Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Nýtt blogg ... loksins!

Þetta er náttúrulega ekki fyndið hvað ég er léleg að blogga.. það er ekki það að það sé ekkert að gerast, bara of mikið..

Update:

  • Áróra Eir, systurdóttir mín er í heimsókn. Er með Markúsi í skólanum og það er BARA gaman að hafa hana.
  • Beyene og Galle, vinir okkar frá Eþíópíu/Íslandi eru í heimsókn. Frábært!
  • Daníel er í prófum og hann ætlar að koma með okkur til Kenýu!!
  • Markús stendur sig eind og hetja í skólanum. Var með stórt hlutverk í söngleik um daginn. Rappaði og söng norskt lag eins og hann væri innfæddur.
  • Salómon er ánægður með flest, en honum finnst mamma sín aldrei hafa tíma fyrir sig :-((
  • Davíð er bara Davíð.... það þíðir: fyndinn, sætur, lítill, óþekkur, duglegur,uppáhald allra í famelíunni, kúrinn, algjör kúsikall.
  • Fjölnir er ágætlega hress, með of mikið hár eins og er,eiginkonan nennir ekki að klippa hann.. Hann er búinn að lesa allt fyrir þessa önn, einu sinni, og fer þá að byrja aftur. Hann er svo duglegur!
  • Fanney er orðin frekar stressuð og frekar þreytt á skólanum. Hef ekki tíma til að lesa, það er svo mikið að gera núna. Undirbúa brottförina héðan, íslandsferðina og Kenýuferðina... STRESSUÐ!!

Við förum héðan 22. júní til Danmarkar. Gistum eina nótt hjá vinkonu minni sem heitir Sigríður Alma Guðmundsdóttir. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni, Hinrik og 2 dætrum á Skagen. Okkur hlakkar rosalega til að hitta þau. Við Sigga kynntumst þegar ég var 2. ára held ég og höfum verið í sambandi oft mjög slitróttu en samt haldgóðu síðan.

23. júní siglum við frá Hanstholm til Íslands. Komum þangað 25. og verðum þá á Egilsstöðum einhverja daga. Líklega komum við til með að hóa saman vinum og ættingjum til að kynna hvað við höfum verið að gera og hvert við erum að fara og kveðja Crying

Svo verðum við á Löngumýri þann 18. júlí á Kristniboðsmóti. Kríunni (sumarbústað mömmu og pabba í Þorskafirði) í viku allavega og svo með svona kveðjuhóf líka í RVK ef við mögulega getum.

Þá eruð þið með helstu fréttir og plönin. Endilega biðjið fyrir okkur. Það er erfitt að fara héðan, kveðja vini og ættingja ... Crying Crying Crying Mikið táraflóð og sorg í vændum!!   EN okkur hlakkar til að hitta ykkur á Íslandi og eiga með ykkur góðar stundir! Verst að Anna Björg og famelía verða hér á meðan við erum á Íslandi... En við fáum viku með þeim áður en við förum héðan Wink

Knús frá Fanney og öllum strákunum mínum..


Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband