Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Rosalega er maður fljótur að sanka að sér "drasli"

Þetta er náttrl. ekki fyndið hvað ég er snögg að sanka að mér eitthverju dóti.. Fyrir ári síðan seldi ég, henti og gaf nánæst alla búslóðin okkar og núna er ég að ganga í gegnum það sama..

Það er með skrítnum tilfinningum að við flytjum héðan. Við höfum haft það mjög gott hérna. Frábært að geta verið með Sigrúnu og Vigga (foreldrum Fjölnis) Gulla bróður Fjölla og hans fjölsk. og núnaundanfarið Steina, bróður Fjölla. Svo eru allir gömlu vinirnir og ekki minna allir nýu vinirnir bæði yndislegir nágrannar eins og Niu og Oddi, Svenni og Anita og Sakarías og Margrethe og þeirra sonur Markus. Nei þetta er skrítið..

Okkur hlakkar samt til að koma til Íslands.. Hverjir ætla að mæta á smá kveðjustund á Eyjólfsstöðum þann 27.6 kl 14:00 ? Við verðum svo með samsvarandi stund í Kristniboðssalnum fyrir ættingja og vini í RVK. Látum vita betar hvenær...

 Knús frá Fanney


Búin!!!

Jæja.. þá erum við barasta búin með þetta skólaár. Kláruðum lokaprófið rétt í þessu. Skrifuðum um Búddhismann og ATR (African Traditional Religion)

Bara gaman!

Þá er bara að byrja að pakka og þrífa!

 

Knús frá Fanney og Fjölla


Læra fyrir próf..

Við sitjum sveitt og reynum að læra um helstu trúarbrögð heimsins...

Hindúisma, Búddisma, suður ameríska trú, kínverska trú, afríska trú.. einnig Íslam og New Age.. Áhugavert, en mikið er ég glöð að eiga Jesú og þurfa ekki að byggja frelsið á gjörningum!

Fjölli er alveg rosalega góður kennari. Akkúrat núna sitjum við í skólastofunni og hann stendur við töfluna og "teiknar" upp hindúismann. Hann er ótrúlega skipulagður og góður kennari!

Guð blessi ykkur. Við verðum viðræðuhæf á föstudaginn. Prófið er á fimmtudaginn.

 

Fanney


Elsku kallinn minn :-)

Salómon slasaðist í dag.

Hann var að skylmast við Áróru frænku sína og datt á steinkant niður í kjallaragang á steypu og skarst á hökunni og braut höndina.. Frown

Við þutum niður á bráðavaktina og þar var hann deyfður og saumaður með 3 sporum og gipsaður. Hann stóð sig eins og hetja!! Hann var svo hræddur við nálina sem átti að deyfa hann á hökunni að hann þurfti að fá næstum því svæfingu til að hægt væri að deyfa og sauma. En þá fannst honum þetta bara gaman og ekkert mál Tounge hann var svolítið ringlaður greyið í klukkutíma eða tvo á eftir og svo var hann alveg búinn og sofnaði. Elsku kallinn minn!! Hann verður í 4 vikur í gipsi en á að koma eftir 10 daga í röntgen og nýtt gipsi. Verð að segja að mér kvíðir mest fyrir að láta taka saumana sem er eftir viku...

Endilega biðjið fyrir honum. Hann kvíðir fyrir að fara í skólann á morgun!

Ánægður með bláa gipsið sitt!!

 Gott að vera kominn heim...


Rosalega líður tíminn hratt!

Ég er varla með sjálf...  Nei nei, en það er alveg rosalega mikið að gera. Síðan síðast eru Beyene og Galle farin... það var alveg æðislegt að hafa þau. 

Áróra er hér enn og gott er það! Yndislegt að hafa hana líka :-) Markús og hún skottast um í T-bananum og hér heima. 

Daníel er í prófum. Búin með munnlegt próf í náttúrufræði og ensku. Gekk bara ágætlega, hann getur þetta ef hann vill! Hann er ný kominn heim úr þriggja daga "friluftstur" hann skemmti sér bara vel, en er með blöðrur á höndunum eftir róðratúr.. Svo er hann núna í undirbúning fyrir munnlegt lokapróf í náttúrufræði og þá getur hann átt eitt eftir eða ekkert, allt eftir því hvort hans nafn verði dregið úr potti eða ekki ??

Markús er búinn að vera með vini sínum Nikolai og foreldrum hans í sumarbústað á Tjøme. Mjög næs held ég. Það verður erfitt að skilja við Nikolai fyrir hann. Þeir eru voða góðir vinir.

Salómon er farinn að hlakka mikið til að fara til Íslands. Vona bara að landið og fólkið standi undir væntingum hans sem eru MIKLAR :-) greyið kallinn..

Mér er farið að kvíða mikið fyrir að flytja litla karlinn úr hans umhverfi. Honum líður svo vel í leikskólanum.. munið þið hvað honum leið illa fyrstu vikurnar? og svo er það afinn og amman... ég get nú varla hugsað þá hugsun til enda :-((

Við höfum verið að reyna að undirbúa okkur fyrir prófið sem verður þann 11. en það er erfitt þar sem það eru svo margir sem við viljum vera með svona áður en við förum. Við fórum að horfa á Idu, guðdóttur okkar, sem var að fá nýtt belti í Taikwondo. Það var rosalega gaman og þar sem mamman hennar, Inger-Lise, átti afmæli var okkur boðið í Sushi heim til þeirra á eftir. Áróra og Markús voru svo væn að passa litlu guttana fyrir okkur, þannig að þetta varð rólegt og gott kvöld með góðum vinum!

Anna Björg og börn eru að koma þann 11. og það verður gaman að fá smá tíma með þeim. En við verðum samt að pakka og þrífa allt fyrir þann 18, því þá sendum við nokkrar töskur og kassa heim og svo leggjum við í hann þann 21. Fyrst til Skagen, Sigga Alma, gömul vinkona mín, ætlar að hýsa okkur eina nótt eða tvær og svo fer ferjan heim frá Hanstholm þann 23.  Seyðisfjörður here we come þann 25.

Bless elskurnar í bili. Hlökkum til að sjá ykkur á Íslandinu góða!!

 

 

 

 


Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband