Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Nýjustu myndirnar
Þar sem ég er í pásu frá Facebook, getið þið séð myndir inn á Google+
https://plus.google.com/u/0/photos/113071454284373247828/albums
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Hvað er að frétta?
Jú bara allt gott!
Daníel er í Norge, er að velta því fyrir sér hvort hann komi til okkar um jólin... við vonum að hann komi. Strákarnir hlakka svo til að fá hann. Hann er að standa sig vel og líður vel í Balestrand, segir hann.
Markús er á síðustu vikunni sinni fyrir jólin í RVA. Hann er keppast til að halda góðu einkunnunum sínum. Hann getur varla beðið eftir að komast í frí. Og ég hlakka svo til að fá hann, þá hefst smákökubaksturinn.
Salómon er rosalega duglegur í skólanum, en finnst fúlt að fá ekki svona langt frí eins og Markús.
Davíð leikur sér allan daginn og nýtur lífsins. Hann og Salómon leika sér í LEGoO eða PLAYMO alla daga. Með smá pásum inn á milli samt.
Fjölnir er með nóg að gera. Nú er innra eftirliti í bókhaldi kirkjunnar lokið og þá getum við vonandi snúið okkur aftur að boðunarstarfi kirkjunnar. Það er svo miklu skemmtilegra að fara út í héruðuðin og heimsækja fólkið, enn að vera á skrifstofu!
Ég hef haft alveg nóg að gera líka. TeFT er hér (Norskur Biblíuskóli) og ég hef verið að kenna þeim. Annars eru heimsóknir í kvennahópa og núna síðast fór ég í fangelsið hér í Kapenguria. Já lífið er fjölbreytilegt og ríkt!
Þetta voru smá fréttir frá okkur. Guð blessi ykkur ríkulega!
Fanney
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 20. nóvember 2011
Uppskera
Sæl og blessuð gott fólk. Í gær fórum við fjölskyldan ásamt Frank Halldórssyni og 10 ungmennum frá Biblíuskólanum TeFT að uppskera á akrinum hennar Susan (Húshjálpin okkar)
Við vorum mætt kl 8 í chai og mandasi (nokkurskonar kleinur) og svo var stappað í bílana og haldið af stað. Þetta var 1 ekra sem átti að uppskera og þess vegna var unnið af kappi.
Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt. Ég vann í ca 3 tíma og þá voru strákarnir mínir og Frank orðnir þreittir, svo ég fór heim með þá. Svo fór ég fram og tilbaka með uppskeru en TeFT'ararnir héldu áfram með Fjölla og Susan.
Þau kláruðu um 4 leitið og voru frekar slitin!
Um kvöldið var pizzuveisla, þar sem frúin átti afmæli og var mikið fjör!
Í dag er ferðinni heitið til Rorok. Frank ætlar að predika í kirkjunni þar. Það verður gaman að koma þangað aftur. Við vorum þar í fyrra og sýndum myndina um Jesú.
Hafið það sem allra best allir og Guð blessi ykkur!
Fanney
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...