Þriðjudagur, 18. október 2011
Kleinur og dúllerí
Í dag gerðum við kleinur og jiminn voru þær ljúfengar!
Fjölnir er í Rorok með einhverjum ameríkönum. Hann hefur ferðast síðan á fimmtudaginn í síðustu viku. Hann er að verða þreyttur kallinn.. og brúnn!
Strákarnir hressir og frúin er að reyna að þíða texta frá íslensku yfir á swahili.. já já ég verð að þessu í einhverjar vikur.
Guð blessi ykkur og okkur öll í dag!
Knús
Fanney
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Hæ hæ elsku fjölskylda.
Alltaf gaman að fylgjast með ykkur, það getur komið sér vel að vera smá tölvusjúkur :).
Hér er uppskriftin af ömmuréttinum.
4 appelsínur - skornar í litla bita og settar í skál með sykri. (það er smekksatriði en ég set svona 1/2 -1 dl.
2 dl hrísrgjón vel soðin og kæld
2dl rjómi stífþeyttur.
ég læt hrísgrjónin alltaf standa með appelsínunum og hrísgrjónum og blanda þessu saman stuttu fyrir át.
Vonandi smakkast þetta vel.
Bið að heilsa öllum strákunum og knús á línuna.
kv, Dandý og co
Dandý (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 07:46
halló
veistu þegar Vignir vaknaði í morgun var það fyrsta sem hann sagði var: "veistu hvað mig dreymdi mamma , mig dreymdi Fjölnir ...og það var svona StarWars hola (??) og oní henni voru 1 snákur og 1 ormu".....haha??? hvað svosem það merkir passið ykkur allavegna á ormunum og snákunum
kveðja Jóna
p.s sakna þín Fanney af facebook nú finnst mér þið ennþá lengara í burtu
Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 06:38
Jiii en sætt.. við sem erum nýbúin að sjá slöngu..
Já ég skil að þér finnst við vera lengra íburtu þegar ég er ekki á FB, en ég var farin að nota svo mikinn tíma í þessu..púff..
Hvernig er með Skype?
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 26.10.2011 kl. 10:33
hæ eeeeeelsku Fanney mín! Ég er búin að hugsa svo ógurlega mikið til þín.. og finnst líka asnalegt að hafa þig ekki á Facebook (þó ég myndi aldrei í lífinu hvetja nokkurn til að nota þann tímaþjóf ;) ).
Knús og kossar elskan mín.. hittumst kannski sem fyrst á skæp?
Alda (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 10:07
Ohhh takk fyrir að sakna mín á FB - Já þetta er tímaþjófur deluxe :-)
Reynum Skype - PRONTO!!!
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 1.11.2011 kl. 10:31
hæhæ og takk fyrir bréfið það kom í gær, Vignir var ekkert smá sáttur "bréf frá Afríku það er örugglega frá Fanney við þekkjum nefnilega engan annan frá afríku" sagði hann hahaha :D myndin komin á ísskápinn og límmiðarnir á blað :)
biðjum voða vel að heilsa öllum
p.s er engin gestabók??
er ferleg með að logga mig inn á þetta skype... EN núna þarf maður það ekki ef maður er með facebook hihi, núna getur maður nefnilega skypað í gegnum spjallið á facebook sem er hrikalega sniðugt
Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 13:34
Já en frábært! Þá tók þetta ekki langan tíma. Davíð Pálmi bíður spenntur eftir bréfi frá pennavininum sínum.
Ohh - auðvitað kom einhver sniðug fítus þegar ég hætti á FB. Já já við sjáum til hvort ég byrji aftur :-)
Knús á ykkur öll!
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 1.11.2011 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.