Þriðjudagur, 2. september 2008
Mikið að gera...
Dagarnir líða rosalega hratt... við verðum komin til Afríku áður en ég veit af! Í nótt hjúkraði ég Danna litla sem þurfti að fá frystingu á hnéð á 2. tíma fresti... Mér fannst ég vera komin með ungabarn aftur.. En sem betur fer er þetta ekkert bólgið og honum líður vel eftir atvikum.. Orðinn leiður á að hanga í tölvunni.. ég hélt að ég mundi aldrei heyra hann segja þetta!
Hinir guttarnir eru hressir, Markús er á Kung-Fú æfingu og litlu stubbarnir eru inní herbergi að horfa á Bubba.. Markús er farinn að taka Salómon með sér heim í T-bananum, það munar rosalega miklu að þurfa ekki að sækja hann líka eftir skólann. Fjölnir er á foreldrafundi vegna MVF og SSF. Það er ekkert verið að djóka með þessa fundi. Ég er búin að fara á 2 foreldrafundi vegna þeirra og Fjölnir á einn í leikdkólanum.. Það er gott að þeir eru ekki margir, ef þeir eru einhverjir, hjá DSA..
Ég held að við komum til með að halda áfram með Davíð í leikskólanum sem hann byrjaði í.. þetta er farið að ganga vel og ég bara orka ekki að byrja uppá nýtt með hann í nýjum leikskóla þó svo að það mundi einfalda fyrir okkur lífið.. .. já já kallið mig bara hænumömmu..
Ég ætla að fara að lesa.. eigum að skila 1. verkefninu bráðum.. 3000 orð og ég er alveg á gati. Kann ekkert að skrifa svona fullorðins verkefni..
Vona að þið hafið það gott.
Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull er: "Færið réttar fórnir og treystið Drottni" Sálm. 4.6.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Innlent
- Alma vanhæf vegna hlutastarfs eiginmannsins
- Jákvæður tónn þrátt fyrir vonbrigði
- Björk biður stjórnvöld að bregðast við
- Klæðning fauk næstum því af fimmtu hæð
- Opinn fundur með Daniel Hannan
- Rannveig hyggst láta af störfum á næsta ári
- Dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar
- Bjórverðið er komið yfir sársaukamörk
Erlent
- Comey kveðst saklaus
- Gervigreindarfyrirtæki of hátt metin
- Lögreglan fær heimild til að skjóta niður dróna
- Bjartsýni í viðræðum um lok stríðsins
- Saka Ísrael um sjóræningjastarfsemi
- Fjórir látnir eftir að bygging hrundi í Madríd
- Hyggjast banna samfélagsmiðla fyrir börn
- Myndskeið: 3.000 ára grafhýsi opnað almenningi
Athugasemdir
Sæl og blessuð. Bara að kvitta fyrir innlitið. Ætla að fylgjast með ykkur hér. Bestu kveðjur að austan og Guð blessi ykkur!
Kolbrún á Eyj. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.