Mánudagur, 30. nóvember 2009
Langt síðan síðast...
Það líður eitthvað svo langt á milli bloggsins hjá mér núna... veit ekki hvort það sé skriftfælni eða bara að það sé mikið að gera eða að mér finnist ekki vera neitt fréttnæmt. Það síðasta væri nú lygi þar sem við erum í alveg nýju landi, nýrri heimsálfu meira að segja og allt er fréttnæmt eiginlega.
Okkur gengur vel með okkar fyrstu skref hér... Daníel er ennþá að skoða sín skólamál. Hann langar að fara í heimavistarskóla í Noregi og okkur líkar það ágætlega. Honum gengur vel í skólanum sem hann er í og er nýkominn heim frá Pokot. Þar var hann með TeFT krökkunum í Chesta og kom heim hlaðinn munum frá Pokot. Það sem okkur þótti merkilegast var kannski umskurnarhnífur....
Markús er bara mjög hress. Hann er búinn að kynnast nágrannastráknum hér og þeir leika sér saman alla frítíma. Hann er að hugsa um að verða eftir hér á lóðinni eftir áramót. Halda áfram í West Nairobi School og eiga heima hjá konu hér á lóðinni sem á tvo stráka. Hún dvelur hér afþví að hennar strákar eru í skólum hér og þar sem það er ekki boðið uppá heimavist valdi hún að flytja frá Mombasa þar sem hún og maðurinn hennar búa og dvelja hér á meðan skólinn er. Þetta er fallega boðið af henni finnst okkur og við erum að hugsa um að þiggja það.
Salómon verður áfram á NCS sem er norski skólinn hér á lóðinni. Hann kemur auðvitað með okkur til Pokot og svo fer ég til Nairobi með hann í 14 vikur á ári. Svo frá og með haustinu kemur kennari til okkar hluta af árinu.
Davíð Pálmi er rosalega ánægður hér á lóðinni. Hann sést varla án kameljóns og allir eru farnir að spyrja hann hvort hann sé ekki með kameljón með sér... annað hvort það eða froskar. Hann er að verða eins og Dagfinnur dýralæknir.
Fjölli kom frá Pokot í gær og var hann þá afmyndaður hægra meginn í andlitinu. Væntanlega hefur hann verið bitinn af einhverskonar skordýri. Hann er með sár undir eyranu og er mjöööög bólginn. Það er ekki oft sem hann tekur verkjatöflur, en hann gerði það eftir að hann kom heim. Bæði þreyttur eftir ferðina og alveg stífur og með verki í hálsi og hliðinni...
Kæru vinir. Guð blessi ykkur og varðveiti!
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Gaman að heyra þetta allt saman! Góðar fréttir og skemmtilegar, allar nema sú með Fjölla.....
Vonandi nær hann sér fljótt af þessu.
Hér er líka allt fínt að frétta, ég í próflestri, en það tekur enda sem betur fer. Kristrún er búin að skrifa bréf til Salómons en hún vill sjálf setja það i póst svo að við getum ekki sent það fyrr en hugsanlega á föstudaginn, því pósthúsið lokar á svipuðum tíma og hún er búin í skólanum hina dagana.
Guðrún Erla systurdóttir mín kom til okkar í gær og ætlar að vera fram á laugardag, hún hefur komið undanfarin tvö ár til þess að vera á kaffihúsakvöldinu sem er skemmtikvöld sem grunnskólabörnin (6. - 10. bekkur) sjá um og það hefur alltaf verið á fimmtudegi - nú er það á morgun svo hún kom bara í gær og fær að vera með Hlöðveri í skólanum, svaka fjör. Það er líka aðventumessa í Staðarfellskirkju klukkan níu á föstudagskvöldið, kertamessa, mjög hátíðlegt og gaman að vera þar, hún hefur verið viðstödd þar einu sinni og langaði mikið aftur, og hún fær það
Bestu kveðjur og knús til ykkar allra
Guðrún
Guðrún Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 16:45
Flott å lese, så kan jeg lære meg mer islandsk for å forstå annonsene på biler.
Godt å ha dere i kollegiet.
Gud signe dere videre.
Rune
Rune (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 16:53
Frábært að heyra af ykkur mín kæra vinkona.
Það verður fróðlegt að heyra frekar um skólaval stóru strákanna og fá fylgjast með hvernig gengur.
Vonum að Fjölli jafni sig fljótt og vel.
Knús á liðið!
Álfheiður (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 18:00
Elsku Fanney og fjölskylda
Það er alltaf jafn spennandi að fylgjast með ferðum ykkar í Afríku og alltaf jafn gaman að fá fréttir af ykkur og strákunum! Vonandi hefur Fjölnir jafnað sig á skordýrabitinu og orðinn heill heilsu á ný.
Einar Þór og Sævar Elí eru ótrúlega spenntir fyrir kamelljóninu, og biðja um tvö slík við tækifæri.... mamman er reyndar ekki eins spennt og finnst ágætt að geyma þau bara í Afríku. Þigg frekar hænuna þína ef þú mátt missa hana. ..
Sendum ykkur annars góðar óskir og hlýjar kveðjur héðan úr Hjallaselinu. Hafið það sem allra best.
Heyrumst vonandi fljólega á Skype.
Bestu kveðjur
Íris og co
Íris Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.