Þriðjudagur, 20. júlí 2010
Brot úr Harmljóðunum - Miskunn Guðs varir
og þess vegna vona ég:
22Náð Drottins er ekki þrotin,
miskunn hans ekki á enda,
23hún er ný á hverjum morgni,
mikil er trúfesti þín.
24Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín,
þess vegna vona ég á hann.
25Góður er Drottinn þeim er á hann vona
og þeim manni er til hans leitar.
26Gott er að bíða hljóður
eftir hjálp Drottins.
27Gott er fyrir manninn
að bera ok í æsku.
28Hann sitji einn og hljóður
þegar Drottinn hefur lagt það á hann.
29Hann liggi með munninn við jörðu,
vera má að enn sé von,
30hann bjóði þeim vangann sem slær hann,
láti metta sig smán.
31Því að ekki útskúfar Drottinn
um alla eilífð.
32Þótt hann valdi harmi miskunnar hann
af mikilli náð sinni.
33Því að viljandi hrjáir hann ekki
né hrellir mannanna börn.
Undanfarna daga hef ég verið eitthvað beygð. Andi minn hefur verið hljóður. Ég hef dregið mig mikið tilbaka og lesið. Eitthvað í Biblíunni og eitthvað í Bokhandleren fra Kabul. Ég hef reynt að biðja, og loksins fann ég á laugardaginn að Guð gaf mér bæn. Bæn úr Sálmi 103:
1Davíðssálmur.2Lofa þú Drottin, sála mín,
og allt sem í mér er, hans heilaga nafn;
lofa þú Drottin, sála mín,
og gleym eigi neinum velgjörðum hans.
3Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein,
4leysir líf þitt frá gröfinni,
krýnir þig náð og miskunn.
5Hann mettar þig gæðum,
þú yngist upp sem örninn.
6Drottinn fremur réttlæti
og veitir rétt öllum kúguðum.
7Hann gerði Móse vegu sína kunna
og Ísraelsbörnum stórvirki sín.
8Náðugur og miskunnsamur er Drottinn,
þolinmóður og mjög gæskuríkur.
9Hann þreytir eigi deilur um aldur
og er eigi eilíflega reiður.
10Hann hefur eigi breytt við oss eftir syndum vorum
og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum
11heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðinni,
svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann.
12Svo langt sem austrið er frá vestrinu,
svo langt hefur hann fjarlægt afbrot vor frá oss.
13Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum,
eins hefur Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann.
14Því að hann þekkir eðli vort,
minnist þess að vér erum mold.
15Dagar mannsins eru sem grasið,
hann blómgast sem blómið á mörkinni,
16þegar vindur blæs á hann er hann horfinn
og staður hans þekkir hann ekki framar.
17En miskunn Drottins við þá er óttast hann
varir frá eilífð til eilífðar
og réttlæti hans nær til barnabarnanna,
18þeirra er varðveita sáttmála hans
og muna að breyta eftir boðum hans.
Ég bað þessa bæn nokrum sinnum, krafist þess að sál mín lofaði Guð, bað Guð um að hjálpa mér að gera þessa bæn að minni. Og mér leið betur, ekki endilega vegna þess að eitthvað breyttist, heldur vegna þess að ég veit að Guð bregst ekki. Hann heyrir okkar bænir!
Svo hélt ég áfram að lesa í Bokhandleren fra Kabul, leggja mig, elda, taka til, versla í matinn, skamma strákana, geðvonskast yfir hinu og þessu... En ég hélt áfram að biðja og vona á Guð!
Svo í morgun var ég að lesa í Biblíunni og rakst á þessi vers úr Harmljóðunum. Þetta er í 1. skipti, sem ég man, sem ég les þau af einhverju viti.. og allt ei einu gerðist eitthvað æi andanum mínum. Ég fann hvernig Guð hafði heyrt mína bæn. Hvernig hann gat tengt þetta saman svo ég gæti nærst.
Ég varð svo glöð!
Svo settist í í kibandaið mitt og gaf strákunum morgunkaffi. Þeir voru eins og venjulega, höfðu um mikið að tala og allt á fullu.
Svo kom nágranna konan í heimsókn. Ég reyndi að flýta strákunum, svo við gætum talað eitthvað saman. Salómon fór að gera sér smá akur fyrir grænmeti og Davíð fór að leika sér í Playmo.
Svo kom að því mikilvægasta. Hún ætlaði að fara en ég bað hana að vera aðeins lengur að tala. Hún gerði það en eftir smá stund varð hún svo sifjuð að hún vildi fara. Ég bað hana um að bíða smá, vildi lesa fyrir hana þessi vers úr Harmljóðunum. Gerði það og sá hvernig hún iðaði í stólnum. Svo þegar ég var búin að lesa þau upphátt bað hún mig um að skýra aðeins hvað mér fannst Guð vera að segja með þessu. Ég gerði það og þegar ég var búin sagði hún eitthvað á þessa leið:
Takk fyrir að gefa mér þetta. Á meðan þú last þessi vers, hugsaði ég, hver sagði Fanneyju frá áhyggjum mínum. Hvernig veit hún hvað gerðist? Svo sagði hún mér frá atvikum sem hún var að burðast með. Bróðursonur hennar var að deyja. Hann átti konu og 2 börn. Annar frændi mannsins hennar, lenti í bílslysi, en slapp lítið meiddur. Henni fannst þessi vers tala mikið til sín. Kenna henni að þegar eitthvað bjátar á, ok, eins og stendur í versi 27. Þá á hún að vera ein, hljóð og biðja. Eins talaði hún um annað sem ég skrifa ekkert um hér.
Það er sannarlega gott að sjá hvernig Guð er. Hann er STÓR, meðal annars!
Þetta kennir mér líka margt! Sérstaklega að þegar andinn er beygður eða ég er geðvond. Þá þarfnast ég bænar. Samtals við skapara minn sem þekkir mig betur en ég sjálf.
Guð blessi ykkur kæru vinir. Og takk fyrir að lesa þessa hugleiðingu mína. Ég vona sannarlega að þessi vers tali til anda ykkar líka.
Fanney
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Innlent
- Veltir deilumálinu fyrir sér
- 760 manns eru í vinnu í Grindavík
- Vegir lokaðir og margir á óvissustigi
- Fagnar brú sem hann áður gagnrýndi
- Andlát: Þórhallur Ásmundsson
- Lögregla kölluð til vegna ágreinings um bifreiðakaup
- Lögregla veitti ökumanni eftirför í miðbænum
- Ferðalöngum ráðlagt að kanna aðstæður
- Gullhúðun stöðvar Hvammsvirkjun
- Allt hveiti er nú innflutt
Athugasemdir
Takk
Álfheiður (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.