Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Ekkert smá almennilegt
Í gær var okkur boðið í mat af ungum herramanni sem er í skólanum með okkur. Hann heitir Torstein og hann hefur verið talsvert með okkur síðan í haust. Hann er 24 ára og alveg yndislegur strákur. Á ekki stóra fjölskyldu, eiginlega bara mömmu og 2 móðursystkin ásamt 2 frændsystkinum... Hann kom og eldaði fyrir okkur Tailendskan mat og bauð okkur svo heimabakaða kanilköku í desert... nammi namm. Læt hér fylgja mynd af honum:
Myndar drengur... eins og þið sjáið.
Í dag og út vikuna verðum við Fjölnir á svokölluðu CHED námskeiði. Þetta er einskonar djákna námskeið og ég hlakka rosalega til að taka þátt í því.
Í morgun þegar ég var að lesa fékk ég þessi orð úr sálmi 119 (sem er lengsti sálmur Biblíunnar) Þetta eru vers 129-136 en þið getið slegið upp í Biblíunni og lesið lengra ef þið viljið ... frábær lestur!
"Reglur þínar eru dásamlegar, þess vegna heldur sál mín þær.
Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra.
Ég opna munninn af ílöngun, því ég þrái boð þín.
Snú þér til mín og ver mér náðugur, eins og ákveðið er þeim er elska nafn þitt.
Gjör skref mín örugg með fyrirheiti þínu og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér.
Leys mig undan kúgun manna, að ég megi varðveita fyrirmæli þín.
Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn og kenn mér lög þín.
Augu mín fljóta í tárum, af því að menn varðveita eigi lögmál þitt."
Ég vona að þið eigið yndislegan dag. Lítið upp til Guðs og andvarpið ef þið þarfnist hjálpar!!
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
nei vá hvað hann er sætur :D er hann á lausu???? hahahahahaha ;) vantar honum ekki konu??? nei smá djók varð að kommenta og segja hvað hann er sætur ;)
Vona að allt gangi vel hjá ykkur. Gaman að lesa bloggið ykkar og fá að fylgjast með ykkur ;) Gangi ykkur allt í haginn.
Kveðjur frá okkur mæðgum :**
Eyja (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.