Miðvikudagur, 11. mars 2009
Langt síðan síðast...
... bæði út af því að það hefur verið mikið að gera og líka út af því að ég vildi minka tölvuveru mína!
Mamma og Pabbi eru í heimsókn, og það er yndislegt að hafa þau. Bæði fyrir okkur fullorðnu og strákana. Við erum ekki búin að gera neitt með þeim, bara drekka kaffi og spjalla og svo eru þau búin að fara hingað og þangað að hitta gamla vini og ættingja. Þau verða til 15. mars ... sem betur fer er ég að fara til Íslands þann 31. mars, til að fara í ferminguna hennar Áróru. Annars held ég að það væri erfiðara að sjá af m+p ..
Daníel er allur að koma til í hnénu. Hann er að fara í endurhæfingu á eftir og ég vona að það gangi vel svo hann hafi möguleika á að spila fótbolta aftur.. Hann er annars mjög brattur í félagslífinu hér á Fjellhaug, er varla heima hjá sér. Það er gott, nema að hann er ekki að hugsa mikið um lærdóminn :-((
Markús er ágætlega hress. Hann er rosalega stífur í öxlunum, sem veldur mér áhyggjum. Hann hefur líka verið að tala um að honum sé svo illt í höfðinu. Hann er að fara til læknis út af þessu, en þið megið alveg biðja fyrir honum.
Salómon er frekar hress. Gengur vel í skólanum held ég (er að fara í viðtal á morgun og fæ þá að vita nákvæmlega) Hann leikur aðeins við stelpurnar hér á svæðinu, en líka við Davíð Pálma. Þeir eru voða sætir saman.
Síðastur en ekki sístur er Davíð Pálmi. ..Hvað get ég sagt um hann?? Hann er ákveðinn (eiginlega bara frekjustampur), fyndinn, lítill :-( krúttíbolla... Hann er svakalega ánægður í skólanum. Er að fara heim með Erle á morgun. Þau eru eins og lítil hjón er mér sagt. Leika, rífast og sættast oft á dag :-)
Við Fjölnir erum á kafi í skólanum. það er svo mikið að lesa að ég kemst varla yfir það. Ég er komin með svo mikla vöðvabólgu að ég þarf að passa mig (þess vegna tölvuveru minnkun) Við erum mjög ánægð með námsefnið: Predikun og Sálgæslu. Það sístefnda er alveg okkar fag. Gott að læra faglega um það sem við höfum svona mikinn áhuga á. Predikunin er líka áhugaverð. Fjölnir er búinn að flytja sína ræðu. Gerði það sl. miðvikudag í bænahúsi á Ski. Honum gekk mjög vel. Talaði útfrá 1. Mós. 12:1-3
Jæja gott fólk.Hvað er annars að frétta af ykkur??
Skil ykkur eftir með vers úr Biblíunni sem ég dró úr mannakorninu... Job 2:10
Fannsapannsa og co.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Hæ, alltaf gaman að kíkja hér inn og skoða :)
Er búin að bjóða Daníel í fermingarveislu og grill og vídjó að hætti Hannibals, kemst vonandi suður að hitta þig líka! Hvað verðuru lengi á klakanum?
Bið annars að heilsa öllum! Vonandi fara þeir bræður allir að koma til, er sjálf búin að vera í svipuðu veseni og Markús, það lagast vonandi hjá honum fljótt :) Knús og kossar á línuna.. ;*
Ása Karen (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:48
Ég þori ekki öðru en að kommenta
Takk fyrir spjallið í dag mín kæra! Dásamlegt að eiga svona stund saman og ég er enn glöð í hjarta!
Heyrumst fljótlega aftur ...... jæja....
Álfheiður (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:40
Sæl Fanney! Takk fyrir kveðjuna og ekki síst fyrir versiið! Það er gaman að fá að fylgjast með ykkur í náminu á Fjellhaug. Líka að sjá myndirnar. Eitthvað kannast ég við borðstofusettið! Áræðanlega það sama og við vorum með!
Við erum nokkuð spræk en farin að lýjast dálítið- ekki bara dans á rósum kristniboðalífið! En við finnum að Guð er að nota okkur og það er það sem mestu skiptir. Við hlökkum samt mikið til að fara heim í frí í sumar og vera með vinum og vandamönnum.
Gangi ykkur áfram vel og Guð blessi ykkur öll.
Bið að heilsa þeim sem við mig vilja kannasst þarna á Fjellhaug.
Kær kveðja
Helga Vilborg
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:37
hellúúú!!!!!!!!
tæpar tvær vikur í hitting!!! yeah!! wooohoooo..
hvað segirðu um ofurpæjuútaborðelsi helgina 3-5.apríl? ég býð!
nei, kannski ekki 5 apríl, þá erum við báðar í fermingum.. en kannski 3. eða 4.? við komum keyrandi frá ísó sennilega 3ja..
jeij jeij, hvað verður gaaaaaman!!! þú átt eftir að fá marbletti eftir allt knúsið.. hehe.. þú reyndar færð marbletti þó ég hugsi bara um að knúsa þig
knúsíkissí, Aldapalda
Alda (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.