Mánudagur, 13. apríl 2009
Hvað skal segja....
Ég er alveg að detta úr þessu bloggi, en vil samt reyna að halda mig við það. Bæði til að bera fréttir til ykkar og halda dagbók um það sem við erum að gera... hefur eiginlega virkað sem mánaðarbók undanfarið...
Ég skellti mér til Íslands þann 31. mars.. ástæðan var að Áróra Eir, systurdóttir mín, var að fermast þann 5. apríl. Athöfnin var í Lágafellskirkju, virkilega góð messa. Ég verð nú að segja að það er gott að koma inní þetta form. Vita hvað gerist næst, taka þátt í messuliðunum og njóta þess að eiga samskipti við Guð og menn. Það voru um 15 börn sem játuðu Jesú Krist sem leiðtoga sinn og vonandi er þetta þá bara byrjunin af trúarlífi þeirra sem fullorðnir einstaklingar, en ekki endapunkturinn á kirkjugöngu þeirra!
Það var yndislegt að hitta alla ættingja og vini mína sem ég hitti. Gott að eiga rólegar stundir með sérstaklega mömmu og pabba. Venjulega þegar við hittumst er svo mikill erill í kringum mig, vegna drengjanna, að við varla náum að klára setningar. Við gátum bara spjallað um allt og ekkert og kúsað okkur. Líka gaman að hitta alla í fermingarveislunni. Fullt af fólki sem ég hef ekki hitt lengi. Svo fór ég út að borða með henni Öldu minni á Sjáfarmarkaðinum. Rosalega góður matur og einstaklega skemmtilegt "selskap" við töluðum og töluðum og töluðum...
Svo um kvöldið þann 5. fór ég til Keflavíkur til að ná í frumburðinn sem var að koma til að fara austur um páskana. Hann verður þar fram á 15. apríl.
Snemma snemma um morguninn þann 6. keyrði pabbi mér svo til Keflavíkur. Þá átti ég L A N G T ferðalag fyrir höndum.. Fyrst flug til Gardemoen, bið í 4 tíma þar og svo lestarferð í um 5 og hálfann tíma til Kristiansand. Þar hitti ég eiginmanninn og guttana mína ásamt Gulla, bróðir Fjölla, hans komu Trine og 2 börn, Idun Andrea og Jón Stefan. Fjölli og strákarnir höfðu farið þangað á föstudeginum til að hjálpa Gulla að flísaleggja ganginn og pússa upp og búa til baðherbergi. Það var eins og ég hefði ekki hitt drengina mína í nokkur ár, því þeir tóku á móti mér með teikningum, gjöfum og kossum og knúsum. Ég upplifði mig sem sárt saknaðar mömmu og eiginkonu. Góð tilfinning. Davíð Pálmi átti afmæli þennan dag, en hann var sofnaður, þessi elska, en kom uppí um nóttina alsæll yfir því að vera búinn að fá mömmu sína aftur. Við fórum svo daginn eftir uppí skóg með pulsur og marsmellow.. grilluðum pulsurnar og í desert var svo marsmellow klesst með súkkulaði og kexi.. nammi namm. Trine undirbjó þetta allt saman og við áttum æðislega skógarstund saman. Takk Trine!! Á fimmtudeginum fórum við svo í dýragarðinn, sáum alls konar dýr.. ljón, tígrisdýr, gíraffa, sebrahesta, Timon, slöngur og fleira og fleira.. Mjög skemmtilegur dagur. Um kvöldið komu teindó og Steini, bróðir Fjölla og hans kærasta Linda til Kristiansand. Það var rosalega gaman að kynnast henni. Og við áttum mjög góðan tíma saman.
Svo fórum við daginn eftir, eða á Föstudeginum langa heim á leið. Fórum fyrst til Lindesnes, sem er syðsti punktur Noregs. Það er viti og heilmikil saga í sambandi við heimsstyrjöldina. Við rúlluðum svo heim á leið um 16 leitið og vorum komin um 22. Allir ánægðir en þreyttir.
Daginn eftir var veðrið yndislegt og við sátum úti með guttana með nesti og horfðum á þá hjóla og leika sér á hjólabretti og hlaupahjóli. Mjög gaman. Um 17 leitið fylltist allt af lögreglubílum og blaðamönnum. Einhver maður hafði þröngvað sér inn á herbergi eins leigjandans hér við skólann. Fjellhaug legir út herbergi til nemenda við aðra skóla. Maðurinn reyndi að nauðga henni en tókst það ekki sem betur fer. Hann skar hana samt með hnífi í átökunum, en sem betur fer slapp hún tiltölulega ómeidd, bara með 2 - 3 stungur og svo náttúrulega andleg sár. Lögreglan leitaði hans hér með hundi og var heillengi hér. Ekki mjög gaman að svona lagað gerist í nágrenni mans þegar strákarnir hafa verið hér úti að leika sér bara rétt áður.. Svo um kvöldið komu teindó, Steini og Linda í pizzu.
Páskadagurinn rann upp og byrjaði eins og síðustu páskadagar hafa gert. Páskaeggjaleit drengjanna. Þeir skemmtu sér konunglega og eftir að hafa fundið þau var komið sér vel fyrir fyrir framan barnaefnið í sjónvarpinu og namminu skóflað inn. Davíð Pálmi á metið. Rosalega er hann snöggur. Hann var byrjaður á hinna eggjum áður en þeir gátu snúið sér við...
Dagurinn í dag var líka mjög góður. Við byrjuðum rólega, Svenni kom í kaffi og svo hafði okkur verið boðið að mæta í páskaeggjaleit í leikskólanum hans Davíðs.. mikil spenna út af þessu síðustu daga.. Við mættum með þá tvo yngstu og það var byrjað á að finna fullt af litlum eggjum. Svo var farið inn og borðað pizza og hlaup með vanillusósu í desert. Svo var hoppukastali og alls konar dót og endað á leikriti og afhendingu á handbrúðu og nammipoka. Frábærlega skemmtilegt og góð stund fyrir okkur foreldrana að kynnast betur. Þetta er besti leikskóli sem ég hef kynnst.. á þá var ég ekkert óánægð með hina 3...
Jæja gott fólk. Þá hafið þið fengið afdrifum okkar um páskana lýst. Vonandi höfðuð þið gaman af.
Á morgun erum við Fjölli að byrja á heimaprófi, eða verkefni, sem stendur yfir í tæpa 4 daga. Það verður annaðhvort úr sálgæslu eða predikun.. gaman gaman :-)
Guð blessi ykkur og varðveit!
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Hæ hæ, takk fyrir síðast og gleðilega páska! Gott að heyra að ferðin heim hjá þér gekk vel. Við Kristín erum aftur komnar til Reykjavíkur eftir páskafríið fyrir austan, sem var mjög gott. Hlakka til að fara aftur heim í sumar og hitta ykkur:) kv. Sigríður Ásta
Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 09:02
Jæja dúllan mín, gott að heyra að allt er í góðum gír hjá ykkur. Við komum heim í nótt, við ÁJ erum komin austur og þau hin á leiðinni. Gista á Höfn í nótt. Frábær ferð að baki.
Heyrumst við fyrsta tækifæri .... knús í kotið.
Álfheiður (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.