Leita í fréttum mbl.is

Loksins - Gestir frá Austurlandi :-)

Á sunnudaginn síðasta fengum við Hjalta Þorkels og Söndru, kærustu hans, í heimsókn, ásamt vini þeirra og bílstjóra James.

Hjalti og Sandra

Þau komu eftir "stutta" Guðsþjónustu í heimabæ James. Hann er frá svæði sem heitir Bondo, sem er við Lake Viktoria. Ætlunin var að koma hingað og fara með okkur til Guðsþjónustu, en þar sem leiðin var löng og þau hefðu þá þurft að leggja af stað fyrir kl 6 um morguninn, ákváðu þau að koma frekar eftir messu þar. Hún tók sinn tíma og svo kveðjur og fleira. Þau komu til okkar um tíu leitið um kvöldið Whistling 

Það var æðislegt að fá þau í heimsókn. Gaman að fá fréttir af Héraðsstubbum og Seyðfirðingum.  

Fjölnir fór með Þau í dagsferð á slóðir "gömlu" kristniboðanna frá Íslandi, Skúla og Kjellrun, Kjartan og Valdís, Ragnar og Hrönn, Leifur, Salóme og þá vona ég sannarlega að ég hafi ekki gleymt neinum Blush 

Austfirðingarnir

Þau keyrðu til Kongolai og svo áfram til Chepareria. Fjölnir hafði ekki keyrt þessa leið til Chepareria áður, en leiðin er mjög falleg. Þau sáu gullgrafara, konur í vatnsleiðangri og svo gangandi fólk til og frá.. Fyrst stoppuðu þau á kristniboðsstöðinni í Kongolai. Þar eru ekki kristniboðar í dag, en kirkjan hefur tekið við starfinu eins og annarsstaðar hér í Pokot.

Í Chepareria lá leiðin til Propoi, þar er Secondary school, stelpu heimavist sem íslendingar hafa byggt og starfað á stöðinni. 

Um kvöldið buðum við þeim, Engida og tveim normönnum í pizzuveislu og sögurnar voru margar og stutt í hlátur og gaman. 

Pizza

Við erum þeim afar þakklát fyrir að hafa tekið krók á leið þeirra til að heimsækja okkur. Nú eru þau í Uganda og eru svo á leið um Lake Viktoria. Þau segja eflaust frá sinni ferð Wink 

Kærar kveðjur frá Kapenguria  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband