Laugardagur, 6. júní 2009
Rosalega líður tíminn hratt!
Ég er varla með sjálf... Nei nei, en það er alveg rosalega mikið að gera. Síðan síðast eru Beyene og Galle farin... það var alveg æðislegt að hafa þau.
Áróra er hér enn og gott er það! Yndislegt að hafa hana líka :-) Markús og hún skottast um í T-bananum og hér heima.
Daníel er í prófum. Búin með munnlegt próf í náttúrufræði og ensku. Gekk bara ágætlega, hann getur þetta ef hann vill! Hann er ný kominn heim úr þriggja daga "friluftstur" hann skemmti sér bara vel, en er með blöðrur á höndunum eftir róðratúr.. Svo er hann núna í undirbúning fyrir munnlegt lokapróf í náttúrufræði og þá getur hann átt eitt eftir eða ekkert, allt eftir því hvort hans nafn verði dregið úr potti eða ekki ??
Markús er búinn að vera með vini sínum Nikolai og foreldrum hans í sumarbústað á Tjøme. Mjög næs held ég. Það verður erfitt að skilja við Nikolai fyrir hann. Þeir eru voða góðir vinir.
Salómon er farinn að hlakka mikið til að fara til Íslands. Vona bara að landið og fólkið standi undir væntingum hans sem eru MIKLAR :-) greyið kallinn..
Mér er farið að kvíða mikið fyrir að flytja litla karlinn úr hans umhverfi. Honum líður svo vel í leikskólanum.. munið þið hvað honum leið illa fyrstu vikurnar? og svo er það afinn og amman... ég get nú varla hugsað þá hugsun til enda :-((
Við höfum verið að reyna að undirbúa okkur fyrir prófið sem verður þann 11. en það er erfitt þar sem það eru svo margir sem við viljum vera með svona áður en við förum. Við fórum að horfa á Idu, guðdóttur okkar, sem var að fá nýtt belti í Taikwondo. Það var rosalega gaman og þar sem mamman hennar, Inger-Lise, átti afmæli var okkur boðið í Sushi heim til þeirra á eftir. Áróra og Markús voru svo væn að passa litlu guttana fyrir okkur, þannig að þetta varð rólegt og gott kvöld með góðum vinum!
Anna Björg og börn eru að koma þann 11. og það verður gaman að fá smá tíma með þeim. En við verðum samt að pakka og þrífa allt fyrir þann 18, því þá sendum við nokkrar töskur og kassa heim og svo leggjum við í hann þann 21. Fyrst til Skagen, Sigga Alma, gömul vinkona mín, ætlar að hýsa okkur eina nótt eða tvær og svo fer ferjan heim frá Hanstholm þann 23. Seyðisfjörður here we come þann 25.
Bless elskurnar í bili. Hlökkum til að sjá ykkur á Íslandinu góða!!
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Snilld að sjá að það er lífsmark með ykkur, kæru vinir.
Hlakka til að sjá ykkur í lok mánaðar ... ekki svo langt þangað til.
Sérstakar kveðjur til SSF frá ÁJG
alf... (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.