Leita í fréttum mbl.is

Jólatónleikar Hjálpræðishersins...

Við Fjölnir fengum miða á jólatónleika Hjálpræðishersins og þeir voru í gær. Okkur fannst rosalega gaman og upplifun fyrir okkur að fara á svona flotta tónleika.

Svo voru jólatónleikar hér á Fjellhaug í gær... ég var með hugleiðingu. Skelli henni inn hérna þegar ég er búin að þíða hana yfir á íslensku... 

Læt þessa bæn hér inn í dag og bið Guð um að blessa ykkur!

 

Herra, gefðu mér augu þín
svo ég sjái þegar aðrir líða
Herra, gefðu mér augu þín
svo ég geti séð sársauka í brosi

Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég heyri hljóðan hjartagrát
Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég geti heyrt þögul hjálparóp

Herra, gefðu mér munn þinn
er mælir orð sem gleðja
orð sem uppörva
orð sem styrkja
orð sem gefa von

Herra, gefðu mér hendur þínar
sem ætíð opnast öllum mót
sem styðja á niðurbeygða öxl
sem strjúka burt tár
sem gefa og taka á móti

Herra, gefðu mér af hjarta þínu
svo ég geti fundið til með þeim sem líða
svo ég geti glaðst með þeim glöðu
 svo ég geti elskað, - elskað eins og þú.

Sölvi H. Hopland

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi bæn er yndisleg!

Það er alltaf gaman að fara á góða tónleika, við erum að fara á Frostrósir í kvöld. Kemurðu?

Álfheiður (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Var gaman ??

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 9.12.2008 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband