Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Hann á ammæl hann Fjölli... hann á ammæl í dag....
Jæja... þá er kjellinn orðinn 38 ára. Það var auðvitað bakað og haldið upp á afmæli. Nokkrir norskir meðnemendur komu og auðvitað strákarnir okkar.. Súkkulaðikaka, ís, muffins, gele með vanillusósu, og verdens beste voru á boðstólnum þetta var ljómandi gott og allir vel útkýldir af kökum... það liggur við að ég hafi borðað of mikið.
Strákarnir eru komnir í ró, DP sofnaður og Saló situr hér og leikur sér með GEO-MAG, rosalega sniðugt dæmi. Markús er í afmæli, Daníel á æfingu og Fjölli í Biblíulestri hjá Oddi og Nyju.
Bless krúsindúllurnar mínar... ég er að fara að byrja á fyrsta verkefninu mínu. 3000 orð um mismunandi menningu...
Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull er "En halt þú stöðulega við það sem þú hefur numið og hefur fest trú á." 2. Tím 3,14
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Sá á kvölina sem á völina....
Við erum að díla við lúxusvandamál.... Við fengum tilboð um leikskólapláss fyrir Davíð Pálma hérna rétt handan við hornið sem þýðir í praksís að við spörum fullt af pening (sleppum að keyra langa vegalengd 2 x á dag...) og tíma þar sem það fer mikill tími í þessa keyrslu fram og tilbaka bæði morgna og eftirmiðdaga... En hvað á að gera.. hvað á að gera.. Við erum rétt að byrja að finna að kauði er að venjast og líkar bara vel leikskólalífið í Myrdal Familiebarnehage... Hann er hættur að gráta svo mikið að hann kasti upp þegar við svo mikið sem nefnum að hann sé að fara í leikskólann Það besta við leikskólann sem hann er í er að þetta er kristilegur leikskóli, starfsfólkið er kristið og kennslan er í samræmi við það sem okkur finnst vera rétt og mikilvægt! Hvað getur maður beðið um betra ? ohhhh ég á svo erfitt með að taka svona ákvarðanir.
Einhverjar ráðleggingar ?
Orð dagsins í Dýrmætara enn Gull er "Þú skalt minnast þess hversu Drottinn Guð þinn hefir leitt þig." 5.Mós. 8,2.
(Kannski segir orð dagsins allt sem segja þarf... ég leit á leiksólann sem hann fékk pláss í sem handleiðslu Guðs.. og ætti þá bara að treysta því ?)
Bloggar | Breytt 28.8.2008 kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera...
Þá erum við á leið í skólann... þetta verður hörku dagur, kennsla frá 08:45 til 14:25... með hádegismat á milli náttlega...... Fínt að fá svona servereðann hádegismat for a change... Strákarnir allir farnir í skólann, það er temmilega stressað hér um morguninn.. við þurfum eitthvað að skipuleggja okkur betur
Eigið yndislegann dag!
Orð dagsins í Dýrmætara enn Gull er "Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana. Konur verið undirgefnar eiginmönnum yðar eins og það væri Drottinn." Ef. 5, 25 og 22.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Alein heima...
Fjölli fór með skólanum í gær til Nordmarkskappellet... gistir eina nótt og kemur á eftir. Það er pínu skrítið eftir svona langann tíma saman að allt í einu vera ein heima... Strákarnir eru í skólunum og ég er búin að vera að lesa í mannfræði í morgun. Mjög gaman. Veðrið er yndislegt og ég held að ég fari bara í stuttbuxur og út á verönd til að klára að lesa það sem ég þarf að vera búin með fyrir mánudaginn.. Vona að þið hafið það sem allra best. Sakna ykkar..
Orð daksins í Dýrmætara enn Gull er: "Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annara." Fil 2,4.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Lasarus.......
... já þetta er ekki alltaf alveg eins og maður planar.. ég ætlaði að njóta þess að geta lesið, þrifið aðeins og drukkið kaffi á meðan guttarnir væru á sínum stöðum... en Davíðinn minn er hálf lasinn og varð eftir heima hjá mér á meðan Fjölli fór í leikskólann hans og er þar að smíða sandkassa... Við sitjum því hér með GeoMag og dúllum okkur. Erum búin að horfa á Bubbi Byggir og dagurinn lítur út fyrir að verða notarlegur.. bara í fleirtölu þá..
Orð dagsins í Dýrmætara enn Gull er "Kærleikurinn er ekki langrækinn." 1. Kor. 13,5.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Langir dagar...
