Leita í fréttum mbl.is

Flutningur til Pokot...

Jæja, þá erum við að pakka öllu okkar aftur og á morgun flytjum við til Pokot, Kapenguria. Það er mikil tilhlökkun í okkur öllum. Það er sérstaklega gaman að geta sagt frá því að Markús kemur með okkur. Fyrir jólin leit það út fyrir að hann yrði eftir hér í Nairobi og yrði áfram í West Nairobi School. Sem betur fer fann hann það út, þegar mamman fór til Noregs með frumburðinn, að það væri erfitt að vera frá okkur og að 1/2 ár í heimaskóla væri á sig leggjandi InLove Svo sjáum við til hvað verður áframhald í haust.

Daníel er byrjaður í skóla í Noregi. Nánar tiltekið í Balestrand og skólinn heitir Sygna. Hann er þar á heimavist og leist ljómandi vel á sig þegar við komum uppeftir. Skrítið og mjög erfitt að kveðja hann en við höfum frið fyrir þessari ákvörðun hans. Sygna er NLM skóli og hefur mjög gott orð á sér. Við vonum að þetta gangi vel hjá honum.

Við verðum ekki í miklu tölvusambandi í Kapenguria, en þó einhverju. Ekkert mál að senda tölvupóst, en þá ekki of stóra. Gott ef þið minkið myndirnar áður en þið sendið myndir td.

Guð blessi ykkur kæru vinir!

 

Knús frá Fanney og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ þið öll, gott og gaman að heyra frá ykkur. Skemmtilegast þó að heyra að Markús ætlar með ykkur til Pokot. Best að vera hjá mömmu og pabba. Gangi ykkur allt í haginn kæru vinir og við reynum að vera í sambandi þegar hægt er.
Kveðjur frá okkur hér í timburhúsinu.

P.s. bréf á leiðinni til Salómons, vorum að vona að það næði til ykkar fyrir flutninga ... kemur í ljós.

Álfheiður (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 16:28

2 identicon

Vona að allt gangi sem best.. kveðjur frá okkur öllum;*

Ása Karen (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:23

3 identicon

Gangi ykkur vel  í Kapenguria!

Í hvaða húsi búið þið?

Bið að heilsa öllum sem ég þekki.

kv. Salóme

Salóme (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband