Föstudagur, 28. nóvember 2008
Vikan að verða búin...
Þá er þessi vika að verða búin. Salómon er búinn að vera heima síðan á þriðjudag og hann hefur staðið sig eins og hetja í hlaupabólumálum. Hann klórar sér ekkert - segist elska bólurnar - og þess vegna klappar hann þeim bara...
Námið okkar Fjölla er alltaf jafn áhugavert.. ég gæti BARA gert þetta allann daginn. Verið í tímum það er að segja. Pínu meira mál að finna tíma til að lesa allt sem á að lesa, en það tekst vonandi að lokum. Þessi lota er búin 18. des og þá er 6 tíma próf og svo jólahátíð hér í skólanum. Gaman gaman. Í tilefni aðventunnar sem hefst á sunnudaginn var aðventu hádegisverður hér í skólanum og það verður alla föstudaga til jóla. Rosalega flott með laxi og eggjahræru, paté með baconi salöt og margt margt fleira...
Nú í kvöld fór ég í heimsókn til Ho-Hsing vinkonu. Hún er inni á sjúkrahúsi því litli strákurinn sem hún ber þarf að fá lungnaþroskandi meðöl. Þetta er lítill gutti sem heldur fast í lífið, það er ekki hægt að segja annað. 4 vikur síðan vatnið fór og núna er um 3,5 cm fósturvatn þar sem venjulega er um 15 cm.
Hafið það gott vinir mínir og vandamenn. Ég sakna ykkar og þykir MJÖG MJÖG vænt um ykkur. Guð blessi ykkur og varðveiti!
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Fólk
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt
- Cardi B sakar Offset og móður hans um stuld
- Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé
Íþróttir
- Elliði svekktur: Ég brást liðinu
- Arnar: Tók mig 48 ár að horfast í augu við þetta
- Kynntur til sögunnar í París
- Hákon skoraði í toppslagnum í Frakklandi
- Króatar urðu fyrir áfalli
- Fjögur lið komust áfram í kvöld
- Óvænt tap Tindastóls á Ásvöllum
- ÍR nærri stigi gegn Fram
- Það er óskandi að fólk fjölmenni á Hlíðarenda
- Andlát: Denis Law
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur.
Árni Jökull biður að heilsa Salómoni vini sínum sem hann saknar MIKIÐ.
Skilaðu hlýrri kveðju til Ho-Hsing og við biðjum fyrir henni og litla drengnum.
Miss you too!
Álfheiður (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 08:44
uss Fanney ég er búin að reyna hundrað sinnum að komast inn hérna svo fattaði ég hvað var að ég sauðurinn alltaf með stóra stafi en ætlaði bara að kasta kveðju á ykkur þarna úti sakna þín stelpa kyssa svo alla kallana frá mér kveðja Anna Panna
Anna Ósk (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:55
Ææ takk fyrir það Anna mín. Ég sakna ykkar líka.. Hvernig var í afmælinu hennar SONJU með stórum stöfum? Og hvað er að frétta af KÁRA PÁLI?
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 9.12.2008 kl. 05:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.