Þessi dagur er búinn að vera doldið langur... vöknuðum kl 06:30, ég er ekki að djóka... allt á fullu í klukkutíma og svo keyrði Fjölli 3 yngstu strákana í leikskólann og skólann. Hann kom tilbaka rétt fyrir hálf níu og þá sat ég í éldhússófakróknum og reyndi að lesa... við fengum fyrsta heimaverkefnið í gær! Lesa 24 síður í Antropologi...(held það sé mannfræði á ísl.) á góðri norsku heitir þetta svo mikið sem Kontekstualisering og tverrkulturell kommunikasjon Vá! Við erum að tala um að það sé R O S A L E G A langt síðan ég var síðast í skóla, 17 ár til að vera nákvæm... og mér finnst pínu erfitt að setjast niður og einbeita mér að þessu, þó þetta sé mjög áhugavert námsefni... ég fer að hugsa um þvottinn, Davíð í leikskólanum, Fyrsta daginn hans Salómons aleinann í skólanum á norsku, Daníel sem situr fyrir framan mig og er að pirrast út af einhverju og og og... Ég kann ekkert að einbeita mér! Svo þegar ég fór í 1. alminnilega tímann í dag komst ég að því að við verðum á námskeiði um það hvernig við eigum að skrifa og þannig sé byggja upp verkefni. Hjúkk!!!! ég var alveg farin að velta því fyrir mér hvernig fyrsta skriflega verkefnið sem ég á að skila þann 3. október sem á að vera 3000 orð mundi verða... ykkur finnst kannski ekki mikið að skrifa ritgerð sem er 3000 orð en mér finnst það óhugsandi að ég geti það! Þetta er allt rosalega öðruvísi enn að vera heimavinnandi og geta skroppið í kaffi eitthvert og fengið aðra í kaffi hvenær sem er... en ekki misskilja mig, ég er MJÖG ánægð með þessa breytingu og veit að þetta mun vera skemmtilegt og mér mun ganga vel... ég er bara aðeins að fatta þetta. Fjölnir er hæst ánægður Loksins getur hann lesið og haft löglegt leyfi til þess... ég get ekkert sagt!
En hvað um það... eftir skólann fórum við með Daníel á Hagstofuna, til að reyna að fá skattafríkort fyrir hann. Og athuga hvernig þeim á Hagstofunni gengur að skrá okkur inn í landið... við erum ennþá skráð á Íslandi en þessi líka elskulega kona hringdi eitt símtal og kom því þannig í haginn að þetta yrði skráð í þessari viku. Yndislega alminnileg kona sem ég þakkaði vel fyrir.. Já svo var það skólataska fyrir unglinginn... hann vill nú ekki hvað sem er, hefur mjög einfaldann smekk, of einfaldann þar sem það var ekki hægt að finna tösku sem hann vildi. Við skutluðum honum í T-banann á Tveita og náðum í Davíð Pálma sem stóð og ÁT ripsber í garðinum þegar við komum. Hann var hæst ánægður að sjá okkur og dagurinn hafði gengið vel sögðu tönturnar... hann er samt að verða veikur held ég.. Svo var ferðinni heitið til Salómons.. hann var búinn að vera í skólanum og svo FSO (eftir skóla) og ég átti von á að sjá frekar þreyttann á að enginn skilur hann strák þarna .. og það var rétt. Hann var búinn að gráta nokkrum sinnum, og hafði ekki getað tjáð sig alminnilega. Vissi ekki hvar klósetið var og var ROSALEGA þyrstur. Ég hafði sagt honum að hann fengi mjólk... en það er ekki komið í gang ennþá og þá átti hann bara að drekka vatn, eitthvað sem hann vildi ekki og var þessvegna rosalega þyrstur og klósetþurfi.. greyjið kallinn minn. Við stoppuðum í sjoppu og keyptum kókómjólk og Mentos til að kæta þá þreyttu litlu bræður. Á morgun er "Turdag" eða "Utedag" og hann á að fara með bekknum til að baða í vatni einhversstaðar í skóginum held ég. Honum hlakkar allavega alveg rosalega til. Það verður farið þótt það rigni!!!
Markús var ekkert smá duglegur... hann tók T-banann aleinn úr skólanum og heim. Hann þurfti að skipta um T-bana og allt... ég er svo stolt af honum og þessum drengjum mínum yfir höfuð.. Hann hafði líka verið túlkur fyrir Salómon í skólanum og skólastjórinn sagði að hann hefði verið svo góður við hann að henni fannst þeir alveg yndislegir... Ohhh móðurhjartað tekur kipp við svona lagað...
Daníel er að vinna og Fjölli og Markús eru í bandý. Ég nýt þess að vera hér "ein" og skrifa ykkur um dagana okkar...
Á morgun er lesdagur hjá okkur Fjölla... hann ætlar að smíða sandkassa í leikskólanum hans Davíðs og ég ætla að skúra og drekka kaffi og kannski fara í bæinn ??
Hafið það allavega sem allra best... sakna ykkar!
Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir Drottinn allsherjar, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun." Mal. 3, 10.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Góður 1. skóladagur að baki...
Þetta var nú alveg frábært... Spennan var gífurleg, sérstaklega hjá Salómoni sem var að fara í fyrsta sinn. Hann var með rosalegar væntingar og sem betur fer var hann bara sáttur þegar hann fór heim. Á morgun byrjar hann í SFO (skolefritidsordning) strax eftir skólann og verður þar á hverjum virkum degi til svona fjögur hálf fimm... langir dagar með öðrum orðum.. enda var minn karl sofnaður um 7 hálf átta í kvöld
Markús var líka spenntur, svolítið öðruvísi enn engu að síður stressaður þar sem hann var að fara í norskan skóla og kannski sérstaklega þar sem hann var að byrja í kristilegum skóla.. Ég held að hann hafi líka verið sáttur eftir 1. skóladag, hann var ánægður með stundatöfluna, hann er búinn kl tvö alla daga nema föstudaga held ég, þá er hann búinn rúmlega 12 eða eitthvað þvíumlíkt..
