Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
1. skóladagurinn
Jæja, þá eru drengirnir byrjaðir í skólanum aftur það er ótrúlegt að það sé ár síðan síðast... Daníel og Markús fóru á West Nairobi School, sem er ca 10 mín. héðan á bíl. Þeir koma til með að fara með skólarútu til og frá skólanum. Kristín Inga fór með þeim og verður þeim til stuðnings fyrstu dagana.
Salómon byrjaði í Norwegian Community School, sem er hér á lóðinni. Það var mikil eftirvænting í honum og hann var glaður og ánægður eftir fyrsta daginn.
Davíð Pálmi fékk skóladót eins og hinir og var hinn ánægðasti í morgun þegar hann tölti með Lucy, barnfóstrunni / swahilikennaranum sínum
Hér eru nokkrar myndir frá deginum í dag:
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Hæ hæ.
Gott að gengur vel. Auðvitað verða allir að fá skóladót.
:o) allir biðja að heilsa úr Flataselinu.
kv Dandý
Dandy (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 10:28
Hæ hæ elskurnar mínar... svolítið leið yfir því að ekki geta kvatt ykkur áður en þið fóruð en svona er lífið... maður getur alla vegnana fengið að fylgjast með ykkur á blogginu ykkar
Frábært að heyra að allt gangi vel hjá ykkur... flottir strákar sem þið eigið...
Biðjum að heilsa... kveðjur frá okkur mæðgum
Eyja og Viktoría Auður (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 10:40
Spennandi að fara í skólanní Afríkunni! Takk fyrir myndirnar, það er frábært að geta séð þær og ímyndað sér þá frekar umhverfi ykkar. Gott að það gengur vel og takk fyrir að vera dugleg að koma með fréttir hér Fanney!
Gott að heyra að þú sért að hressast
Knús!!
Guðrún (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 11:01
meira krúttið hann Davíð Pálmi.. er sko EKKI yngstur!
Knús og kossar og kreist.. elskjú,
Aldapalda (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 11:17
Vá hvað þið eruð öll fljót að aðlagast og hendast inn í nýja rútínu - frábært! Gaman að sjá myndirnar af hetjunum á fyrsta skóladegi, svo duglegir - og sætir!!! Kær kveðja af Skaganum þar sem sólin skín (enn!!) og þar með allir hressir....Susý frænka
Susý (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 11:25
Sæl, kæru vinir
En gaman að sjá þessar myndir. Myndarlegur hópur. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með, skrifa fréttir og senda myndir, Fanney. Guð veri með ykkur öllum. Ykkar Ásta.
Ásta Bryndís Schram (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.