Föstudagur, 5. desember 2008
Jólatónleikar Hjálpræðishersins...
Við Fjölnir fengum miða á jólatónleika Hjálpræðishersins og þeir voru í gær. Okkur fannst rosalega gaman og upplifun fyrir okkur að fara á svona flotta tónleika.
Svo voru jólatónleikar hér á Fjellhaug í gær... ég var með hugleiðingu. Skelli henni inn hérna þegar ég er búin að þíða hana yfir á íslensku...
Læt þessa bæn hér inn í dag og bið Guð um að blessa ykkur!
Herra, gefðu mér augu þín
svo ég sjái þegar aðrir líða
Herra, gefðu mér augu þín
svo ég geti séð sársauka í brosi
Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég heyri hljóðan hjartagrát
Herra, gefðu mér eyru þín
svo ég geti heyrt þögul hjálparóp
Herra, gefðu mér munn þinn
er mælir orð sem gleðja
orð sem uppörva
orð sem styrkja
orð sem gefa von
Herra, gefðu mér hendur þínar
sem ætíð opnast öllum mót
sem styðja á niðurbeygða öxl
sem strjúka burt tár
sem gefa og taka á móti
Herra, gefðu mér af hjarta þínu
svo ég geti fundið til með þeim sem líða
svo ég geti glaðst með þeim glöðu
svo ég geti elskað, - elskað eins og þú.
Sölvi H. Hopland
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Innlent
- Læt vera að rifja upp hvernig talað var um mig
- Verðlaunaður fyrir óþreytandi vinnu í ríflega hálfa öld
- Flugslys á Blönduósi: Fjórir fluttir á sjúkrahús
- Þú ert þá ekki góður í því sem þú ert að gera
- Vatnsleysi frá Hlíðum að Bolholti
- Ingvar útskýrir fjarveruna frá þingi
- Guðrún og Kristrún tókust á um planið
- Ingvar aftur í leyfi frá þingstörfum
Erlent
- Landeigandi telur systurnar frá Kóreu hafa stokkið
- Segir viðurkenningu Palestínu aðeins styrkja Hamas
- Sakaður um morð á Blóðuga sunnudeginum
- TikTok fari undir bandarískt eignarhald
- Lífsýni á vettvangi stemma við Robinson
- Ítrekar aðdáun sína: Vill meina Ísrael þátttöku
- Stúlka alvarlega særð eftir hnífstungu
- Segir nei við bresku lögregluna
Athugasemdir
Þessi bæn er yndisleg!
Það er alltaf gaman að fara á góða tónleika, við erum að fara á Frostrósir í kvöld. Kemurðu?
Álfheiður (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 08:38
Var gaman ??
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 9.12.2008 kl. 05:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.