Laugardagur, 3. janúar 2009
Gleðilegt ár...
... já nú er langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér.. Við vorum á kafi í skólanum alveg til 18. des en þá kom jólafrí eins og himnasending þar sem við vorum orðin frekar þreytt öll saman. Við vorum á gistiheimili sem er á Aastad Gård í Asker. ca 20 mín frá Osló. Þar var nánæst öll fjölskylda Fjölnis. Gulli kom frá Kristiansand með sína Trine og 2 börn og Stefán kom með Jónu og syni þeirra frá Íslandi. Viggi Palli og Sigrún áttu ekki langa leið þar sem þau búa í næsta húsi... Við áttum mjög góð jól saman. Borðuðum MIKIÐ góðann mat og bara chilluðum.
Þetta er mynd af Aastad Gård:
Takk kærlega fyrir jólakortin þið öll sem senduð okkur... Það var yndislegt að lesa þau á aðfangardag! Besta jólagjöfin!
Annars er nú bara gott að frétta af okkur. Á þriðjudaginn byrjar næsta törn... Það verður örugglega mjög skemmtilegt. Við byrjum á Nýja Testamentinu. Gott að fara í Biblíuna aftur!
Ég vona að þið hafið það gott. Guð blessi ykkur! Kveð með þessum orðum.. Kólussubréfið 3:15
Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama. Verið þakklát.
Kærar kveðjur frá Fanney og co.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Gott að heyra frá ykkur
Álfheiður (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:03
bara að kvitta er ekki allt gott hjá ykkur kveðja
Anna Ósk (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.