Daníel var fór aleinn greyjið í sinn skóla, en hann er svo ótrúlega brattur að það gekk bara vel. Samt pínu erfitt að þekkja engan og hann er farinn að langa til að kynnast krökkum á sínum aldri. Skiljanlega..
Fjölnir, sá sem býr svo að segja í skólanum mætti of seint.. Ekki vegna þess að hann hafi sofið yfir sig.. heldur vegna þess að upplýsingarnar sem við vorum búin að fá voru af skornum skammti.. Kennarinn var einn með bekkjatíma með einum nemanda, sem hafði náð því að við ættum að vera mætt korter í níu....
Davíð Pálmi stóð sig eins og hetja... var brattur alveg þar til við stoppuðum fyrir utan leikskólann.. þá grét hann sárann en ég held að hann hafi jafnað sig fljótlega eftir að ég var farin... mér finnst þetta alltaf jafn erfitt
Ég set inn myndir af strákunum, öllum nema Fjölla, gleymdi að taka mynd af honum...
Orð dagsins í Dýrmætara en Gull er "Þú skalt ekki morð fremja." 2. Mós. 20,13.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
1. skóladagur...
Á morgun er 1. skóladagur fyrir okkur öll, nema DP sem er reyndur (leik) skólamaður.... búinn að vera í 2 vikur. Ég fer með Salómon og Markús í þeirra skóla og verð með þeim þar, Daníel fer í Bjerke Videregående aleinn... já hann afþakkaði fylgd mína... og Fjölnir verður að mæta hálfur maður þar sem ég get ekki verið á 2 stöðum í einu...
Það er semsagt brjálað að gera og okkur hlakkar til að hversdagsleikinn komi, eftir L A N G T sumarfrí...
Bless í bili..
Orð dagsins í Dýrmætara enn Gull er: "Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd." Fil. 2,3a
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Sól og blíða..
Er ekki mjög íslenskt að byrja á veðrinu... Það er ekki rigning í dag, var líka gott í gær.
Við Daníel erum að fara niðrí bæ. Hann ætlar að skella sér á útsölu í Jack 'n Jones. Svo er matarboð í kvöld hjá Niu og Odi.. hálf íslenskir Kínverjar sem búa hér á efstu hæð. Ég hlakka mikið til að kynnast þeim og fá alvöru kínverskan mat... mmmm..
Davíð grét og grét þegar hann fattaði að hann átti að fara í leikskólann en Fjölnir verður nú vonandi eitthvað þarna í dag að smíða sandkassann. Hann ætti nú að vera ánægður með það kallinn.
Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er: "Verið ekki þrælar manna." 1. Kor. 7,23.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Haustrigningar....
Hér rignir og rignir.. eins og það sé hellt úr stórri fötu. Davíð Pálmi er í aðlögun í leikskólanum og það gengur ekkert sérstaklega vel að okkar mati. Hann GRÆTUR og miður sín yfir þessum foreldrum sem hingað til hafa verndað hann og elskað og svo bara hentu honum út ...... æi ég held að ég venjist þessu leikskóladæmi seint. Ég hefði átt að vera uppi 1800 og eitthvað...
... kominn nýr dagur... 14.08.
Daníel fór í hellings ferðalag í gær, alla leið til Asker, þar sem Sigrún og Viggi Palli áttu heima. Hann fór að heimsækja Johannes og Simon. Hann fór með T-bananum til Nasjonalteateret, með lest þaðan til Asker og svo með strætó þaðan til Dikemark.... þetta tók 1 t og 20 mín, og kostaði hellings pening, sem hann var ekki að fíla... En mér finnst hann rosalega duglegur!!
Fjölli er að fara að snekkra sandkassa fyrir leikskólann, gott að halda sér í formi... þegar ég kynntist honum hér í Norge var hann nú bara Snekker'n Albertsson og ég kolféll... þannig að ég er spent að vita hvernig sambandið tekur kipp þegar hann verður kominn í gallann
Í dag er meiningin að fara til Janicke í kaffibolla og svo að sækja pjakkinn til Dikemark.... það verður gaman að sjá gamla húsið þeirra Sigrúnar og Vigga Palla... Svo sækjum við litla kút og svo heim að borða.... strákarnir leggja sig um sjö leitið... við þurfum að vakna kl 06:30 til að ná að borða og skutla í leikskólann / skólann og ná okkar skóla sem byrjar kl 08:30... þetta verur gaman!
Jæja krúttíbollur... ég er farin í bili.. hafið það gott í dag..
...orð dagsins í Dýrmætara enn Gull er "Gjörið því iðrun og snúið yður að syndir yðar verðið afmáðar. Þá munu koma endurlífgunartímar frá augliti Drottins." Post. 3,19-20a
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...