Leita í fréttum mbl.is

Fjölli er í Pokot...

Fjölli fór til Pokot með Rune Mjølhus á fimmtudaginn og kemur heim annað kvöld. Þeir hafa báðir verið lasnir þennan tíma en hafa samt gert margt og talað mikið við aðra á staðnum. Okkur hlakkar mikið til að flytja þangað þó það sé ekki laust við kvíða líka þar sem samfélagið þar á lóðinni er mjög lítið sérstaklega fyrir strákana. Það eru 3 börn þar sem eru nágrannar okkar og that's it...

En.. hér í Nairobi gengur lífið sinn vanagang. Stóru strákarnir og Kristín voru í bíó í gær og litlu tveir og ég fóru til Junction í gær að versla og fengum okkur svo að borða. Markús var þá búinn að slást för með okkur þar sem KIV og DSA fóru að horfa á Liverpool leik á krá hér rétt hjá. Um kvöldið var svo horft á Veggietails og borðaður ís.

Núna er að byrja sunnudagaskóli og þar á ég að sjá um litlu börnin 2-7 ára. Salómoni hlakkar gífurlega til, því í hans huga var svo gaman þegar ég var sunnudagaskólakennari og sá um barnastarfið í Egilsstaðakirkju... ég vona að það sé ekki bara minningin ein og að ég nái að standa undir væntingum...

Annars er ágætt að frétta af strákunum. Markús er loksins orðinn góður.. hann var veikur ALLA síðustu viku með hita og maga og hausverk.. greyið. Daníel gengur ágætlega í skólanum, en hann er að tapa sér í heimþrá.. Salómon er hress og Davíð Pálmi er óþekkur...

Ég streða við að muna Kiswahiliorðin sem ég hef lært og mæta þörfum barna minna og eiginmanns.. en annars er ég hress.

Var með bænahóp hér á fimmtudaginn og talaði þá út frá Róm 12.1. 

Guð blessi ykkur í dag og varðveiti og munið að Jesús sagði:  „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“og í sálmunum 119:105 stendur: Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.

 

Knús frá Fanney


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að geta fylgst með ykkur svona í gegnum netið. Ég bið fyrir ykkur.

Hlín (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 08:46

2 identicon

Loksins komin með bloggið ykkar, gaman að fylgjast með. Síðbúin afmæliskveðja til Fjölla. Hafið það gott og ég sé að þið njótið lífsins. Kveðja Ragnheiður og co.

Ragnheiður Bergþórsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 10:05

3 identicon

Sæl Fanney mín ... gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur. frábært að geta fylgst með ykkur í gegnum netið. Hugsa til ykkar.

Kv. Jóney

Jóney (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:50

4 identicon

Sæl, Fanney

Gaman að lesa bloggið þitt. Vona að FJölnir sé að ná sér. Er hann nú kominn til baka eða hvenær er von á honum.Ætlið þið að skeppa svo öll þangað í heimsókn? Mér heyrðist ég heyra eitthvað um það. Er oft með ykkur í huganum og í alltaf í bænum okkar. Þín vinkona, Ásta

Ásta B. Schram (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 22:23

5 identicon

elsku Fanney mín!

Ég vildi að ég gæti séð þig stússast í Afríku!

Hér var 8 stiga frost þegar ég vaknaði í morgun! brrr.. það þýðir ekkert að þræta við náttúruna, veturinn er kominn!!!

Takk fyrir afmæliskveðjuna í gær :o) Davíð þótti frekar flott að fá sína eigin kveðju frá Afríku.. svo fannst honum það ennþá flottara þegar krakkarnir í veislunni sögðu "váááááhhhh!!"

Það var ofurstuð, krakkarnir fengu að baka sína pítsuna hvert, svo var borðuð GRÆN fótboltavallarkaka.. þetta var mikið stuð :o) ..sykurinn byrjaði svo að flææææða um kroppana og í lokinn voru allir orðnir doltið kreisí.. þá komu foreldrarnir og máttu hirða brjálæðingana sína ;o)

Jæja, farin að pakka, erum að fara á mót í Vatnaskógi!

knús og kossar elsku músin mín.

þín Alda.

Aldapalda (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband