Þriðjudagur, 30. mars 2010
Bænasvar..
Hér á lóðinni, jafnt sem á öllum NLM kristniboðsstöðvum (Norska lúterska kristniboðssambandið) er bænastund á fimmtudögum. Þá er beðið fyrir einni einingu (fjölskyldu eða einstakling sem er úti á vegum NLM/SÍK) Einnig eru öðrum bænarefnum lyft upp til Guðs.
Við hér í Kapenguria höfum verið að biðja fyrir einni konu sem er frá Mount Elgon svæðinu. Hún fékk einhvern sjúkdóm í kjölfar fæðingar og lamaðist að hluta til. + margt meira sem ég kann ekki skil á almennilega. Hún var hætt að biðja sjálf vegna þess að hún sá enga von. Hélt sjálf að hún mundi deyja. Hún hafði misst móðurmjólkina í öllum þessum veikindum. Síðastliðinn fimmtudag fengum við þær fregnir að henni hefði batnað algjörlega og meira að segja fengið mjólkina aftur í brjóstin eftir að hafa misst hana og verið þurr í 2-3 mánuði.
Við þökkum Guði fyrir þessa lækningu og hún er þess alviss um að hafa læknast fyrir bæn annarra.
Guð er lifandi og kærleiksríkur Guð sem er annt um hvert og eitt af okkur. Við skulum muna það þegar lyndið er ekki sem best.
Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Filippíbréfið 4:6
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Það er nú bara til eitt orð yfir þetta stórkostlega bænasvar: Hallelúja!
Bestu kveðjur úr Garðabæ.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 1.5.2010 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.