Miðvikudagur, 10. desember 2008
Bolkesjø - Jólaverkstæði - læknavaktin
Helgin var frekar annasöm... ekkert nýtt kannski, en samt öðruvísi enn venjulega þar sem við keyrðum til Bolkesjø, 11/2 - 2 tímar á laugardeginum. Þar var okkur boðið í jólaboð. Bergþóra Laila, dóttir Ingu og Ib Wessmann bauð bræðrum sínum, Ægi Ib og Flemming Gauta, með fjölskyldum, foreldrum sínum og börnum hennar og Lars mannsins hennar í jólaboð á hótelinu og okkur með. Vá þetta er doldið flókið, en þið finnið út úr þessu!
Þetta var rosalega gaman. Yndislegt frændfólk! Maturinn góður, landslagið frábært og bara gaman að komast aðeins úr þessu daglega og fá að gista á hóteli.
Á leiðinni uppeftir tókum við eftir að Davíð var kominn með augnsýkingu. Þegar leið á kvöldið fór hún að versna og eftir matinn var hún orðin það slæm og hann kominn með hita, þannig að við töltum upp á herbergi svona um tíu ellefu leitið... Horfðum á BEEEE movie og höfðum það kósý!
Því miður kom Daníel ekki með, bæði þurfti hann að vinna á laugardaginn og svo hélt hann að það væri kannski ekkert gaman að fara í svona fjölskyldudæmi... En hann sá eftir því þegar hann heyrði ferðasöguna greyjið!
Frá Bolkesjø brunuðum við yfir til Ski... 2 tíma akstur og þar var Kristín Steingrímsdóttir, "gömul" vinkona mömmu búin að gera klárt fyrir piparkökubakstur og jólaverkstæði... Dóttir hennar, Ragnhild Terese ogsonur hennar Theodor og kærasti RT Espen voru þarna líka í heimsókn og svo kom Kjell, maður Kristínar.... Þetta var líka alveg frábært, nema augnsýking Davíðs var orðin frekar mikil og skapið farið að versna.
Svo til að kóróna þetta brenndi Salómon sig á piparköku gluggunum. Við höfðum sett mola í gluggagötin til að fá alminnilega glugga og hann hélt í þetta um leið og hliðin kom úr ofninum og brenndi sig rosalega á vísifingri og á milli þumalfingurs og vísifingurs. Vá! ég hef sjaldan heyrt önnur eins óhljóð.. alla leiðina heim grét hann og öskraði af sársauka. Hann sofnaði með hendina í vatnsbaði og við fórum á læknavaktina með Davíð til að fá augndropa og brunasmyrsl furir Saló. Við fengum það og þeir fóru í háttinn með sitt hvora tegundina af smyrslum. Annar í augunum og hinn á hendinni!
Jæja.. ég er að fara í viðtal í skólanum... hafið það gott kæru vinir! Guð blessi ykkur og ég vona að nærvera Heilags Anda sé svo sterk í kringum ykkur að þið finnið fyrir henni. Hann er í okkur sem trúum og gefur okkur það sem við þörfnumst. Hann leiðbeinir okkur og huggar okkur.Hann styrkir trú okkar.
Kærar kveðjur frá Fanney
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Innlent
- Riftir samningi við þrjú stór sveitarfélög
- Car Rental Iceland, Deloitte og Árvakur efst
- Vill sigla með Faktorshúsið í nýjan bæ
- Víða væta á landinu í dag
- „Barnavæðing“ menntaskólans
- Helsingjafaraldur ógnar afkomu bænda
- Skemmtistaðaeigendur varaðir við meintum nauðgurum
- Hiti náði sextán stigum
- Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun
- Enn annar vasaþjófurinn handtekinn í Reykjavík
Erlent
- Heimsins lengsta jarðarberjaterta bökuð í Frakklandi
- Segir að Úkraína gæti þurft að gefa eftir land til að ná friði
- 130 þúsund manns hafa vottað páfa virðingu sína
- Fimm lögreglumenn fórust í flugslysi
- Byrjaður að selja Trump 2028-varning
- Segir Rússa hafa notað flugskeyti frá Norður-Kóreu
- Árásarmaðurinn bölvaði vistmorð í stefnuyfirlýsingu
- Leitaði skjóls frá árásum Rússa inni á klósetti
- Stríðsaðgerð sem verði svarað af fullum þunga
- Hvetur Pútín til að hætta að ljúga
Fólk
- Mamman samþykkir Kylie Jenner
- Kvikmynd Hlyns á aðaldagskrá í Cannes
- Transtónlistarmaður aflýsir tónleikum í Bandaríkjunum
- Lizzo ræddi opinskátt um þyngdartap sitt
- Geislandi glaður og þakklátur
- Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni verðlaunuð
- Óvænt endurkoma Robs Kardashian
- Barnastjarna fannst látin við árbakka
- Twilight-leikkona í hnapphelduna
- Sonur Schwarzenegger nær óþekkjanlegur
Viðskipti
- Kaupendur hafna skipulagi
- Bjartsýn á að samtal muni eiga sér stað
- Kveður við nýjan tón í tollamálum
- Lífeyrissjóðir selt mikið af hlutabréfum
- Verðum að standast samanburð
- Rafbílasala í mikilli sókn KIA söluhæst á árinu
- Samtalið við stjórnvöld hafi verið lítið
- Apple og Meta fá 100 milljarða sekt
- OK hlýtur sjálfbærniviðurkenningu
- Áforma 100 þúsund fermetra hverfi
Athugasemdir
Hey ... þú hvarfst ... ég er miður mín ... er í lagi með þig góða?
Álfheiður (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.