Föstudagur, 5. desember 2008
Jólatónleikar Hjálpræðishersins...
Við Fjölnir fengum miða á jólatónleika Hjálpræðishersins og þeir voru í gær. Okkur fannst rosalega gaman og upplifun fyrir okkur að fara á svona flotta tónleika.
Svo voru jólatónleikar hér á Fjellhaug í gær... ég var með hugleiðingu. Skelli henni inn hérna þegar ég er búin að þíða hana yfir á íslensku...
Læt þessa bæn hér inn í dag og bið Guð um að blessa ykkur!
Herra, gefðu mér augu þín
svo ég sjái þegar aðrir líða
Herra, gefðu mér augu þín
svo ég geti séð sársauka í brosi
Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég heyri hljóðan hjartagrát
Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég geti heyrt þögul hjálparóp
Herra, gefðu mér munn þinn
er mælir orð sem gleðja
orð sem uppörva
orð sem styrkja
orð sem gefa von
Herra, gefðu mér hendur þínar
sem ætíð opnast öllum mót
sem styðja á niðurbeygða öxl
sem strjúka burt tár
sem gefa og taka á móti
Herra, gefðu mér af hjarta þínu
svo ég geti fundið til með þeim sem líða
svo ég geti glaðst með þeim glöðu
svo ég geti elskað, - elskað eins og þú.
Sölvi H. Hopland
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Innlent
- Alma vanhæf vegna hlutastarfs eiginmannsins
- Jákvæður tónn þrátt fyrir vonbrigði
- Björk biður stjórnvöld að bregðast við
- Klæðning fauk næstum því af fimmtu hæð
- Opinn fundur með Daniel Hannan
- Rannveig hyggst láta af störfum á næsta ári
- Dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar
- Bjórverðið er komið yfir sársaukamörk
Erlent
- Comey kveðst saklaus
- Gervigreindarfyrirtæki of hátt metin
- Lögreglan fær heimild til að skjóta niður dróna
- Bjartsýni í viðræðum um lok stríðsins
- Saka Ísrael um sjóræningjastarfsemi
- Fjórir látnir eftir að bygging hrundi í Madríd
- Hyggjast banna samfélagsmiðla fyrir börn
- Myndskeið: 3.000 ára grafhýsi opnað almenningi
Athugasemdir
Þessi bæn er yndisleg!
Það er alltaf gaman að fara á góða tónleika, við erum að fara á Frostrósir í kvöld. Kemurðu?
Álfheiður (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 08:38
Var gaman ??
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 9.12.2008 kl. 05:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.