Sunnudagur, 7. júní 2009
Elsku kallinn minn :-)
Salómon slasaðist í dag.
Hann var að skylmast við Áróru frænku sína og datt á steinkant niður í kjallaragang á steypu og skarst á hökunni og braut höndina..
Við þutum niður á bráðavaktina og þar var hann deyfður og saumaður með 3 sporum og gipsaður. Hann stóð sig eins og hetja!! Hann var svo hræddur við nálina sem átti að deyfa hann á hökunni að hann þurfti að fá næstum því svæfingu til að hægt væri að deyfa og sauma. En þá fannst honum þetta bara gaman og ekkert mál hann var svolítið ringlaður greyið í klukkutíma eða tvo á eftir og svo var hann alveg búinn og sofnaði. Elsku kallinn minn!! Hann verður í 4 vikur í gipsi en á að koma eftir 10 daga í röntgen og nýtt gipsi. Verð að segja að mér kvíðir mest fyrir að láta taka saumana sem er eftir viku...
Endilega biðjið fyrir honum. Hann kvíðir fyrir að fara í skólann á morgun!
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Our prayers and thoughts are with him. He is a brave little man.
Big hugs from his cousins, Ingi Benedikt, Jónatan Jopie and Óliver Aradhana. Knús og kossar frá okkur öllum í Mosfellsbæ.
Cynthia (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:52
Stórt knús til stórrar hetju. Jakob biður voða vel að heilsa honum. Hann var líka duglegur því hann meiddi sig líka í dag og það þurfti að sauma 3 spor hjá honum líka. Hann var að skylmast við Helga vin sinn sem tók hlutverkið all alvarlega og afleiðingin var brotin spýta í höfðinu á Jakobi, stór kúla og gat. Hann sem ætlaði að halda upp á afmælið sitt á morgun í sundi en má ekki fara í vatn með höfuðið í viku þannig að við frestum bara afmælinu fram í ágúst. hLÖKKUM TIL AÐ HITTA ykkur eftir bara nokkra daga. Gangi þér vel í skólanum Saló minn á morgun. Bestu kveðjur frá Önnu frænku og Jakobi og Júlíu
Anna Björg (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.