Leita í fréttum mbl.is

Lífið í Osló.....

..Jæja þá erum við komin til Osló og lífið farið að taka á sig hversdagslega mynd, sem er gott. Verð að játa að sumarfrísfílingurinn sem er búinn að vera síðan í byrjun Júní var farinn að vera erfiður.

Davíð Pálmi er búinn að vera í 4 daga í aðlögun í leikskólanum. Fór aðeins frá honum á föstudaginn og það gékk ágætlega. Hann grét samt helling og var frekar þreyttur þegar ég kom og sótti hann 40 mín. seinna. Þetta tekur sinn tíma þar sem hann er eiginlega alveg mállaus þarna....

Salómon er búinn að eignast vinkonu sem heitir Åsne, Hún er jafn gömul og hann og er ROSALEGA hress og skemmtileg. Þau hafa verið að hjóla saman og í gær fóru þau saman í sjoppuna til að kaupa laugardagsnammi. Það er gott fyrir hann að byrja að tala norskuna. Mér finnst hann duglegur að henda sér bara í þetta.

Markús er ekki búinn að kynnast neinum. Hér á svæðinu býr samt strákur sem er einu ári yngri enn hann og við erum með augastað á honum. Hann er bara í sumarfríi með foreldrum sínum, en við "hendum" okkur á hann um leið og hann kemur heim...

Daníel er alveg kominn á skrið. Hann fékk vinnu í kjötinu í ICA Gourmet á Aker Brygge, sem er rosalega flott búð. Hann á að vinna 3 daga í viku til að byrja með. Hann er ekkert smá brattur, tekur strætó í bæinn og er að fíla þetta vel. Hann er líka kominn í boltann, farinn að æfa með Skeid, sem er gott lið hérna í Osló.

Við Fjölnir erum komin með kaffihorn hérna í íbúðinni okkar, sem bytheway, er frábær. Hún er 110 fermetrar ca, 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, 2 stofur og stórt eldhús... Þegar við komum hér inn að kvöldi 22. júlí voru Karin og Ingólfur búin að biðja son sinn og tengdadóttur um að verlsa inn mat og þ.h. og það var ekkert smá. Allt milli himins og jarðar fyrir bakstur, mat, þvott, uppvask og fleira og fleira... það lá við að ég færi að gráta af þakklæti. Vá hvað það var yndislegt. Svo kom Trine, kona Gulla, bróðir Fjölla. Hún kom líka færandi hendi með mat og fatatöskur sem systir hennar og mágur fluttu til Noregs fyrir okkur. Daginn eftir kom hún með brauðrist, kaffikönnu, 2 kaffi hitakönnur, grill, rúmföt + + + Þetta er nú bara eins og í ævintýri....

 Strákarnir reyna að fara í íþróttasalinn hér á kvöldin, þeir fara í bandý, fótbolta og svo lyfta þeir til að vinna á sixpakkanum.... Þetta er alveg að gera sig.

Jæja.. ég er að hugsa um að joina þeim Markúsi og Fjölni í salnum... það þarf víst að huga að línunum eftir svona langt sumarfrí..

Kærar kveðjur frá Fanney Happy


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað er gaman að lesa þetta mín kæra vinkona!

Haltu bara áfram að vera dugleg að skrifa hér inn svo við getum fylgst með ykkur og því sem gerist í kringum ykkur. Skilaðu hlýrri kveðju til allra strákanna þinna og Árni Jökull biður fyrir sérstakar vinakveðjur til Salómons.

Álfheiður (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 21:42

2 identicon

Blessuð! Gott að þú ert farin að blogga þannig að maður geti fengið fréttir af ykkur og fylgst með . Ég vona að þú verðir dugleg að skrifa hér inn, þessi síða er kominn í blogghringinn minn og ég kem til með að kíkja hingað inn á hverjum degi ! Gangi ykkur allt í haginn elsku fjölskylda

Guðrún (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband