Föstudagur, 29. ágúst 2008
Hann á ammæl hann Fjölli... hann á ammæl í dag....
Jæja... þá er kjellinn orðinn 38 ára. Það var auðvitað bakað og haldið upp á afmæli. Nokkrir norskir meðnemendur komu og auðvitað strákarnir okkar.. Súkkulaðikaka, ís, muffins, gele með vanillusósu, og verdens beste voru á boðstólnum þetta var ljómandi gott og allir vel útkýldir af kökum... það liggur við að ég hafi borðað of mikið.
Strákarnir eru komnir í ró, DP sofnaður og Saló situr hér og leikur sér með GEO-MAG, rosalega sniðugt dæmi. Markús er í afmæli, Daníel á æfingu og Fjölli í Biblíulestri hjá Oddi og Nyju.
Bless krúsindúllurnar mínar... ég er að fara að byrja á fyrsta verkefninu mínu. 3000 orð um mismunandi menningu...
Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull er "En halt þú stöðulega við það sem þú hefur numið og hefur fest trú á." 2. Tím 3,14
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Til hamingju með dagin vissi að það var einhver sem á afmæli í dag mundi það bara ekki alveg :) kveðja
Anna Ósk (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:25
Til hamingju með karlinn! Afi minn hefði líka átt afmæli, 85 ára...... Góður dagur ;-)
Guðrún (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 00:10
Til lukku með bóndann!
Álfheiður (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:50
Fjölli til hamingju með daginn (um daginn). Það hefi ekki verið amarlegt að vera veislunni. Mæti kannski næst :)
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.