Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Miðvikudagur, 28. apríl 2010
Opnun á heimili fyrir munaðarlausa í Chepareria
Í dag var okkur boðið að koma á opnun á heimili fyrir munaðarlausa í Chepareria. Við brunuðum af stað kl 9:30 þar sem þetta átti að byrja kl 10:00. Þegar við komum þangað, rétt fyrir 10, var verið að byrja að setja upp tjald sem átti að skýla gestunum fyrir sólinni, ég hugsaði með mér... hvað átti þetta ekki að byrja núna??? En okkur var tjáð að gestirnir sem voru, erkibiskupinn og 2 bandaríkjamenn voru fastir í Nairobi vegna seinkunar á flugi, en var boðið chai, voða gott, og svo fórum við yfir til Chepareria mix school, sem er hinum megin við götuna. Þar voru skólastjórinn í Chepareria Girls og Mix að spjalla saman og við settumst þar að spjalla aðeins. Við gengum að vita hvað væru aðal áskoranirnar hjá þeim. Mjög áhugavert.
Við biðum og biðum og biðum þar til við fórum að skoða skólann. Mjög gaman að sjá, en líka erfitt. Aðstæðan er ekkert rosalega góð. 4 börn sem sitja saman á einum bekk/skrifborði þar sem eitt til 2 börn væri eðlilegt... og svo eru í hverjum bekk á milli 30 - 65 börn. Svo var okkur gefið að borða, mjög góður matur í alveg splúnkunýum matsal skólans.
Jæja, við héldum áfram að bíða og eftir 5 klukkustunda bið þá var byrjað á að gefa gestunum (heiðursgestunum) mat. og svo byrjaði athöfnin... og þar sem það var orðið svona seint og gestirnir þurftu að fara aftur til að ná flugi tilbaka, var stjórnandinn svo stressaður að hann rak á eftir kórunum og þeim sem töluðu.. Í byrjun 1. söngsins kallaði hann á stelpurnar að flýta sér!! haha mjög gaman fyrir þær eflaust.
Athöfnin var góð og sérstaklega gaman að heyra í Erkibiskupnum sem talaði sko ekki í kringum grautinn. Hann kallaði hlutina réttum nöfnum og sagði meðal annars að það væri skrítið að þar sem 75% av kenýumönnum væru kristnir væri samt Kenýa efst á toppi allra landa hvað varðar spillingu. Hann sagðist viss um að það væru ekki bara þessi 25% sem væru þess valdandi.. og eins sagði hann að það væru 3 hópar fólks.
- Þeir sem vilja fá allt frá öðrum helst án þess að hafa fyrir því..
- Þeir sem segja "mitt er mitt og þið er þitt" og hugsa bara um sjálfan sig
- Þeir sem eru viljugir til að deila sýnu og hjálpa öðrum að eignast það sem þeir þurfa/vilja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. apríl 2010
Breytingar..
Jæja vinir góðir..
Nú verðum víst að horfast í augu við raunveruleikann... Kristín Inga fer bráðum heim til Íslands.. (Það er að segja ef gosið hættir...) Hún hefur verið með okkur í bráðum 9 mánuði og á eftir u.þ.b einn mánuð. Það er erfitt að hugsa sér hvernig þetta hefði verið ef hún hefði ekki komið með. Hún hefur sannarlega reynst okkur vel. Þolinmæðin og gæskan í okkar garð hefur verið mikil. Guð hefur gefið henni mikla hæfileika sem hún hefur nýtt hér. Og þá er spurningin hvað við eigum að gera þegar hún fer?
Ég hef verið að hugsa það í nokkrar vikur og jafnvel mánuði, sérstaklega varðandi Davíð Pálma. Og í dag kom ein af húshjálpunum til mín og spurði hvað við ætluðum að gera með Davíð þegar að Kristín Inga færi. Ég svaraði henni að ég hefði beðið Guð um að senda okkar góða barnapíu..
og þegar það er sagt þá verð ég að segja ykkur að ég hafði hugsað og sagt við Fjölni hvort við ættum ekki bara að fá Súsan (konuna sem spurði) til að taka yfir sem húshjálp og fá Valary, sem er húshjálpin, að gæta Davíðs. Hún er ung og hress og Davíð líkar við hana. Hún á líka heima hér rétt hjá og á eina stelpu sem er 3 ára. Hún getur þá hjálpað Davíð að komast inn í menninguna og tungumálið hérna....Til að gera langa sögu stutta, þá var þetta akkúrat það sem Súsan mælti með.
Svo í dag byrjaði Valary sem barnfóstra og við reynum að slíta á böndin sem eru á milli Kristínar og Davíðs aðeins áður en hún fer frá okkur... sagt með sorg og söknuði í hjarta...
Guð blessi ykkur kæru vinir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Fréttabréf frá Fjölni
Kapenguria
Við erum nú flutt til Kapenguria og búin að koma okkur vel fyrir. Fanney sér um kennslu hjá strákunum en ég hef haft umsjón með matvæladreifingunni. Fanney hefur einnig staðið sig vel í að taka á móti gestum sem koma hér á lóðina. Nú um helgina voru gestir frá Tansaníu. Þeir voru á ráðstefnu um þróun biblíuskóla sem Norska kristniboðið styður, hér í austur Afríku. Við vorum 9 á þessari ráðstefnu og var hún mjög góð. Þáttakendur voru frá KBC og 2 biblíuskólum í Tansaníu. Í gær 12.4.2010 lögðu 6 af þeim heim á leið í einum bíl. Þeir lentu í árekstri nálæg tlandamærum Tansaníu. Traktor keyrði inn í hliðina á þeim og bíllinn valt 3 hringi. Einhverjir fengu skurði á höfuðið og einn er líklega brotinn. Þetta hefði getað verið miklu verra og þökkum við Guði fyrir að svo var ekki.
