Sunnudagur, 16. ágúst 2009
2 síðastliðnu dagar....
16. Ágúst 2009
Í dag vöknuðum við snemma og fórum öll í skólaferðalag með SSF til Arboretum.... Við rétt náðum að gera okkur klár, smyrja nesti og hafa okkur til fyrir kl 09 þegar við áttum að mæta hér á bílastæðinu til að fara með hinum á áfangastað. Garðurinn, sem er álíka eins og botanisk hage i Osló er rétt hjá Uhuru kirkjunni. (sem er kirkja sem við fórum í sl. sunnudag. Það var 3 1/2 tíma messa....) Fyrst var farið í leik, stöðvar sem átti að svara spurningum, gera lag, listaverk osfr. Það tók um 2 tíma og svo var borðað meðbragt nesti og kaffibrauð lagt í púkk. Svo var farið í leiki, DSA meiddi sig í hnéinu, en það gékk samt ágætlega. Turid og hennar strákar keyrðu með okkur og þegar við fórum heim fórum við í Ya Ya senterið til að kaupa NIV Study Bible fyrir strákana. Við gerðum það og keyptum líka Kiswahili lofgjörðardiska og Simplified Kiswahili fyrir tungumálanámið. Svo sýndi Turid okkur markað með notuðum fötum, skóm og eiginlega allt milli himins og jarðar. Rétt þar hjá er annað stæðsta fátækrahverfi Afríku. Við eigum eftir að fara þangað.
Þegar við komum heim fóru MVF og KIV með littlu guttana í sund og svo fékk DSA KIV til að keyra hann og Bárður (færíski strákurinn) til að horfa á fótboltaleik. Við Fjölli fórum með kaffi og muffins til sundlaugarinnar og spjölluðum þar við Liv Stine og strákana hennar. Mjög fínt. Svo fórum við heim og við Fjölli fórum að flytja internetið/routerinn og svo fylltist húsið af strákum til að leika við SSF og playmóið. DPF var líka með og stuttu seinna kom Chris til að leika við MVF og svo David, bróðir hans til að leika við SSF. Ég eldaði steiktar pulsur, pasta og franskar og það var bara gaman og góður matur. Þegar maturinn var búinn og allir á fullu að leika hitti ég ABI á FB og spjallaði heillengi við hana. Heimilið okkar er bara orðið hið fínasta. Okkur líður mjög vel hérna. Chris, KIV og MVF fóru í tónlistarherbergið og DSA var í tölvunni (eins og venjulega). Fjölli var að koma diskunum nýju inn í tölvuna og í MP3 spilarann, það tók hann netta 3 tíma! nei bara djók..
17. Ágúst 2009
Svaf illa í nótt vegna katta skr.. sem breymuðu fyrir utan húsið okkar í nótt. Fór 2 sinnum fram og reyndi að hræða þá í burtu. Fékk að sofa til 9:30. Elsku kéllinn minn svo góður við hana Mke sína. Ådne kom kl 9:30 til að leika í playmo og ég fór þá á fætur og fór í bað. Kom svo strákunum í fín föt og í sunnudagaskólann. Við mættum þar öll nema DSA, en það áttu bara að vera krakkarnir.. við Fjölli fórum heim og lásum í Máttarorði og sálm 90. Áttum góða stund og gott spjall við DSA. Eftir sunnudagaskólann tók ég til og svo kom Øyvind og spurði hvort við vildum fara út að borða með þeim kl 14:30. Við skelltum okkur með og fórum á Karen Blixen café... Mjög gott, svolítið lítið af mat, MVF ekki saddur. KIV, DSA og Bárður urðu eftir til að horfa á leik. Við fórum heim og ég fór út að ganga og Fjölli og MVF í fótbolta. SSF og DPF áttu að vera heima að leika, en þeir fóru til pabba síns stuttu eftir að ég fór. Göngutúrinn var góður, ég gekk með Turid, Kersti, Ann Jorid og Liv Stine fóru á undan. Svo fannst mér skrítið að krakkarnir kæmu ekki heim með matato (sem er einskonar strætó)og sendi Fjölla til að leita af þeim áður en myrkrið kæmi. Hann fann þau á Karen Blixen og slæmu fréttirnar voru að Liverpool tapaði. DSA frekar dapur. MVF fór í tölvuna og ég reyndi að setja Kiswahiliið í smá skipulag.. Fjölli var í tölvunni og DSA var í tölvunni... gaman gaman.
Guð blessi ykkur öll og ég mæli með að þið lesið sálm 90 í Biblíunni. (90:12 var talað um í Máttarorði) Það er góður og uppbyggilegur lestur. Snart okkur allavega í dag!
Knús frá Fanney og co.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Erlent
- Trump íhugar að fresta TikTok-banninu
- 1.890 palestínskum föngum verður sleppt
- Tugir fórust þegar bensínflutningabíll valt
- Bretland bannar innflutning á kjöti frá Þýskalandi
- TikTok-stjörnur í rusli yfir banninu
- Alvarlegt slys á spænsku skíðasvæði
- Áforma fjöldahandtökur innflytjenda í næstu viku
- Hæstaréttardómarar skotnir til bana
Athugasemdir
kæru Fanney og Fjölnir
Takk fyrir hvað þið eruð dugleg að senda fréttir og gott að vita hvað vel gengur. Ég er fyrir austan og fór í kaffi í morgun til Addý og Vigfúsar að frétta af þeirra ferðum. Er svo rík að eiga ykkur öll í Kristi. Blessi ykkur
Katrín
katrín ásgrímsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 19:44
Gott að fá að sjá hvernig fram vindur og hvað gestaugu ykkar sjá. Verið ekki hrædd við neitt, aðeins varkár. Bið að heilsa þeim sem við mig kannast, ekki síst Mjölhus og Amenya. Bænir mínar eru með ykkur.
Jakob
Jakob Hjálmarsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.