Leita í fréttum mbl.is

Mikið að gera...

Dagarnir líða rosalega hratt... við verðum komin til Afríku áður en ég veit af! Í nótt hjúkraði ég Danna litla Sleeping sem þurfti að fá frystingu á hnéð á 2. tíma fresti... Mér fannst ég vera komin með ungabarn aftur.. En sem betur fer er þetta ekkert bólgið og honum líður vel eftir atvikum.. Orðinn leiður á að hanga í tölvunni.. ég hélt að ég mundi aldrei heyra hann segja þetta!

Hinir guttarnir eru hressir, Markús er á Kung-Fú æfingu og litlu stubbarnir eru inní herbergi að horfa á Bubba.. Markús er farinn að taka Salómon með sér heim í T-bananum, það munar rosalega miklu að þurfa ekki að sækja hann líka eftir skólann. Fjölnir er á foreldrafundi vegna MVF og SSF. Það er ekkert verið að djóka með þessa fundi. Ég er búin að fara á 2 foreldrafundi vegna þeirra og Fjölnir á einn í leikdkólanum.. Það er gott að þeir eru ekki margir, ef þeir eru einhverjir, hjá DSA..

Ég held að við komum til með að halda áfram með Davíð í leikskólanum sem hann byrjaði í.. þetta er farið að ganga vel og ég bara orka ekki að byrja uppá nýtt með hann í nýjum leikskóla þó svo að það mundi einfalda fyrir okkur lífið.. Errm.. já já kallið mig bara hænumömmu.. Tounge

Ég ætla að fara að lesa.. eigum að skila 1. verkefninu bráðum.. 3000 orð og ég er alveg á gati. Kann ekkert að skrifa svona fullorðins verkefni..

Vona að þið hafið það gott.

Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull er: "Færið réttar fórnir og treystið Drottni" Sálm. 4.6.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð.  Bara að kvitta fyrir innlitið.  Ætla að fylgjast með ykkur hér.  Bestu kveðjur að austan og Guð blessi ykkur!

Kolbrún á Eyj. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband