Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Langir dagar...
Þessi dagur er búinn að vera doldið langur... vöknuðum kl 06:30, ég er ekki að djóka... allt á fullu í klukkutíma og svo keyrði Fjölli 3 yngstu strákana í leikskólann og skólann. Hann kom tilbaka rétt fyrir hálf níu og þá sat ég í éldhússófakróknum og reyndi að lesa... við fengum fyrsta heimaverkefnið í gær! Lesa 24 síður í Antropologi...(held það sé mannfræði á ísl.) á góðri norsku heitir þetta svo mikið sem Kontekstualisering og tverrkulturell kommunikasjon Vá! Við erum að tala um að það sé R O S A L E G A langt síðan ég var síðast í skóla, 17 ár til að vera nákvæm... og mér finnst pínu erfitt að setjast niður og einbeita mér að þessu, þó þetta sé mjög áhugavert námsefni... ég fer að hugsa um þvottinn, Davíð í leikskólanum, Fyrsta daginn hans Salómons aleinann í skólanum á norsku, Daníel sem situr fyrir framan mig og er að pirrast út af einhverju og og og... Ég kann ekkert að einbeita mér! Svo þegar ég fór í 1. alminnilega tímann í dag komst ég að því að við verðum á námskeiði um það hvernig við eigum að skrifa og þannig sé byggja upp verkefni. Hjúkk!!!! ég var alveg farin að velta því fyrir mér hvernig fyrsta skriflega verkefnið sem ég á að skila þann 3. október sem á að vera 3000 orð mundi verða... ykkur finnst kannski ekki mikið að skrifa ritgerð sem er 3000 orð en mér finnst það óhugsandi að ég geti það! Þetta er allt rosalega öðruvísi enn að vera heimavinnandi og geta skroppið í kaffi eitthvert og fengið aðra í kaffi hvenær sem er... en ekki misskilja mig, ég er MJÖG ánægð með þessa breytingu og veit að þetta mun vera skemmtilegt og mér mun ganga vel... ég er bara aðeins að fatta þetta. Fjölnir er hæst ánægður Loksins getur hann lesið og haft löglegt leyfi til þess... ég get ekkert sagt!
En hvað um það... eftir skólann fórum við með Daníel á Hagstofuna, til að reyna að fá skattafríkort fyrir hann. Og athuga hvernig þeim á Hagstofunni gengur að skrá okkur inn í landið... við erum ennþá skráð á Íslandi en þessi líka elskulega kona hringdi eitt símtal og kom því þannig í haginn að þetta yrði skráð í þessari viku. Yndislega alminnileg kona sem ég þakkaði vel fyrir.. Já svo var það skólataska fyrir unglinginn... hann vill nú ekki hvað sem er, hefur mjög einfaldann smekk, of einfaldann þar sem það var ekki hægt að finna tösku sem hann vildi. Við skutluðum honum í T-banann á Tveita og náðum í Davíð Pálma sem stóð og ÁT ripsber í garðinum þegar við komum. Hann var hæst ánægður að sjá okkur og dagurinn hafði gengið vel sögðu tönturnar... hann er samt að verða veikur held ég.. Svo var ferðinni heitið til Salómons.. hann var búinn að vera í skólanum og svo FSO (eftir skóla) og ég átti von á að sjá frekar þreyttann á að enginn skilur hann strák þarna .. og það var rétt. Hann var búinn að gráta nokkrum sinnum, og hafði ekki getað tjáð sig alminnilega. Vissi ekki hvar klósetið var og var ROSALEGA þyrstur. Ég hafði sagt honum að hann fengi mjólk... en það er ekki komið í gang ennþá og þá átti hann bara að drekka vatn, eitthvað sem hann vildi ekki og var þessvegna rosalega þyrstur og klósetþurfi.. greyjið kallinn minn. Við stoppuðum í sjoppu og keyptum kókómjólk og Mentos til að kæta þá þreyttu litlu bræður. Á morgun er "Turdag" eða "Utedag" og hann á að fara með bekknum til að baða í vatni einhversstaðar í skóginum held ég. Honum hlakkar allavega alveg rosalega til. Það verður farið þótt það rigni!!!
Markús var ekkert smá duglegur... hann tók T-banann aleinn úr skólanum og heim. Hann þurfti að skipta um T-bana og allt... ég er svo stolt af honum og þessum drengjum mínum yfir höfuð.. Hann hafði líka verið túlkur fyrir Salómon í skólanum og skólastjórinn sagði að hann hefði verið svo góður við hann að henni fannst þeir alveg yndislegir... Ohhh móðurhjartað tekur kipp við svona lagað...
Daníel er að vinna og Fjölli og Markús eru í bandý. Ég nýt þess að vera hér "ein" og skrifa ykkur um dagana okkar...
Á morgun er lesdagur hjá okkur Fjölla... hann ætlar að smíða sandkassa í leikskólanum hans Davíðs og ég ætla að skúra og drekka kaffi og kannski fara í bæinn ??
Hafið það allavega sem allra best... sakna ykkar!
Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir Drottinn allsherjar, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun." Mal. 3, 10.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Fanney mín, mikið var gaman að heyra loksins frá þér og enn betra að vita að allt gengur vel hjá ykkur. Hef hugsað mikið til þín síðan við kvöddumst en auðvitað standið þið ykkur vel, hvað annað. Hlakka til að lesa meira í framtíðinni ... gaman að geta fylgst með úr fjarlægðinni.
Kveðja til allra
Jóney
Jóney (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 20:32
Sæl og blessuð.
Kíkti á slóðina, langar að fylgjast með ykkur. Gott að sjá hvað gengur vel, hér er allt í hers höndum í skólanum. Hávaðinn að fara með okkur því enn er verið að fleyga úr klettinum með stórum vinnuvélum, það á vonandi að klárast í þessari viku. Og allt á öðrum endanum innan húss:) Þetta verður fínt þegar nýi skólinn kemur.
Sendi ykkur bestu kveðjur, sérstaklega Markúsi - hans verður mikið saknað.
Kv. Inga Hanna
Inga Hanna (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 20:47
Mikið er ég glöð að þú sendir mér slóðina, vissi ekki að þú værir farin að blogga. Er búin að skoða myndir og lesa um ykkur. Mér finnst þetta svo spennandi hjá ykkur. Þið eruð öll ótrúlega dugleg.
Hlakka mikið til að lesa meira um ykkur.
Kveðja til allra, Sigurbjörg Hvönn
Sigurbjörg Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.