Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Rosalega leið þessi helgi hratt...
Á föstudagskvöldið komu Steinar, Inger Lise og yngsta dóttir þeirra í pizzu. Á laugardeginum komu Friðrik Zimsen Hilmarsson og Svenni sonur hans í kaffi og svo Ho-Hsing, Fredrik og Lars sonur þeirra í pizzu og svo fórum við í sund með Østmarka skole - Markús - Salómon - Davíð Pálmi og við Fjölli skemmtum okkur konunglega í inni sundhöll. Markús hoppaði af 5 metra palli án þess að hika og við hin bara dáðumst af hugrekki hans...
Svo komu Sigrún og Viggi-Palli og náðu í litlu guttana og við hin fórum í matarboð til Pål og Åshild. Það var rosalega gaman... fengum norskan jólamat. Ribbe og tilheyrandi.
Svo í morgun fórum við í heimakirkju heim til Pål og Åshild. Þar fórum við í gegnum sálm 23 "Drottinn er minn hirðir" Rosalega erum við íslendingar blessuð að eiga lag við þennan sálm. Þetta er þjóðar fjársjóður!
Eftir heimakirkjuna fórum við til Sigrúnar og Vigga-Palla í kjötbollur og svol. Og svo fengum við ofnbökuð epli með möndlum, kanelsykri og ís... nammi namm..
Strákarnir sofnuðu svo á leiðinni heim og sem betur fer vöknuðu þeir ekki og við hin gátum í rólegheitunum gert það sem við vildum.... Lesið skólabækur, málað litla karla, bloggað osfr...
Hafið það gott og þið sem ekki kunnið sálm 23 utanað, ættuð að læra hann og syngja sem oftast...
"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.