Leita í fréttum mbl.is

Alein heima...

Fjölli fór með skólanum í gær til Nordmarkskappellet... gistir eina nótt og kemur á eftir. Það er pínu skrítið eftir svona langann tíma saman að allt í einu vera ein heima... Strákarnir eru í skólunum og ég er búin að vera að lesa í mannfræði í morgun. Mjög gaman.  Veðrið er yndislegt og ég held að ég fari bara í stuttbuxur og út á verönd til að klára að lesa það sem ég þarf að vera búin með fyrir mánudaginn.. Vona að þið hafið það sem allra best. Sakna ykkar..

 Orð daksins í Dýrmætara enn Gull er: "Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annara." Fil 2,4.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hljótt í (bj)Álfatröðinni þar sem ekki heyrast hlátrasköll úr garðinum ykkar frá strákunum. Enginn kemur að fá neitt lánað og maður getur ekki annað en hugsað til ykkar í hvert skipti sem maður keyrir inn í götuna. Vona að þið hafið það sem allra best og langaði bara að láta ykkur vita að ykkar er sárt saknað hérna heima.

Kær kveðja til ykkar allra.

Hafrún

Hafrún (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:04

2 identicon

Reyndu bara að njóta friðarins og rólegheitanna! Já, ég veit að það er annað að segja en gera og skil þig vel - en samt er gott að hafa næði stundum þegar annars er alltaf mikill erill, en samt má sá tími ekki vera of langur . Gott að heyra að annars er allt gott, héðan er líka bara allt fínt að frétta og ég hugsa mikið og oft til ykkar .

Knúsaðu alla strákana þína frá mér og skilaðu kveðju.

Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 15:36

3 identicon

Ég sakna þín líka

Álfheiður (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 18:03

4 identicon

halló músin mín

gott að heyra að allt er í sómanum og mér finnst þú flink í blogginu. Ég hef verið nærri drukknuð í vinnuálagi undanfarið en þetta fer vonandi allt að koma. Um leið og rútínan kemst á þetta þá verður þetta í lagi. Kysstu strákana 5 frá okkur

kveðja frá Önnu Pönnu

Anna Björg (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband