Sunnudagur, 20. nóvember 2011
Uppskera
Sæl og blessuð gott fólk. Í gær fórum við fjölskyldan ásamt Frank Halldórssyni og 10 ungmennum frá Biblíuskólanum TeFT að uppskera á akrinum hennar Susan (Húshjálpin okkar)
Við vorum mætt kl 8 í chai og mandasi (nokkurskonar kleinur) og svo var stappað í bílana og haldið af stað. Þetta var 1 ekra sem átti að uppskera og þess vegna var unnið af kappi.
Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt. Ég vann í ca 3 tíma og þá voru strákarnir mínir og Frank orðnir þreittir, svo ég fór heim með þá. Svo fór ég fram og tilbaka með uppskeru en TeFT'ararnir héldu áfram með Fjölla og Susan.
Þau kláruðu um 4 leitið og voru frekar slitin!
Um kvöldið var pizzuveisla, þar sem frúin átti afmæli og var mikið fjör!
Í dag er ferðinni heitið til Rorok. Frank ætlar að predika í kirkjunni þar. Það verður gaman að koma þangað aftur. Við vorum þar í fyrra og sýndum myndina um Jesú.
Hafið það sem allra best allir og Guð blessi ykkur!
Fanney
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Til hamingju með gærdaginn Fanney, kveðja frá okkur öllum! Þetta hefur greinilega verið góður dagur :)
Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 11:19
Takk Sirrý mín, já dagurinn var frábær! Hvað er annars að frétta af þér og þínum?
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 20.11.2011 kl. 16:35
Bara ágætt, ekkert nýtt svo sem við bíðum bara. Kristín og pabbi eru á fullu í skólanum en við mamma höfum það rólegt, aðeins byrjaðar að undirbúa jólin og svona:)
Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.