Leita í fréttum mbl.is

Nýtt ár - Ný náð

 

Sæl og blessuð öll sömul og Gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir það gamla :-)

Nú er langt síðan ég hef bloggað hér. Ég hef skrifað smá á FB, en einhvern vegin finnst mér ég alltaf þurfa hafa eitthvað merkilegt að segja til að setja eitthvað inn hér. Ég veit að það er ekki svo, hugsanlega nota ég það bara sem afsökun til að skrifa sjaldnar. Allavega...

Nú sit ég hér í Kapenguria, það er yndislegur morgun, allt svo kyrrt, en samt svo mikið af hljóðum. Fólk sem talar saman, kallar, hlær, börn sem gráta, hanar sem gala, fuglarnir syngja, hænurnar gogga, endurnar hlaupa og gefa frá sér þeirra hljóð, ekki bra bra, eitthvað annað.. Skrjáfið í trjánum,golan, ugla. Sólin skín, allavega inn á milli.

Ég sit bak við húsið okkar, á uppáhalds staðnum mínum og nýt þess að vera vakandi. Nýt þess að vera til, strákarnir eru vaknaðir og horfa á Timon og Pumba, Fjölli kúrir aðeins lengur. Já við höfum frí í dag og vonum að við getum slakað á. Desember var erilsamur. Við fórum til Nairobi í lok nóvember til að hitta Markús og svo átti Salómon að vera í sameiginlegum skólatíma fyrir öll börnin í NCS (Norwegian Community School) Það var yndislegt að hitta Krúsa aftur. Hann var orðinn svo hár og myndalegur.

6 vikur er langur tími frá litla stóra stráknum mínum. Við Markús áttum góðan tíma á gestaheimilinu. Við bökuðum jólasmákökur, sem hann og litlu tveir sáu um að borða jafnóðum :-) og svo bara dúlluðum við okkur. Fjölnir fór aftur til Pokot til að vera við unglingamót, hjónanámskeið og skírn meðal annars. Hann átti mjög góða daga með Loyara. Svo aðfaranótt 19. desember kom Daníel frá Noregi og við vorum öll saman á ný :-))) Skrítið hvað það skiptir miklu máli að vera ÖLL saman. Fjölskyldan er mikilvæg og gott að vera saman. Davíð Pálmi sérstaklega naut þess að vera með stóru bræðrum sínum, hann saknar þeirra mikið. Salómon líka, naut þess að geta spilað við Daníel, sagt brandara og bara verið með. Þeir eru svo ólíkir þessir strákar okkar :-)

Nú í janúar verður líka mikið að gera hér í Kapenguria. Seinnihluti predikara námskeiðs byrjar þann 10. Hópar frá Noregi koma og verða hér til og frá í 1-2 vikur. Við förum hugsanlega til Uganda. Þar er söfnuður kirkjunnar sem hefur staðið mikið til á eigin fótum í nokkur ár. Þeir vilja endilega fá okkur í heimsókn og það væri gaman að geta gert það. Eins stendur til aðheimsækja söfnuðinn í Turkana. Þar voru nokkrir drepnir og fullt af gripum stolið í desember. Einn af þeim sem dó var hirðir í kirkjunni, hann lætur efir sig konu og börn ásamt söfnuð sem nú er án hirðis. Það voru ekki margir sem leiddu söfnuði í Turkana, 3 held ég. 

Jæja elskulegir lesendur. Ég skil ykkur eftir með orð sem ég hef verið að jórtra á undanfarið. Þau eru úr Kólossubréfinu 1. kafla 9b-14 vers.

“Ég bið þess að Guð láti anda sinn auðga ykkur að þekkingu á vilja sínum með allri speki og skilningi svo að þið breytið eins og Guði líkar og þóknist honum á allan hátt, að þið berið ávöxt með hvers kyns góðum verkum og vaxið að þekkingu á Guði. Hann styrki ykkur á allar lundir með dýrðarmætti sínum svo að þið fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði þakkað  föðurnum sem hefur gert ykkur fært að fá arfleifð heilagra í ljósinu. Hann hefur frelsað okkur frá valdi myrkursins og flutt okkur yfir í ríki síns elskaða sonar. Í honum eigum við endurlausnina, fyrirgefningu synda okkar.”

 Kærar kveðjur frá Kapenguria Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegust ... frábært að lesa pistilinn þinn, gott að fá fréttir af ykkur aftur og aftur. Þér tekst líka einhvern veginn alltaf af uppörva kerlinguna í timburhúsinu og gera hana glaða! Takk fyrir vináttuna og að vera þú ... knús í hús!

Álfheiður (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 09:39

2 identicon

Kæra Fanney

Það er alltaf uppörfandi að heyra frá þér, að finna að ykkur líður vel og hafið styrk að gefa. 

Sálmarnir 29:11
Drottinn veitir lýð sínum styrk, Drottinn blessar lýð sinn með friði

Bestu kveðjur il ykkar úr snjónum

Katrín

Katrín (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 10:00

3 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Álfheiður: Takk fyrir að lesa og kvitta, þú veist hvað það gleður mig! Og ef það sem ég skrifa gleður og uppörfar þig, þá er ég glöð. Þá virkar Heilagur Andi í lífum okkar og ekkert er dýrmætara!

Katrín: Takk fyrir þessi orð. Já ég hef fengið að reyna að ég hef ekkert að gefa nema ég fái það fá Drottni. Og það er gott að muna það svo við lekum ekki bara og ekkert gerist nema það sem hverfur.

Guð blessi ykkur stelpur mínar og styrki fyrir þau verkefni sem hann hefur sett ykkur í!

Knús úr sólinni ☼

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 8.1.2011 kl. 10:52

4 identicon

Blessuð og sæl! Takk fyrir fallega færslu og að leyfa okkur að fylgjast með. Mínar bestu óskir um gott og gleðilegt ár í Jesú nafni!

Drottinn blessi ykkur eitt og hvert og starf ykkar!

   Hlýjar kveðjur 

             Halldóra.

Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 11:33

5 identicon

Takk fyrir þetta, elsku Fanney. Gaman að fá að fylgjast með ykkur. Við áttum yndislega daga með strákunum okkar og Bryndísi. Guð blessi ykkur öll.

Asta Bryndis Schram (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 18:28

6 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með ykkur. Flott að heyra að þið hafið haft það gott öll saman um jólin. Hugsa til ykkar :)

Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband