Mánudagur, 11. ágúst 2008
Þrumur og eldingar...
Vááá þetta kallar maður RIGNINGU.... það eru þrumur og eldingar og engin smá rigning... Það er merkilegt hvað þetta er heillandi og hræðandi í senn.. um daginn voru skráðar yfir 20.000 eldingar á einum sólarhring. Við vorum akkúrat á leiðinni út í gönguferð þegar þetta skall á og þá var hætt við gönguferð og Fjölnir fór með guttana í íþróttasalinn í staðinn..
...ástæðan fyrir því að ég sit hér og blogga í staðinn er sú að ég skar mig í puttann og fékk óó Þetta var rosalega klaufalegt, en ég var svo óþolinmóð og nennti ekki að bíða í 1 mín. eftir því að Fjölli mundi opna skrúfukassann sem við vorum að kaupa.. ákvað að geta þetta bara sjálf, þrátt fyrir beiðni hans um að gera það ekki.. Ég tók hnífinn hans Salómons og skar frekar djúpt í vísifingur, alveg inn að beini held ég...
En þegar ég lá hér í sófanum og hugsaðu hve gálaus ég hafði verið, datt mér í hug að það væru nú einn til tveir kostir líka... ég get ekki vaskað upp.. .. ég get ekki skúrað..
En svo til að gleðja ykkur aðeins vil ég deila þessum yndislega karakter með ykkur .. til þín frá mér:
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Æi, greyið mitt, leiðinlegt fyrir þig að geta ekki skúrað og vaskað upp. En það verður bara að hafa það
Álfheiður (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 18:21
bara gaman að geta lesið um ykkur svona og njósnað í leiðinni love Anna Ósk
Anna Ósk (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 19:06
Yndislegur karl í flösku!!
Guðrún (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 21:52
hæ sæta það er fæddur strákur Guðnasson klukkan 10 13 í morgun 14 merkur og 50 cm allt gekk mjög vel hendi inn myndum af honum þegar ég fæ að sjá hann
Anna Ósk (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:37
Gott að vera komin á slóð ykkar aftur. Vona að allt sé á góðri leið með að gróa, en ég myndi forðast skúringar og slíkt lengi, LENGI.....svona bara til að vera viss!
En það er gaman að sjá að ykkur líður greinilega vel. Það er frábært. Við hjónakornin fórum aftur að vinna á mánudaginn eftir ljómandi gott sumarfrí.
Ég er nú svo hallærisleg að ég á ekki blogg eða heimasíðu....en ég fylgist með þér og þínum.
Kær kveðja, Jónína.
Ójá, svo er hann Tóti litli fertugur í dag. Hann er að heiman!
Jónína (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.