Leita í fréttum mbl.is

Loksins komin heim!

Þá erum við loksins komin heim. Þetta ferðalag er nú búið að taka um 1 1/2 ár. Sjálft ferðalagið frá Nairobi tók ekki nema 8 tíma og að venju voru strákarnir og Kristín Inga rosalega góð á leiðinni. Það var gott að koma hingað, en við erum frekar þreytt svo það var lítið um að pakka öllu upp. Okkur var boðið í mat til Erling og Kjersti Lundeby, sem eru kristinboðar frá Noregi sem hafa starfað sem kristinboðar hér í Kenýu í mörg ár. Erling var líka kennari okkar í Fjellhaug í fyrra.

Jæja, þá er bara að fara að sofa. Á morgun kl 8 byrja ég sem kennari Salómons í litla kringlótta skólanum okkar hér á lóðinni...

Takk fyrir að kommenta á bloggið mitt. Það er svo gaman að sjá að einhver lesi þetta sem ég skrifa.

Guð blessi ykkur öll! 

 

Knús frá Fanney og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Les alltaf og er alltaf jafnspennt að heyra hvernig gengur.

Álfheiður (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 19:21

2 identicon

kvitt kvitt ég fylgist alltaf með þó ég sé ekki dugleg að kvitta kysstu alla strákana frá mér :)

Anna Ósk (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:13

3 identicon

Alltaf jafn gaman að lesa fréttirnar frá ykkur, Fanney mín. Höfum ykkur stöðugt í bænum okkar.

Ásta Bryndís Schram (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 20:48

4 identicon

Sæl Fanney og gleðilegt ár. Kærar þakkir fyrir jólakveðjuna og allar myndirnar.

Gott að heyra að flutningurinn hafi gengið vel. Ég fylgist reglulega með síðunni og það er virkilega gaman að fá nasasjón af upplifun ykkar.

Gangi ykkur vel á nýjum stað.

Kv. Jóney

Jóney (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 21:01

5 identicon

Ég fylgist alltaf með, bæði hér og á Facebook! Frábært að fá fréttir af ykkur, takk fyrir að miðla til okkar hinna.

Vonandi gengur allt vel áfram, saknaðarkveðjur frá okkur hér í Búðardalnum ?

Guðrún (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:23

6 identicon

Hmmm, það átti nú ekki að vera spurningamerki á eftir kveðjunni, ég ætlaði að setja þetta fína hjarta þar til ykkar!

Guðrún (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband