Leita í fréttum mbl.is

Afmælisdagurinn..

Ég get ekki sagt annað en að það hafi verið yndislegt að vera hér í faðmi fjölskyldunnar og vina á afmælinu mínu. Dagurinn byrjaði á því að Daníel og Markús gerðu morgunmat fyrir mig og vöktu mig svo kl 07:30 með söng. Við borðuðum saman öll fjölskyldan og svo fóru allir í skólann.

Í Hekima, tungumálaskólanum okkar, var svo súkkulaðikaka, nammi og chai. Eftir skólann bauð Fjölnir mér svo út að borða á Marco Polo. Þegar við komum heim fengum við okkur köku og ís með Salómoni og Davíð Pálma. Svo kl 16 komu nágrannar okkar og þeir sem voru heima á lóðinni í kaffi og kökur.

Kl 20 var svo bænafundur og áframhaldandi blessun fyrir mig og aðra sem þangað komu. 

Svo þegar ég kom heim settist ég við tölvuna og sá að ég hafði fengið glás af kveðjum frá ættingjum og vinum nær og fjær. Mikið gladdi það hjarta mitt að fá allar þessar kveðjur frá þeim sem mér þykir svo vænt um.

Takk kærlega fyrir allir saman!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Finnbogason

Hvernig á ég að halda 50 ára afmælið mitt... stinga af?

Hörður Finnbogason, 21.11.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband