Leita í fréttum mbl.is

Heimsókn frá Eþíópíu

Við erum svo lánsöm að fá "ávöxt kristniboðsins" í Eþíópíu í heimsókn til okkar. Hann heitir Engida Kussia.

Við kynntumst honum fyrst á Íslandi, þegar hann kom í heimsókn, árið 2003. Við höfum haldið sambandi með tölvupóstum. Það var þess vegna verulega ánægjusamt að fá fyrirspurn frá honum og SÍK hvort við gætum tekið á móti honum hingað heim.

Við sóttum hann til Kitale á laugardag og áttum góða kvöldstund saman. Morguninn eftir borðuðum við morgunmat saman og héldum svo til kirkju. Fyrst ætluðum við með hann til Propoi, þar sem íslensku kristniboðarnir voru mikið þar. En þar sem það var assembly,(margar krikjur koma saman)og í þetta skiptið var það langt í burtu, ákváðum við að fara til Kongolai. Þar hafa líka íslendingar verið mikið.

Við vorum frekar sein fyrir, þar sem geymir bílsins var tómur. Við reyndum að fá nýjan í Makutano, en það reyndist erfitt, með svona stuttum fyrirvara. Þá ákvað Fjölnir að fara og skija bara bílinn eftir í gangi...  

Kirkjan í Kongolai

Kirkjan í Kongolai, sem við heimsóttum, er afskaplega falleg útikirkja. Við höfum farið þangað einu sinni áður og þarna var tekið á móti okkur vel.

Engida heilsaði og deildi orði Guðs: Kólossubréf 4:17 og 1. Þess. 5:23-26

Eftir kirkjuna fengum við chai og svo var haldið heim á leið aftur. Hitinn var mikill og 

meira að segja Engida fannst heitt! 

Þegar við komum heim, fóru allir að 

Engida

hvíla sig og svo var honum boðið í mat hjá skólastjóranum, Andrew og konu hans, Emmu. Þar var hann fram eftir kvöldi.

Í morgun var honum svo sýnd lóðin og við tekur svo dagskrá til að hann geti kynnst starfinu hérna.

Ég skrifa meira þegar hann er búinn að vera hér lengur. Til stendur að hann fari héðan þann 4. og til Eþíópíu þann 5. Endilega biðjið fyrir honum og heimsókninni, ásamt fjölskyldu hans, sem er búin að vera langt frá honum lengi.

 

Kærar kveðjur frá Pokot. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband