Mánudagur, 21. september 2009
Heppin ég....
Stundum er gott að vera ekkert of sleip í tungumálum... er það ekki pabbi minn??
Í dag er frídagur hér í Kenýa þar sem múslímar eru að halda upp á að hafa lokið "ramadan" Við hjónin og Salómon vorum samt ekki í fríi frá okkar skóla en Daníel og Markús voru í fríi.
málið er..... síðastliðinn föstudag kvaddi ég Lucy (sem er að passa Davíð Pálma og húshjálp) og sagði eitthvað álíka: Asante sana Lucy kwa leo, tutaonana baada ja wikendi. þetta þýðir takk kærlega fyrir daginn Lucy, við sjáumst eftir helgi. Ég var þá ekki með í huganum að það væri frídagur á mánudaginn.
Í gær vorum við að velta vöngum yfir því hvernig við ættum að hafa daginn þar sem Davíð þarfnaðist pössunar frá 11:30 - 15:00 og svo var ég búin að bjóða kennaranum okkar í mat.. ekki bara hvaða mat sem er heldur kjöt í karrý!!!! Svo þegar ég var búin að senda Salómon í skólann og var að fara að gera mig klára fyrir daginn kom Lucy. Ég var rosalega hissa þar sem enginn af innfæddum átti að koma í dag... Ég spurði hana hvers vegna hún kom og hún svaraði útaf því að ég sagðist sjá hana á mánudaginn..Ég sagði henni að hún mætti alveg fara heim, en hún var svo almennileg að velja að vera hér heima og gera allt fínt þar til við færum og passa svo litla karl þar til við kæmum heim. Og þess vegna var allt rosalega fínt þegar kennarinn kom og maturinn búinn að fá upp suðuna þegar ég kom. GLÆSILEGT!!
Kennarinn sagði að honum líkaði kjöt í karrý og sagði jafnframt at núna skildi hann það að ég gæti ekki tekið börnin með í málaskólann ef ég væri í vandræðum með pössun eða ef Davíð væri lítill í sér og vildi koma með. Hann hafði nefnilega stungið upp á því og ég sagði að það væri alveg vonlaust þar sem strákarnir mínir töluðu út í eitt. ALLTAF...
Annars er allt ágætt að frétta af okkur. Markús er að vísu að verða eitthvað veikur, var með hita í dag... Daníel er ennþá að streitast á móti og vill bara fara heim til Íslands og litlu guttarnir sakna ömmu og afanna sinna mikið. Salómon vaknaði með bros á vör í morgun en þegar hann sá hvar hann var sagði hann "ohhhhh var þetta bara draumur" þá hafði hann dreymt að ég hefði leyft honum að fara til ömmu sinnar... honum finnst allt of langt að þurfa bíða í 2 ár þar til hann geti heimsótt þau.....
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Æi krúttin
Við söknum ykkar rosalega mikið en öfundum ykkur líka. Þið eruð að lifa ævintýrið sem svo marga dreymir um. Njótið og það er gaman að fá að upplifa það með ykkur í gegnum pistlana. Ást í stórum poka til dreifingar á ykkur öll frá okkur öllum. XXX Stóra sys
Anna Björg Ingadóttir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 16:35
Takk fyrir spjallið í dag, frábært að heyra frá þér og að ég tali nú ekki um að fá að koma í heimsókn á heimilið þitt
Þykir vænt um þig!
Kv. Álfh.
Álfheiður (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.