Þriðjudagur, 23. mars 2010
Góð áminning... Sálmur 147
Hallelúja.
Gott er að syngja Guði vorum lof.
Það er yndislegt, honum hæfir lofsöngur.
Drottinn endurreisir Jerúsalem,
safnar saman hinum tvístruðu Ísraels.
Hann græðir þá sem hafa sundurkramið hjarta
og bindur um benjar þeirra.
Hann ákveður tölu stjarnanna,
nefnir þær allar með nafni.
Mikill er Drottinn vor og voldugur í mætti sínum,
speki hans ómælanleg.
Drottinn styður hjálparlausa
en óguðlega fellir hann til jarðar.
Syngið Drottni þakkargjörð,
leikið fyrir Guði vorum á gígju.
Hann hylur himininn skýjum,
sér jörðinni fyrir regni,
lætur gras spretta á fjöllunum,
gefur skepnunum fóður þeirra,
hrafnsungunum þegar þeir krunka.
Hann hefur ekki mætur á styrk hestsins,
hrífst ekki af fráum fótum mannsins.
Drottinn hefur þóknun á þeim sem óttast hann,
þeim sem setja von sína á miskunn hans.
Lofa Drottin, Jerúsalem,
tigna þú Guð þinn, Síon,
því að hann hefur gert sterka slagbrandana fyrir hliðum þínum,
blessað börn þín sem í þér eru.
Hann stillir til friðar við landamæri þín,
seður þig á úrvalshveiti.
Hann sendir boðskap sinn um jörðina,
skjótt berst orð hans.
Hann gefur snjó eins og ull,
stráir hrími sem ösku.
Hann stráir hagli sínu eins og brauðmylsnu,
hver fær staðist frost hans?
Hann sendir út orð sitt og lætur ísinn þiðna,
lætur vind sinn blása og vötnin renna.
Hann boðar Jakobi orð sitt,
Ísrael lög sín og ákvæði.
Slíkt hefur hann ekki gert fyrir neina aðra þjóð,
þær þekkja ekki lög hans.
Hallelúja.
Ég var að lesa þetta í dag og þá hjó ég eftir sérstaklega þessum orðum: Hann hefur ekki mætur á styrk hestsins, hrífst ekki af fráum fótum mannsins.
Drottinn hefur þóknun á þeim sem óttast hann,þeim sem setja von sína á miskunn hans.
Hvursu oft vitna ég ekki um hið gagnstæða?? Held að þetta snúist um verk og annað en að óttast Guð og vona á miskun Hans.
Guð gefi mér náð til að vera akkúrat svona.
Fanney
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.