Laugardagur, 21. febrúar 2009
Er ekki lífið yndislegt ??
....jú það er það, og oftast uppgötvar maður það þegar maður gerir einfalda hluti, eða einfaldlega bara er með manneskjum sem manni þykir vænt um.
Dagurinn í dag:
Vaknaði kl 07:50 við Davíð Pálma sem var svangur og vildi súrmjólk með púðursykri.. Ég varð við þeirri beiðni og fór svo að lesa í Biblíunni. lenti á 1. og 2. Pétursbréfi. Gaf mér mikið!
Salómon kom fram um 8:40 og fór beint að horfa á barnaefnið... stoppaði ekki einu sinni til að borða...
Fjölnir vaknaði um 09:00 og eftir smá spjall fórum við að reyna að lesa til að undirbúa okkur fyrir verkefnið sem við eigum að skila á föstudaginn.
Um 10:00 setti ég í snúða og skólabrauð til að taka með til Tsega, bekkjasystir okkar Fjölla, þar sem við vorum boðin í mat til hennar kl 15:00.
Um 11:00 vaknaði Markús. Hann fór í sturtu og bauðst svo til að fara með Salómon og Davíð í Rema 1000 til að kaupa laugardagsnammi... það endaði með því að Fjölli og Saló fóru að gera snjóhús fyrir utan blokkina okkar í snjóskafli og við Markús fórum með Davíð Pálma út í búð að kaupa laugardagsnammi fyrir alla famelíuna.
Ég bakaði snúðana og skólabrauðin, Inger Lise hringdi í mig og bauð okkur að koma og fá okkur kaffi og með því í nýja gallerí/kaffihúsinu þeirra Steinars.
Kl 14:00 vorum við farin og áttum yndislega stund hjá Steinar og Inger Lise. Þangað komu systir hans og maður og Inger Lise diskaði upp vöfflum, snúðum, skólabrauði og gulrótarköku. Góðu kaffi og heitu kakói.
Rúmlega þrjú fórum við til Tsega og hennar drengja Enok og Joel. Þangað komu svo vinur hennar, vinkona og svo var "nokkra daga leigjandi" líka frá Eritríu. Við áttum frábæra stund, spjölluðum og borðuðum á okkur gat. Strákarnir léku sér úti og inni og svo héldum við heim um 19:30.
Þegar heim kom var Daníel að búa sig til að fara í heimsókn til Torstein, Daníel var heima í allan dag aleinn greyið, þar sem hann nennti ekki að koma með... :-((
Davíð var svæfður, Fjölli og strákarnir héldu áfram með sjóhúsið og ég bjó til heitt kakó og fór með það og snúða út í húsið... Læt fylgja myndir af "herligheten"
Þetta er uppskrift af góðum degi!! og til að kóróna allt saman þá á Aðalbjörg afmæli í dag!!! Til hamingju með daginn góða vinkona!
Knús frá Fanney og strákunum...
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Það eru litlu hlutirnir sem að gleðja hjá manni hjartað :)
Gaman að skoða myndirnar af strákunum og sjá hvað þeir stækka hratt! Hugsa alltaf um það hvað það er stutt síðan að þeir voru litlir Daníel og Markús og ég að passa þá. Tíminn líður of fljótt. Yndislegt að heyra að allt gengur svona frábærlega hjá ykkur, bið innilega að heilsa strákunum :)
Hafrún Brynja Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.