Laugardagur, 21. nóvember 2009
Afmælisdagurinn..
Ég get ekki sagt annað en að það hafi verið yndislegt að vera hér í faðmi fjölskyldunnar og vina á afmælinu mínu. Dagurinn byrjaði á því að Daníel og Markús gerðu morgunmat fyrir mig og vöktu mig svo kl 07:30 með söng. Við borðuðum saman öll fjölskyldan og svo fóru allir í skólann.
Í Hekima, tungumálaskólanum okkar, var svo súkkulaðikaka, nammi og chai. Eftir skólann bauð Fjölnir mér svo út að borða á Marco Polo. Þegar við komum heim fengum við okkur köku og ís með Salómoni og Davíð Pálma. Svo kl 16 komu nágrannar okkar og þeir sem voru heima á lóðinni í kaffi og kökur.
Kl 20 var svo bænafundur og áframhaldandi blessun fyrir mig og aðra sem þangað komu.
Svo þegar ég kom heim settist ég við tölvuna og sá að ég hafði fengið glás af kveðjum frá ættingjum og vinum nær og fjær. Mikið gladdi það hjarta mitt að fá allar þessar kveðjur frá þeim sem mér þykir svo vænt um.
Takk kærlega fyrir allir saman!!!
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Innlent
- Gæsluvarðahald framlengt yfir frönsku konunni
- Þetta er ekki eins og að skipta um íbúð
- Varaþingmaður tekur við þingsæti Áslaugar
- Starbucks var opnað í dag eftir langa bið eftir leyfi
- Létu gera áhættumat: Furðar sig á óðagoti
- Allt á fullu í Vestmannaeyjabæ
- Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan göngumann
- Sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast í íslenskum svínum
Erlent
- Neitað um bætur Ættleidd til Danmerkur sem börn
- Stunguárás við verslunarmiðstöð í Finnlandi
- Pentagon til Svíþjóðar
- Gert að rýma heimili sín vegna gróðurelda á Krít
- Stóra og fallega frumvarp Trumps mætir andstöðu
- Fjórir látnir og tuga saknað eftir að ferja sökk við Balí
- Heitir því að útrýma Hamas
- Sautján ára drengur látinn á Hróarskeldu
Athugasemdir
Hvernig á ég að halda 50 ára afmælið mitt... stinga af?
Hörður Finnbogason, 21.11.2009 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.