Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Greyið Danni...
Daníel slasaði sig aftur í dag... hnéskelin fór aftur út úr lið.. :-(((( Þá er það bara 5-6 vikur á hækjum aftur og svo að æfa sig upp aftur. Greyið kallinn! Hann er frekar leiður, en samtímis er hann að upplifa að strákar sem hann hefur kynnst hér á Fjellhaug hugsa vel um hann og eru svo kærleiksríkir. Einn kom með Playstation tölvu og fótbolta leiki og er búinn að spila við hann í allt kvöld. Annar lánaði honum DVD myndir og amma og afi komu alla leið frá Asker bara til að knúsa hann og gefa honum uppáhalds súkkulaðið sitt... Firkløver!
Ég bið kærlega að heilsa ykkur öllum og vona að þið hafið það gott. Við erum rosalega ánægð í skólanum og erum áþreifanlega vör við gæsku Guðs og varðveislu! Guð er yndislegur faðir!
Við fengum vers frá bekkjasystur okkar Fjölla til Daníels... læt þau fylgja:
Sálm 86:7 "Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig
því að þú bænheyrir mig. "
Orðskv. 3:26 "því að Drottinn verður athvarf þitt
og varðveitir fót þinn svo að hann verði ekki fanginn. "
Knús frá Fanney og Co.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Æjj knús á hann greyjið.. vona annars að þið hafið það sem best þarna í norge við erum hress hérna heima, en það mun sennilega aðeins endast til morguns þar sem hálskirtlataka bíður mín á nesk en bið að heilsa öllum!
kv Ása og gamlibal
Ása Karen (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:51
Elsku kjéllingin! Ég vona að kirtlatakan gangi vel hjá þér! Guð veri með þér! Bið að heilsa öllum þínum ... sérstaklega gamlabal!
Knús frá norsurunum!
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 21.1.2009 kl. 07:33
Úff þetta hlýtur að hafa verið mjöög vont og ekki gaman að lenda í þessu tvisvar. Vona að þetta lagist sem fyrst.
Það er annars allt fínt að frétta af okkur, Kristín er komin suður til mín og er meira að segja komin með vinnu þó að það sé mikið atvinnuleysi. Gangi ykkur áfram vel! kv. Sigríður Ásta
Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.