Mánudagur, 18. ágúst 2008
Góður 1. skóladagur að baki...
Þetta var nú alveg frábært... Spennan var gífurleg, sérstaklega hjá Salómoni sem var að fara í fyrsta sinn. Hann var með rosalegar væntingar og sem betur fer var hann bara sáttur þegar hann fór heim. Á morgun byrjar hann í SFO (skolefritidsordning) strax eftir skólann og verður þar á hverjum virkum degi til svona fjögur hálf fimm... langir dagar með öðrum orðum.. enda var minn karl sofnaður um 7 hálf átta í kvöld
Markús var líka spenntur, svolítið öðruvísi enn engu að síður stressaður þar sem hann var að fara í norskan skóla og kannski sérstaklega þar sem hann var að byrja í kristilegum skóla.. Ég held að hann hafi líka verið sáttur eftir 1. skóladag, hann var ánægður með stundatöfluna, hann er búinn kl tvö alla daga nema föstudaga held ég, þá er hann búinn rúmlega 12 eða eitthvað þvíumlíkt..
Daníel var fór aleinn greyjið í sinn skóla, en hann er svo ótrúlega brattur að það gekk bara vel. Samt pínu erfitt að þekkja engan og hann er farinn að langa til að kynnast krökkum á sínum aldri. Skiljanlega..
Fjölnir, sá sem býr svo að segja í skólanum mætti of seint.. Ekki vegna þess að hann hafi sofið yfir sig.. heldur vegna þess að upplýsingarnar sem við vorum búin að fá voru af skornum skammti.. Kennarinn var einn með bekkjatíma með einum nemanda, sem hafði náð því að við ættum að vera mætt korter í níu....
Davíð Pálmi stóð sig eins og hetja... var brattur alveg þar til við stoppuðum fyrir utan leikskólann.. þá grét hann sárann en ég held að hann hafi jafnað sig fljótlega eftir að ég var farin... mér finnst þetta alltaf jafn erfitt
Ég set inn myndir af strákunum, öllum nema Fjölla, gleymdi að taka mynd af honum...
Orð dagsins í Dýrmætara en Gull er "Þú skalt ekki morð fremja." 2. Mós. 20,13.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Gaman að lesa bloggið þitt stelpa og gott að heyra að allir drengirnir séu að pluma sig þarna í norge og þetta kemur með þann stutta því erfiðari því betri verða þeir :) og vera svo alltaf jafn dugleg að skrifa þá hef ég einhvað að gera ha ha ha kysstu alla kallana þína frá mér kveðja Anna Ósk
Anna Ósk (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:07
Man...we were really thinking about you guys!!!!
Great to hear how it all is working out. God is really providing for you. We are so thrilled. We keep you in our prayersand trust that god will keep you HIs tender mercies!
Much love and knúss.....(fun word,tee-hee)
Keith and Ásta
Keith (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:05
Sæl öll
Gaman að heyra frá ykkur og vefsíðan einmitt það sem vantaði.
Gott að allt gengur vel hjá ykkur.
Bestu kveðjur frá okkur Skúla
Tóta á Hallormsstað (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.