Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Bæn um blessun
Ég fékk þessi vers í dag Fyrri Konungabók 9:3 og Fyrra Korintubréf 6:19
Fyrri Konungabók 9:3
Drottinn sagði við hann: Ég hef heyrt ákall þitt og bæn sem þú fluttir fyrir augliti mínu. Ég hef helgað þetta hús sem þú hefur reist til þess að nafn mitt búi þar ævinlega. Augu mín og hjarta munu ætíð vera þar.
Fyrra Korintubréf 6:19
Vitið þið ekki að líkami ykkar er musteri heilags anda sem í ykkur er og þið hafið frá Guði? Þið eigið ykkur ekki sjálf.
Eins og ég talaði um í síðasta bloggi þá hef ég verið að biðja til Guðs um endurnýjun. Að Guð gefi mér nýtt hjarta, bankandi hjarta fyrir Guði, vegna Guðs og að allt mitt líf snúist um að lofa Guð. Get ég lofað Guð vegna þess sem pirrar mig? Get ég snúið pirring í bæn? Ég veit að ég get ekki verið fullkomin, en ég get falið mig Guði hvern morgun og svo oft á hverjum degi, því að Hann er fullkominn. Það er mikil blessun!
Mér fannst þegar ég las þessi vers að vegna innihalds bæna minna undanfarna daga um endurnýjun og meira andans líf. Þá er það ég sem þarf að halda tryggð við Guð, eins og yfirskrift kaflans í Konungabók heitir, "Áminning um að halda tryggð við Guð". Að lesa og trúa því að Guð hafi heyrt bæn og grátbeiðni mína gefur mér mikið. Er eitthvað betra?
Svo að Fyrra Korintubréfi: Í gær var Emma (nágrannakonan) að segja mér að allt væri frá Guði. Allt sem við erum og höfum er frá Guði. Þannig að við getum í raun ekki gefið Guði neitt, því að allt sem við erum eða höfum er Hans. Hana langar oft að geta gefið Guði eitthvað - glatt Hann - En hvað getur hún gefið? EKKERT! NEMA ÞAKKIR!!! Hún sagði mér: Þegar þú ert pirruð vegna einhvers, þá þakkaðu! Þakkaðu fyrir að þú átt börnin, því Guð gaf þér þau, en þau eru samt Hans.
Orð Guðs er lifandi - gefandi - nærandi - bjargandi
Verið Guði falin í dag!
Kveðja frá Fanney
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Sæl Fanney mín!
Það er líka gott ráð að taka alvæpni Guðs og klæða sig í þau.Maður verður sterkari í Guði. Hef gert þetta langa lengi og ef ég gleymi því þá líður mér eins og nakinni. Herklæðin eru sannarlega vörn frá Guði. Ég er að vísa í Efesus 6.
Bestu kveðjur úr Garðabæ
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 24.7.2010 kl. 19:40
Takk elsku Fanney mín, orðin hittu í mark, bæði þín og úr biblíunni.
Ég er komin heim frá Akureyri.. drífum nú í skæpi :o)
Knús og kossar og sakn
Aldapalda (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.