Miðvikudagur, 28. apríl 2010
Opnun á heimili fyrir munaðarlausa í Chepareria
Í dag var okkur boðið að koma á opnun á heimili fyrir munaðarlausa í Chepareria. Við brunuðum af stað kl 9:30 þar sem þetta átti að byrja kl 10:00. Þegar við komum þangað, rétt fyrir 10, var verið að byrja að setja upp tjald sem átti að skýla gestunum fyrir sólinni, ég hugsaði með mér... hvað átti þetta ekki að byrja núna??? En okkur var tjáð að gestirnir sem voru, erkibiskupinn og 2 bandaríkjamenn voru fastir í Nairobi vegna seinkunar á flugi, en var boðið chai, voða gott, og svo fórum við yfir til Chepareria mix school, sem er hinum megin við götuna. Þar voru skólastjórinn í Chepareria Girls og Mix að spjalla saman og við settumst þar að spjalla aðeins. Við gengum að vita hvað væru aðal áskoranirnar hjá þeim. Mjög áhugavert.
Við biðum og biðum og biðum þar til við fórum að skoða skólann. Mjög gaman að sjá, en líka erfitt. Aðstæðan er ekkert rosalega góð. 4 börn sem sitja saman á einum bekk/skrifborði þar sem eitt til 2 börn væri eðlilegt... og svo eru í hverjum bekk á milli 30 - 65 börn. Svo var okkur gefið að borða, mjög góður matur í alveg splúnkunýum matsal skólans.
Jæja, við héldum áfram að bíða og eftir 5 klukkustunda bið þá var byrjað á að gefa gestunum (heiðursgestunum) mat. og svo byrjaði athöfnin... og þar sem það var orðið svona seint og gestirnir þurftu að fara aftur til að ná flugi tilbaka, var stjórnandinn svo stressaður að hann rak á eftir kórunum og þeim sem töluðu.. Í byrjun 1. söngsins kallaði hann á stelpurnar að flýta sér!! haha mjög gaman fyrir þær eflaust.
Athöfnin var góð og sérstaklega gaman að heyra í Erkibiskupnum sem talaði sko ekki í kringum grautinn. Hann kallaði hlutina réttum nöfnum og sagði meðal annars að það væri skrítið að þar sem 75% av kenýumönnum væru kristnir væri samt Kenýa efst á toppi allra landa hvað varðar spillingu. Hann sagðist viss um að það væru ekki bara þessi 25% sem væru þess valdandi.. og eins sagði hann að það væru 3 hópar fólks.
- Þeir sem vilja fá allt frá öðrum helst án þess að hafa fyrir því..
- Þeir sem segja "mitt er mitt og þið er þitt" og hugsa bara um sjálfan sig
- Þeir sem eru viljugir til að deila sýnu og hjálpa öðrum að eignast það sem þeir þurfa/vilja






Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Það sem er svo gott við Kenýa að það enginn í kappi við tímann, tíminn kemur bara! Það er samt svolítið erfitt að læra það!
Gott hjá Erikibiskupnum!
Gaman að sjá myndir af gömlum vinum
Gangi ykkur vel
kveðja Salóme
Salóme (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 09:15
Já, það er skrýtið með þessa prósentu, ég er sammála Erkibiskupnum um það.... svona miðað við spillinguna.
Það er eflaust rétt hjá honum að fólk er allt of oft upptekið að hugsa bara um sig sjálft og engan annan - það þarf að breytast, hér á Íslandi finnst mér það vera að breytast, sem betur fer!
Gaman að sjá allar nýju myndirnar, takk!
Það var gott að heyra hvernig málin leystust eftir að Kristín fer.... allt bjargast þetta nú alltaf :-)
Þúsund nús og kossar til ykkar - Kristrún Inga var að skrifa bréf til Salómons, hún er lasin núna en setur það í póst um leið og henni batnar :-)
Dalakveðja, Guðrún og co.
Guðrún Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.