Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Mánudagur, 1. september 2008
"Litli kallinn minn í sjúkrabíl......"
Daníel lenti í óhappi í dag... hann var í skólanum að spila fótbolta. Annar leikmaður sparkaði óvart í hann og hnéskelin fór alveg úr lið!! Við fengum hringingu í skólann og okkur var sagt að hann hefði skaðað sig illa og hefði verið sendur í sjúkrabíl á læknavaktina. Honum var gefið morfín og þegar hann kom á sjúkrahúsið fékk hann verkjastillandi og róandi. Greyið kallinn var svo kvalinn að ég hef sjaldan séð annað eins. Hann stóð sig eins og hetja!! Læknirinn sagði að þetta væri með þeim sársaukafyllstu meiðslum .... Hann fékk hækjur og þarf að stíga EKKI í fótinn í viku. Á þá að mæta aftur á sjúkrahúsið og fara í röntgen. Þetta er rosalegt fyrir hann þar sem úrtakið fyrir A-liðið í skólanum er eftir 2 vikur og hann verður meiddur í allavega 6 vikur og þá kannski getur hann byrjað að þjálfa sig upp aftur..... Hann er samt brattur og liggur nú bara og hvílir fótinn.. og er í tölvunni..
jæja.. ég þarf að fara að læra.. missti doldið af þar sem ég var ekki í skólanum í dag vegna óhappsins.
Orð dagins í Dýrmætara en Gull er "Elskan sé flærðarlaus" Róm. 12,9
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...