Matvæladreifing
Síðustu matvælunum vardreift í mars. Verkefninu er því að ljúka í þessum mánuði. Það sem við erum að gera í apríl er að dreifa sáðkorni til skjólstæðinganna okkar. Hver skjólstæðingur fær 8 kg. af sáðkorni, það er allt sem við getum gert, því peningarnir eru búnir. Stóra regntímabilið á að vera byrjað. Það hafa komið rigningar en nú hefur verið rúm vika án mikils regns. Vonandi kemur nóg regn til að fólk fái uppskeru. Síðasta ár var mjög erfitt og ég veit ekki hvað gerist ef þetta ár bregst líka. Biðjum því með þeim um að regnið komi í hæfulegu magni og vari nógu lengi fyrir góða uppskeru. Ef það rignir of mikið í einu geta komið flóð sem eyðileggja akra og jafnvel mannslíf. Það hefur verið að gerast á öðrum stöðum í Kenýa.
Nettenging
Ásamt matvæladreifingunni hef ég verið á fundum í Biblíuskólanum og biskupsumdæminu. Það hjálpar mér til að komast inn í starfið og skilja betur hvernig kirkjanstarfar og virkar. Ég hef einnig unnið með framkvæmdastjóra Biblíuskólans að því að nettengja skrifstofunnar og húsin á lóðinni.
Kristniboð
Sá sem sér um kristniboðunarstarfið fyrir hönd kirkjunnar er búinn að skipuleggjaferðir fyrir okkur út í héruðin. Áætlunin nær yfir þetta ár og er gert ráð fyrir að við séum 3 daga á hverjum stað. Við munum fara einu sinni í mánuði til staða sem eru hluti af kristniboðsstarfi kirkjunnar. Í þessum ferðum munum við sjá um kennslu á námskeiði sem heitir TEE, markmiðið er að styðja og byggja upp þá sem eru að starfa sem leiðtogar innan kirkjunnar. Þetta verður fyrsta stóra áskorunin fyrir okkur í tungumálinu þar sem við munum kenna á swahili.
Gripaþjófar
Fyrirum það bil 2 vikum hitti ég Sammy, hann sér um kirkjurnar og kristniboðsstarfiðí Turkana. Turkanahéraðið liggur að Pokothéraðinu. Þegar ég spurði hann út í ástandið í Turkana sagði hann að fyrir 3 dögum hefðu Pokotmenn komið og stolið mörgum gripum. Ég spurði hvort þeir hefðu drepið einhvern. Hann svaraði því játandi sagði að þeir hefðu drepið 5, þar af voru fjórir unglingar og einn fullorðinn. Ungu strákarnir eru oft hirðar og lenda því oft illa út úr þessum árásum. Ég spurði hvort hann hefði þekkt þá sem létust og hvort hann hefði misst einhverja gripi. Hann sagði að þeir sem létust hefðu verið ættingjar og nágrannar. Hann sagði að þeir hefðu tekið 50 geitur sem hann átti. Það voru víst öll dýrin hans, hann á því enga gripi eftir.
Spilling
Það sem ég hef verið að hugsa um á þessum tímum er að á sama tíma og ákveðin héruð í Kenýa líða hungur les ég í fréttum um spillingu. Það eru stórar upphæðir sem hverfa úr menntakerfinu, landbúnaðarráðuneytinu og fleiri stöðum. Þessar upphæðir eru háar og gætu hjálpað mörgum af þeim verst stöddu.
Ég las síðan í 1. kafla Jesaja og fannst það gefa góða skýringu á ástandinu. Það hefur lítið breyst á 2700 árum!
16Þvoið yður!Hreinsið yður!
Fjarlægið illvirki yðar frá augum mínum.
Hættið að gera illt,
17lærið að gera gott,
leitið réttarins,
hjálpið hinum kúgaða.
Rekið réttar munaðarleysingjans.
Verjið mál ekkjunnar.
18Komið, vér skulum eigast lög við,
segir Drottinn.
Þó að syndir yðar séu sem skarlat
skulu þær verða hvítar sem mjöll.
Þó að þær séu rauðar sem purpuri
skulu þær verða sem ull.
19Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir
skuluð þér njóta landsins gæða
20en séuð þér óhlýðnir og þrjóskir
verðið þér sverði bitnir.
Munnur Drottins hefur talað það.
Dómur yfir Jerúsalem
21Hin trúfastaborg er orðin skækja,
hún sem var full af réttvísi.
Fyrrum bjó réttlæti í henni
en nú morðingjar.
22Silfur þitt er orðið að sora,
vín þitt blandað vatni.
23Leiðtogar þínir eru uppreisnarmenn
og lagsmenn þjófa.
Allir eru þeir mútuþægir
og sækjast eftir gjöfum.
Þeir reka ekki réttar munaðarlausra
og málefni ekkjunnar koma ekki fyrir þá.
Jesaja 1:16-23
Enorð Guðs lýkur ekki hér. Við eigum von um að þetta muni breytast. Í Opinberunarbókinnistendur.
Þá mun hvorki hungra né þyrsta framar og eigimun heldur sól brenna þá né nokkur breyskja vinna þeim mein.
Opinb. 7:16
Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu ersagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeirmunu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Oghann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera,hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið."
Opinb. 21:3-4
Kapenguria,12. apríl 2010
Jón Fjölnir Albertsson
Bloggar | Breytt 19.4.2010 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...