Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Smá blogg..

 

Jæja kæru vinir... það er komið að smá fréttum af okkur í Kapenguria!

Daníel: Flytur á morgun frá Íslandi til Noregs aftur. Hann ákvað að fara aftur í NLM skólann Sygna sem er í Balestrand. Við erum nú bara sátt við þessa ákvörðun hans. Þetta er skóli sem er rekinn af NLM (Norsk Lutersk Misjon) sem er kristniboðssambandið sem við tilheyrum hér úti.

Markús: Er að koma heim á morgun í fyrsta fríið eftir að hann byrjaði í Rift Valley Academy: http://www.rva.org/  Hann verður heima í 3 heila daga + ferðadagana. Við erum afskaplega þakklát að fríið sé núna, þar sem hann á akkúrat afmæli á sunnudaginn. Hann er búinn að biðja um pizzu, kjöt, kökur + + +  eins og mamma er vön að gera :-) 

Salómon: Hann er búinn að vera í viku fríi frá skólanum. Og sem betur fer komu Salmelid börnin með pabba sínum í heimsókn (Thomas, 12 ára, Renate og Joakim 10 ára og vinir þeirra David 13 ára og Rebekka 12-13 ára) Hann er búinn að njóta sín verulega í Playmo, fótbolta, froskaveiðum, Wii tölvunni, útilegu í tjaldi hér á lóðinni, kökuáti, vöffluáti og meira skemmtilegt. Það verður nú eflaust tómlegt fyrir hann þegar börnin frá Nairobi fara aftur heim. En hann er í skólanum hér á lóðinni og Gísli Guðlaugsson er kennari hans. Salómoni líkar vel við hann og er meira að segja búinn að plata Gísla til að byrja með skátastarf. Gísli er þá að sjálfsögðu foringinn og Salómon nemandinn, þar líka. Þeir fara með skátahnífana niður að vatni, tálga, veiða froska, klifra í trjám og eitthvað annað skemmtileg. Salómon er flottur strákur og duglegur í skólanum. Honum finnst kannski Davíð geta verið pínu erfiður (sem er alveg rétt) en þeir leika sér mjög mikið saman.

Davíð: Hann er lasinn núna. Varð veikur sl. nótt. Hiti og stífan hnakka. Við urðum skelkuð og héldum að hann gæti verið að fá heilahimnubólgu..og þar sem rafmagnið var farið og erfitt að mæla hann og annast varð ég pínu smeyk og vaknaði oft til að athuga með hann... svo í morgun var hann ennþá með hita, en ekki háan. Hann er annars mjög sáttur, glaður og skemmtilegur strákur, ræður að sjálfsögðu öllu hér á heimilinu, en svona kenndi nú mamma mér að þetta ætti að vera...

Fjölnir: Hefur verið heima núna í 2 vikur, eða alveg síðan hann kom frá Turkana. Hann er að vinna mikið með verkefni sem er á vegum NORAD. Þar er hann fulltrúi NLM. Það hefur farið mikill tími í að kynna sér lög og reglur landsins sem við erum í. Svo var hann að kenna 26 predikurum á tölvur. Margir voru að koma við slíkt tæki í fyrsta sinn... Annars er Fjölnir að styðja við Out-reach svæðið sem kirkjan hér hefur skilgreint og líkar honum það mjög vel.

Fanney: Er byrjuð að fara í heimsóknir til kvenna hér nálægt á miðvikudögum. Konur koma saman og lesa, biðja, syngja, gera hannyrðir og svo tala, auðvitað. Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt. Ég hef hugsað mér að styðja mig við efni sem Jostein Holmedahl lét okkur hafa til að vinna með. Þetta eru vers úr Biblíunni og smá hugleiðing á eftir. Einfalt og gott, þar sem þetta þarf að þýðast frá ensku yfir á swahili. Svo er ég náttúrulega með heimilið. Þó ég þvoi ekki gólfin, þvottinn né neitt, þá elda ég matinn að mestu leiti og vaska upp endrum og eins... Hugsa stundum um hvernig ég verði þegar ég ekki nýt þess að vera með húshjálp lengur... Svo er ég aðeins upptekin af götustrákunum hér í Makutano. Þessir strákar eiga erfitt líf og ég reyna að sinna þeim smá. Spjalla við þá þegar ég sé þá. Sýni þeim kærleika eins og ég get og stundum gef ég þeim mat. Ég vona að fólk hérna fái það á hjartað sitt að sinna þeim þar sem það væri það besta. Verkefni sem bíða mín er TeFT (norskir unglingar sem koma hingað til austur afríku í 5 mánuði) ég á að vera með eitt fag, hér í skólanum þegar þeir koma hingað í nóvember. Svo erum við búin að plana ferðir og þar verð ég með fræðslu fyrir konur. Í byrjun desember eða lok nóvember förum við svo til Nairobi í skólatíma hjá Salómoni. 2-3 vikur á gestahúsinu... veit ekki hvort mér hlakki til eða ekki.. :-)

Gísli: Hann er sem sagt nýi sjálfboðaliðinn okkar. Kennari Salómons. Hann er sonur Guðlaugs Gunnarssonar og Vallýar Gísladóttur, kristniboða. Við erum afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið þennan ljúfa dreng. Hann er flottur kennari, þó ég held að hann hafi ákveðið sig að verða ekki kennari að mennt, eftir að hafa verið hér í þessar vikur... jæja jæja.. En við erum ánægð með hann og strákarnir fíla hann í botn. Davíð hleypur heim til hans og nær í hann til að leika í Playmo ef Gísli er of lengi aleinn heima... Hann er líka mjög duglegur að benda okkur á rangt málfar.. íslenskan er ekki alveg 100& hjá okkur :-)

Við munum fara í boðunar- og fræðsluferðir nokkrum sinnum í mánuði. Sumar ferðirnar í tæpa viku, aðrar yfir helgi. Við viljum helst fara öll saman (fjölskyldan) Gísli kemur með og kennir Salómoni eitthvað á daginn og Valary passar Davíð þegar ég verð upptekin við fræðslu og þess háttar. Fjölnir er þá með TEE (Biblíukennslu) og ég verð með kvennahóp.

Jæja lesandi góður! Ég bið Guð um að vernda þig og leiða. 

Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. Sálmarnir 34:9

Kærar kveðjur

Fanney 

 


Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband