði hann “má ég fá hund; segðu já eða nei... og ég sagði, tja ég veit ekki. Ekki núna allavega, en hann gaf sig ekki og krafði mig um svar. Ég sagði þá; fyrst þú segir þetta svona þá verð ég að segja nei. Þá setti hann upp sorgarsvip og spurði. Má ég þá aldrei fá hund? En þegar við flytjum til Kapenguria. Ég sagði honum að við værum nú flutt til Kapenguria. Hann brosti bara og sagðist ætla að fá hund.

Morguninn eftir vaknaði kappinn með þá spurningu hvort hann fengi hund í dag. Ég sagði að það héldi ég nú ekki. Hann varð voða leiður. Svo eftir 1-2 tíma kom hann hlaupandi heim og sagði að nú væri hann búinn að fá hund. Varðhundurinn hefði eignast hvolpa svo nú gæti hann fengið hvolp! Já já... svona geta litlir kappar orðið bænheyrðir. Tíkin eignaðist 9 hvolpa, en 3 létust, og já þeir fá að “eiga” einn.

Mánudagurinn var notaður til að slappa af. Um eftirmiðdaginn fórum við í göngutúr til Kapenguria. Þar er fangelsi sem er frægt fyrir það að Kenyatta (fyrsti forseti Kenýu) var fangelsaður þar.

Þriðjudagurinn var líka svona slappa af dagur, við Turid fórum á markaðinn í Makutano og keyptum okkur efni til að sauma pils og þessháttar. Hún lét sauma á manninn sinn buxur, ullarbuxur, sem urðu bara mjög fínar. Fjölnir fór til Tamugh í matvæladreyfingu og fóru Randi og Arngeir, Markús, Kristian og Davíð með. Þetta var mikil upplifun fyrir þau öll. Um kvöldið fórum við út að borða á hótelið og svo var farið snemma í háttinn.

Miðvikudagurinn var svo “hefðbundinn” ef svo er hægt að segja, eftir að hafa búið hér í tvær vikur. En það var byrjað á að kveðja Hellestrae og Mo og svo var farið upp í skóla og tekist á við allt sem átti eftir að gera. Strákarnir voru rosalega vinnusamir og náðu að klára heilmikið.

Í dag var svo klárað næstum allt sem þurfti að gera til þess að morgundagurinn geti verið skemmtilegur. Salómon lagði mikið á sig.. hann reiknaði 11 blaðsíður ásamt því að gera íslensku, ensku og trúabragðafræði. Ekki verst fyrir lítinn pjakk. Markús var líka duglegur. Hann las 42 bls í ensku og reiknaði glás af dæmum. Salómon hljóp svo heim í Wii (leikjatölva) Þegar ég kom heim sá ég að hænurnar voru veikar. Haninn okkar dó í gær ásamt einni hænu þannig að núna þurfum við að slátra öllum hænunum. Valary (húshjálpin mín) fékk að gera það. Mikil sorg á heimilinu. En við fáum okkur nýjar... Kl 15 var svo farið í heimsókn til húshjálparinnar hennar Kristínar Ingu. Hún býr í Bendera sem er þéttbýliskjarni hérna rétt fyrir ofan okkur. Sem betur fer fórum við akandi þar sem þetta var miklu lengra enn við héldum. Þar var tekið höfðingjalega á móti okkur. Hani og hæna í matinn. Kál og kartöfflukássa og súpa. Allt mjög gott. Davíð stóð yfir pottinum og veiddi upp bestu beinin og át og át. Svo var dísætt chai í desert.

Fjölnir var að búa til skyr þegar ég kom heim. Þetta er í annað sinn sem hann reynir við þetta og ég held að honum hafi bara tekist vel upp núna. Bæði skyr og mysa varð til í dag! Geri aðrir betur.

Ég bjó til Nan brauð fyrir okkur að narta í og svo fórum við Fjölnir á bænastund hjá nágrönnum okkar Emmu og Andrew. Góð stund!

Kæru vinir. Þetta önnur vika okkar hér á nýjum slóðum. Við söknum ykkar, en höfum það samt gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ooo.. magnað alveg hreint! Frábært að lesa! Ég elska hvað þetta er nákvæmt hjá þér músin mín, þá er eins og maður sjái þetta alveg fyrir sér.. sérstaklega hvað Davíð Pálmi varð montinn yfir að fá hund ;o)

Þú ert að gera nákvæmlega það sem ég sá þig fyrir mér að gera.. en Fjölnir að búa til skyr.. það sá ég ekki fyrir! Snilld!

Við söknum ykkar líka! Knús og kossar.. hey, þú færð væntanlega póst einhvern tímann á næstu vikum :o) Lovjú, Alda.

Aldapalda (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:35

2 identicon

Haha svo þið eruð bara komin með hund! Alltaf gaman að fá fréttir frá ykkur. Allt gott að frétta frá okkur. Pabbi var að koma frá Wales, mjög ánægður með ferðina. Ég er búin að fara í bólusetningu en mamma og pabbi fara eftir helgi. Hlakka til að lesa meira og gangi ykkur áfram vel:)

Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:40

3 identicon

Frábært! Ekki reyndar magapestin hans Fjölla né veiku hænurnar og haninn.... en allt hitt!

 Maður reynir að sjá þetta fyrir sér um leið og maður les, takk fyrir góðar og lifandi lýsingar .

Gott að það gengur svona vel hjá ykkur og að þið hafið það gott. Skilaðu kveðju til Fjölla og strákanna!

Guðrún (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband